Greinasafn fyrir flokkinn: Endúró

Ef það er enduro…þá er það hér

Enduró á Akureyri um helgina

 

Kári Jónsson sigraði í fyrstu og annarri umferð
Kári Jónsson sigraði í fyrstu og annarri umferð

Laugardaginn 13. júní fer fram 3. & 4. umferð Íslandsmótsins í Enduro á akstursíþróttasvæði KKA á Akureyri. Alveg nýtt svæði verður notað fyrir þessa keppni en KKA hefur fengið úthlutað stærra svæði ofan við MX brautina við Hlíðarfjall.

 

Skráningarfrestur er til miðnættis þriðjudaginn 9. júní og gott er að skrá sig tímanlega.

B flokks hringurinn verður fær öllum hjólum og verður keppt í undirflokkum fyrir 85cc, kvenna og +40 þannig að allir ættu að finna flokk fyrir sig.

Reikna má með að auka „slaufur“ verði teknar út úr B hringnum fyrir Meistaraflokkinn (Tvímenning) og verða þær krefjandi og skemmtilegar að hætti norðanmanna.

Veðurspáin er frábær fyrir keppnisdaginn og engin ástæða til annars en að skrá sig og mæta með góða skapið.

Endúróskóli Slóðavina og MCraft.se

Fyrstu helgina í júlí standa Slóðavinir fyrir námskeiði í endúrófræðum. Hingað til lands koma tveir sænskir endúró-ökumenn til að kenna íslensku hjólafólki endúrófræði: Aksturstækni, stillingar hjólsins, búnaður o.fl.. Svíarnir reka endúróskóla í Svíþjóð og hafa gert um nokkurt skeið undir nafni Mcraft.se en stofnandi og eigandi þess fyrirtækis er Bertil Marcusson (Berra), sem í tvígang hefur tekið þátt í Paris-Dakar keppninni. Yfir skólanum mun svifa Dakar-andi og ætlar Bertil að segja okkur frá reynslu sinni af þátttöku í þessari erfiðustu keppni í heimi. Bertil er ekki alveg ókunnugur Íslandi því undanfarin ár hefur hann komið hingað með ferðamenn í mótorhjólaferðlög. Með Bertil kemur Per Carlsson, en hann hefur margra ára reynslu sem keppnismaður í endúró, auk þess að búa yfir um tíu ára reynslu í miðlun fróðleiks um akstur mótorhjóla. Per er kennari að mennt. Námskeiðið er hugsað fyrir ökumenn tvíhjóla, hvort sem þeir aka léttari endúróhjólum eða stærri ferðahjólum.  Það stendur yfir í tvo og hálfan dag og samanstendur af verklegum og bóklegum æfingum.  

Athygli áhugasamra er vakin á því að skráningarfrestur hefur verið framlengdur til 27. maí vegna þess að lítið vantar upp á að lágmarks nemendafjölda sé náð. Nánari upplýsingar má nálgast á vef Slóðavina.

Hávaðamæling mótorhjóla

 
1. & 2. umferð Íslandsmóts MSÍ í Enduro fór fram í Bolaöldu 16.05.2009 Skoðunarmenn MSÍ völdu keppnishjól af handahófi í hljóðmælingu en samkvæmt reglum MSÍ er hámarks hávaði keppnishjóls 98dB. 8 hjól voru yfir mörkum af 19 sem er ekki ásættanlegt. Keppnishjól verða hávaðamæld á öllum keppnum á vegum MSÍ í sumar. Keppendur sem eru með of hávær hjól geta átt von á því að fá ekki skoðun / rásleyfi ef hjólin standast ekki mælingu.
Hér að neðan má sjá lista yfir þau keppnishjól sem skoðuð voru og niðurstöður mælinga. Lesa áfram Hávaðamæling mótorhjóla

Tilmæli til enduro-fólks

 

Heimreiðin að Gunnarshólma
Heimreiðin að Gunnarshólma

Ein vinsælasta ferjuleið enduró-fólks liggur meðfram Suðurlandsveginum.  Ábúendur á Gunnarshólma glíma við þann leiðinlega fylgifisk þess, að „woops’ar“ myndast í heimreiðinni hjá þeim.  Það er afar óhentugt því mikill slinkur kemur á fullhlaðinn grasflutningabíl þeirra.

Því er þeim tilmælum beint til vélhjólafólks að hlífa veginum  þegar hann er þveraður!
Virðing = velgengni

Dalli ljósmyndari var á svæðinu

Dalli ljósmyndari var í Bolaöldu á laugardaginn og smellti af nokkrum sinnum.

Sjá ljósmyndir hér, en hér er video af startinu í Baldursdeild sem hann tók (við mælum með að þið smellið á HD takkan niðri í hægra horninu fyrir betri myndgæði):

[youtube width=“560″ height=“340″]http://www.youtube.com/watch?v=60-eE4s-sJY[/youtube]

Bolaalda lokuð á morgun og mánudag

Bolaöldusvæðið verður lokað á morgun og mánudag. Unnið verður að lagfæringum á brautinni og hreinsun á endurobrautinni. Nokkrum slóðum verður lokað til að koma í veg fyrir frekari gróðurskemmndir og við biðjum menn að virða það og bíða með að keyra slóðana þar til þeir opna á ný á þriðjudaginn.

Þvílík keppni í dag, frábær braut, veður og race!

Þessir tveir, Valdi og Einar börðust af hörku í allan dag!
Þessir tveir, Valdi og Einar börðust af hörku í allan dag! Mynd frá Sveppagreifanum.

Vík óskar sigurvegurum dagsins í öllum flokkum (og Jóhönnu með 2. sætið) innilega til hamingju og þakkar þeim fyrir frábæra keppni. Eins viljum við þakka öllum þeim sem unnu við keppnina fyrir einstakt framlag, Elli pípari, Guggi, Árni, Guðberg, Svenni og píparagengið sá til þess að allt gekk smurt – bestu þakkir. Kalli, Helga, Björk og allir aðrir eiga ekki síður bestu þakkir skildar.

Álfsnesið opnar svo á morgun kl. 13 – sjáumst þar. Muna eftir miðunum – góða skemmtun!