Greinasafn fyrir flokkinn: Endúró

Ef það er enduro…þá er það hér

Tæplega 100 keppendur í endúróinu

 

Valdimar Þórðarson, Íslandsmeistari í Enduro 2008
Valdimar Þórðarson, Íslandsmeistari í Enduro 2008

Það er frábær þátttaka og veðurspá fyrir fyrstu og aðra umferð Íslandsmótsins í Enduro sem fara fram í Bolaöldu á laugardaginn. Rétt tæplega 1oo manns eru skráðir og stefnir í að Valdimar Þórðarson þurfi að hafa mikið fyrir því að verja Íslandsmeistaratitilinn frá því í fyrra. 

Keppnin fer fram í nýlagðri braut í Bolaöldu svæði Vélhjólaíþróttaklúbbsins rétt hjá Litlu Kaffistofunni og eru áhorfendur sérstaklega velkomnir að fylgjast með þessari fjölskylduskemmtun. Góð aðstaða er á svæðinu fyrir mörg hundruð manns og auðvelt að sjá keppnisbrautina. Af bílastæðinu sést nokkuð góður hluti og svo er einstaklega skemmtilegt að rölta aðeins uppí hlíðarnar og sjá afskekkta hluta brautarinnar. 

Að þessu sinni er keppt í þremur nýjum flokkum auk þeirra venjubundnu þ.e. Meistaradeildar og Baldursdeildar. Þeir eru 85cc flokkur, kvennaflokkur og 40+ flokkur og eflaust mun spennan í þeim flokkum verða gríðarleg eins og venjan er í endurokeppnum. 

Smellið til að sjá skráða keppendur

Skráning í fyrstu umferðina í Enduro

Skráning er hafin í fyrstu umferðina í Íslandsmótinu í Enduro og lýkur henni á miðnætti á þriðjudagskvöld. Vefurinn hvetur alla til að skrá sig tímanlega til að forðast óþægindi og að þurfa að skálda upp afsakanir um að tölvan hafi frosið og blablabla…

Skráningin fer fram á vef MSÍ og þar er smellt á Mótaskrá og svo smellt á blýantinn. Fyrir þá sem eru að skrá sig í fyrsta skiptið þarf fyrst að fá notendanafn á síðuna og lykilorð. Vinsamlega kynnið ykkur það tímanlega.

Startið á Klaustri 2005

Svona rétt til að koma mönnum í góðan gír fyrir Midnight startið, þá er hér stutt skot frá startinu á Klaustri 2005. Hljóðið fékk ekki að koma með því menn verða bara að ímynda sér drunurnar.

[flv width=“500″ height=“375″]http://www.motocross.is/video/mxtv/13/MOV014513.flv[/flv]

Skráning hafin í Bolaalda Midnight Offroad Run

Skráning er hafin í Bolaalda Midnight Offroad Run

– Veljið 1, 2 eða 3 eftir fjölda keppenda í liðinu.
– Skrifið nöfn ALLRA liðsmanna í „ATHUGASEMDIR“ á bls. 2.
MUNA:  Skrifa nöfn ALLRA liðsmanna í reitinn „ATHUGASEMDIR“ á bls. 2. …!!.
EKKI KLIKKA Á að skrá NÖFN ALLRA KEPPENDA Í REITINN ATHUGASEMDIR Á BLS 2.
..og síðast en ekki síst: 
                Muna að SKRIFA NÖFN ALLRA LIÐSMANNA Í REITINN „athugasemdir“ á bls. 2.

Ekki þarf að skrifa hjólategund, kennitölu eða annað. Keppnisnúmerum verður úthlutað þegar skráningu er lokið. Skráningu lýkur

Smellið hér til að skrá

Vegna skráningar í „Midnight Off-Road“

Rétt til að árétta, að þá verða menn og konur að vera búnir að borga sín félagsgjöld í sínum klúbbum fyrir árið 2009 til að geta skráð sig í „Midnight Off-Road“ keppnina.  Bara svo það sé á hreinu hvað það varðar.  Þannig að ef þú ert ekki búin að ganga frá félagsgjaldinu, að þá er um að gera að ganga frá því sem fyrst svo þú getir skráð þig í keppnina.

Íslandsmótið í Enduro að hefjast

1. & 2. umferð í Íslandsmótaröð MSÍ fer fram laugardaginn 16. maí. á félagssvæði VÍK við Bolaöldu.
Keppnisfyrirkomulag er með óbreyttu móti frá síðasta ári en ákveðið hefur verið að keppnisbraut fyrir B-flokk á að vera öllum keppendum fær og keppnisbraut fyrir Meistaraflokk á að vera öllum keppendum í Meistara og Tvímenningsflokk fær.
Þetta þýðir heldur léttari keppnisbrautir en sú þróun sem verið hefur síðustu ár.
Einnig verður gerð smávægileg breyting á dagskrá að því leyti að Meistaraflokkur og Tvímenningur munu ræsa fyrstir á keppnisdag en ekki B-flokkur eins og verið hefur.
Nú verður hægt að skrá sig sérstaklega í B-85cc, B-Kvennaflokk og B-40+ flokk og keppa þessir flokkar með B-flokknum. Lesa áfram Íslandsmótið í Enduro að hefjast