Greinasafn fyrir flokkinn: Endúró

Ef það er enduro…þá er það hér

Íslandsmót enduro í Bolaöldu.

Það var mikið fjör í fyrsta enduromóti í Bolaöldu í dag, ég smellti nokkrum myndum inn í vefalbúm, hægt að sjá hér..

Það var Kári #46 sem vann í dag,  nánari úrstlit koma síðar er rokinn í Eurovision partý 🙂

img_90111

Keppendur og félagsgjöld

Nokkur fjöldi keppenda virðist enn eiga eftir að ganga frá greiðslu félagsgjalda.
Gangið endilega frá því sem fyrst svo ekki komi til leiðinda á keppnisdegi, því ekki fæst leyfi til þátttöku nema frá því hafi verið gengið.

Ætlar þú að keppa – Ertu virkur félagi?

Nú líður senn að fyrstu keppni sumarsins á vegum MSÍ og margur vill gleyma því, að til þess að geta skráð sig í keppni eða tekið þátt í mótum, þá þarf sá hinn sami að vera virkur félagi í einu af aðildarfélögum MSÍ.  M.ö.o. til þess að geta keppt þá verður þú vera búin/n að greiða félagsgjöld fyrir árið 2009 í félag eins og t.d. VÍK.  Gjöld þessara félaga eru ekki há og rekstur þeirra er í járnum, ef ekki í tapi.  Mikið er unnið í sjálfboðavinnu og oft af hugsjón einni saman til þess að halda úti aðstöðu svo þú getir hjólað.  Þannig að þetta er ekki rétti vettvangur til að fara í greiðsluverkfall.  Í skoðun á þeim ökutækjum sem munu taka þátt í enduromótinu á laugardag, þurfa keppendur að standa á hreinu með að þeir hafi greitt sín félagsgjöld í sína klúbba.  Þannig að við mælum með að keppendur verði tilbúnir með kvittun, félagsskírteini eða staðfestingu frá klúbbnum um að félagsaðild fyrir árið 2009 sé tryggð og borguð.

Skoðun fyrir keppni – Hvað þarf að hafa klárt?

Endurbirtum hér hvað keppendur verða að vera með á hreinu fyrir þátttöku í mótum á vegum MSÍ í sumar.

Fyrir allar keppnir á vegum MSÍ, þarf mótshaldari að sjá til þess að ökutæki verði skoðuð.
Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að tryggja að í brautina fari ekki búnaður sem á einhvern hátt getur skaðað notandann eða aðra keppendur.  Hjá MSÍ og/eða FIM liggja fyrir skýrar reglur um það hvernig hjól eiga að vera útbúin og hvernig keppendur skulu mæta til leiks.  
Fyrir þá sem kannski eru að koma að þessu í fyrsta sinn, og náttúrulega til upprifjunar fyrir þá sem gjarnir eru á að gleyma, þá eru hér nokkur aðalatriði sem gott er að hafa í huga……
                                                    …því ef þau eru ekki í lagi þá fær hjól ekki skoðun:

Fyrst þarf að  ganga frá  pappírsmálum –  Ökuskírteini, Félagsskírteini, tryggingar og undirrituð þátttökuyfirlýsing (eyðublöð á staðnum) þurfa að liggja fyrir áður en hjól fæst skoðað. Börn þurfa yfirlýsingu frá forráðamönnum.

Keppandi mæti með hjálm til skoðunar sem þarf að uppfylla reglur og vera óskemmdur!

Lesa áfram Skoðun fyrir keppni – Hvað þarf að hafa klárt?

Þyrlumyndir frá miðnæturkeppni

Rakst á þessar flottu þyrlumyndir frá Bolaöldu miðnæturkeppninni í fyrra. Þetta er tekið rétt fyrir miðnættið þegar leikar standa sem hæst. Myndatökurmaðurinn er sagður heita Olafurag á Túbunni.

[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=RSZqm-3RfE8[/youtube]