Greinasafn fyrir flokkinn: Endúró

Ef það er enduro…þá er það hér

Heimsmeistaramótið í Enduro hafið

dknight1
David Knight endaði í 6. sæti í E3 flokknum, eftir fyrstu helgina

WEC Enduro 2009 hófst um s.l. helgi.  Allir helstu kapparnir mættu til leiks fyrstu keppnishelgina sem fram fór í Portúgal.
Önnur umferð fer svo fram núna um helgina á Spáni.  BMW mætir  þar með David Knight fremstan í flokki.  Ekki tókst nógu vel til hjá þeim um s.l. helgi og má búast við að þeir reyni allt sem þeir geta til að gera betur að þessu sinni.

Sögustund Slóðavina

Ferða og útivistarfélagið Slóðavinir minna á Sögustundina þriðjudagskvöldið 17. mars. Kvöldið er helgað frumkvöðlum í ferðamennsku á mótorhjólum á Íslandi. Allt áhugafólk um ferðalög á Íslandi er velkomið. Sjá ítarlega dagskrá á vef félagsins, www.slodavinir.org.

Sögustundin er styrkt af Bernhard, og fer dagskráin fram í húsakynnum þeirra, Vatnagörðum, og hefst formleg dagskrá kl. 19:00 þó húsið opni kl. 18:00. Bók Njáls Gunnlaugssonar, Þá riðu hetjur um héruð, verður seld á kvöldinu til styrktar Mótorhjólasafni Íslands. Bókin er seld á 2990 og rennur allur peningurinn til mótorhjólasafnsins.

NZ 2 Iceland

Enduro.is náði tali af Ingólfi Kolbeinssyni á Nýja Sjálandi. En Ingólfur hefur verið þar í námi undan farin ár.
Hann, ásamt Viggó Má Jensen, ætla að fara löngu leiðina heim til Íslands, á mótorhjólum!

Hvernig kom þessi hugmynd upp?
Mig langaði að ferðast eitthvað á leiðinni heim, en ég hef verið búsettur
í Nýja Sjálandi, og var á tímabili að spá í Síberíu hraðlestina. En
fljótlega sá ég að auðvitað væri best að fara svipaða leið en bara á
mótorhjóli. Lesa áfram NZ 2 Iceland

Flashback Klaustur 2005

Var að gramsa í nokkrum spólum í vinnunni og rakst á þetta.Gaman að skella sér nokkur ár aftur í tímann. Hér á vefnum er reyndar hægt að nota search og þá fær maður fréttir nokkur á aftur í tímann, skemmtilegt.
Með því að skrifa klaustur var þetta hér ein af niðurstöðunum.
Þetta árið var Bjarni Bærings Fréttaritari Stöðvar2.

[flv width=“400″ height=“315″]http://www.motocross.is/video/mxgf/klaustur/klaustur.flv[/flv]

Vinningshafinn í spurningarleik MXTV er „KTM“ þú getur náð þér í bol hjá Mxsport.is Svarið var: ár 2002, íslandsmótið Selfossi, B-flokkur.

Dakar-upphitun í kvöld

Dakar-Upphitunin sem auglýst var hér fyrir nokkrum dögum, fer fram í húsakynnum Bændasamtakanna, Hótel Sögu, og hefst klukkan 20:00. Gengið er inn um norðurenda byggingarinnar, móts við Þjóðarbókhlöðuna, lyftan tekin upp á þriðju hæð og þá er salurinn á hægri hönd.

Sjá fréttina hér