Greinasafn fyrir flokkinn: Endúró

Ef það er enduro…þá er það hér

Slóðar í Bolaöldu opnir

Búið er að opna fyrir akstur um slóða-net Bolaöldu.  Menn eru þó beðnir um að beita skynseminni vel í umgengni við slóðirnar – eins og alltaf.   Þó svo að stígarnir séu að mestu orðnir þurrir, þá geta leynst í þeim einstaka bleytusvæði.  Reynið að keyra ekki út fyrir stígana við slíkar aðstæður.  Minnkið frekar hraðann og læðist yfir.  Með því móti minnka líkurnar á skemmdum og slysum.
Lesa áfram Slóðar í Bolaöldu opnir

Númeraskipti 2009

Þeir keppendur sem skoruðu stig í öllum keppnum í MX eða Enduro árið 2008 geta sótt um 2 stafa númer fyrir árið 2009. Laus 2 stafa númer eru eftirfarandi, 18, 19, 25, 29, 36, 41, 45, 48, 49, 54. 55, 59, 60, 67, 68, 82, 83, 86, 89, senda skal póst á kg@ktm.is merkt „númeraskipti“ tilgreina skal gamalt númer keppanda og númer sem óskað er eftir auk númers til vara.

Keppendur sem náðu stigum í einhverjum MX eða Enduro keppnum 2008 geta sótt um númer frá 101-500. Meðal lausra númera eru 104, 105, 106, 107, 108, 113, 118. auk fleiri númera. Senda skal póst á kg@ktm.is merkt „númeraskipti“ tilgreina skal gamalt númer keppanda og númer sem óskað er eftir auk númers til vara.

Hægt er að sækja um númeraskipti til miðnættis 8. maí. 2009 eftir það er númeraskiptum fyrir keppnistímabilið 2009 lokið.

Miðnæturkeppni verður í Bolaöldu 20.júní

Frá Bolaöldu 2008

Jæja þá fer að  koma að skráningu í Miðnæturkeppnina – (Bolaalda Mid-Night Offroad Run 2009). Keppt verður sem fyrr í 6 tíma þolaksturskeppni á lengsta degi ársins. Keppnin sem haldin var í fyrsta sinn á síðasta ári fékk frábærar viðtökur en hátt í 300 ökumenn tóku þátt í keppninni og þeir sem ekki tóku þátt eru væntanlega enn að svekkja sig á því. Keppnin hefst stundvíslega kl. 18.01 og lýkur ekki fyrr en 6 tímum síðar kl. 00.01 eftir miðnætti 21. júní, á lengstu nótt ársins.

Skráning í keppnina hefst á miðnætti (00.00) milli fimmtudags (7. maí) og föstudags (8.maí) hér á vefnum. Ath. að fyrstir koma – fyrstir fá því raðað verður á startlínu eftir skráningartíma ökumanna/liða!
Það er því vissara að stilla vekjaraklukkuna og stilla sér upp við tölvuna kl. 23.59 fimmtudagskvöldið 7. maí

Lesa áfram Miðnæturkeppni verður í Bolaöldu 20.júní

Enn mikil bleyta í slóðum í kringum Reykjavík

Þeir sem fóru í endurotúra um helgina tóku eftir því að enn var mikil bleyta í slóðunum sem liggja hæst eða fyrir ofan 150-200 metra hæð. Við hvetjum því endurómenn til að halda sig frá fjöllunum fyrir ofan höfuðborgarsvæðið amk. næstu vikuna. Þar er enn klaki undir öllum slóðum og miklar líkur á drulluspóli með tilheyrandi skemmdum ef menn ætla sér um of. Við ítrekum því að slóðarnir við Bolaöldu er enn harðlokaðir enda svæðið í um 250 metra hæð. Við mælum með motokrossi eða endurobrautinni í Þorlákshöfn þar til hlýnar og þornar enn meira.

Nýja Sjáland – Ísland

p2200025Fall er fararheill segja þeir, en ferðin hjá Ingólfi og Viggó er vonandi hafin þrátt fyrir nokkra byrjunarörðuleika. Hjólin átti að senda frá N-S til Thailands, en þar sem FÍB í Thailandi vildi ekki gefa þeim félögum svo kallaða Carnet pappíra, þá var ákveðið að senda hjólin til Malasíu.  Hjólin áttu að koma þangað 30.mars en eftir nokkurn barning við hafnaryfirvöld, áttu þeir félagar að fá hjólin úr tolli í dag og var það því markmið þeirra að hefja ferðina í dag.

Hægt er að fylgjast með ferð þeirra á: www.nz2iceland.blogspot.com

Myndir frá Íslandi í BMW bók

h4572Út er komin bókin Adventure Riding Techniques eftir Robert Wicks hjá bókaútgáfunni Haynes. Þessi bók er um akstur mótorhjóla í hinum ýmsu svaðilförum og þegar kom að myndefni fyrir bókina komst ekkert annað að hjá höfundi en Ísland. Höfðu útgefendur því samband við íslenska mótorhjólaferðafyrirtækið Biking Viking sem lögðu þeim til BMW hjól og mannskap, auk þekkingar sinnar á landinu til að þetta gæti orðið að veruleika. Einnig var heimsfrægur mótorhjólakappi að nafni Simon Pavey með í för, en hann hefur meðal annars keppt sjö sinnum í París Dakar rallinu. Hann rekur líka skóla fyrir akstur torfæruhjóla í Wales og kenndi Ewan MacGregor og Charley Boorman fyrir hnattferðir sínar. Útkoman af þessari miklu skipulagningu var þriggja daga ferð um hálendi Íslands og afraksturinn meira en 1500 myndir sem teknar voru af Þorvaldi Erni Kristmundssyni ljósmyndara og eru þær uppistaðan af myndum í bókinni. Lesa áfram Myndir frá Íslandi í BMW bók