Greinasafn fyrir flokkinn: Endúró

Ef það er enduro…þá er það hér

Keppnisdagatal ársins 2009

MSÍ hefur birt keppnisdagatal fyrir árið 2009. Meðal helstu nýjunga eru að engin keppni verður um verslunarmannahelgi, engin keppni verður á Króknum og að keppt verður alltaf aðra hverja helgi fyrir utan aukafríhelgi í júlí. Enn á eftir að finna staðsetningu á eina motocrosskeppni og eina endurokeppni.

Grein: Dagsetning: Mótaröð: Staðsetning: Aðildarfélag:
Ís-Cross 17. Janúar Íslandsmót Mývatn AM
Ís-Cross 14. Febrúar Íslandsmót Mývatn AM
Snocros 28. Febrúar Íslandsmót Reyk/Ak/Ól. KKA/WSPA
Ís-Cross 14.Mars Íslandsmót Mývatn AM
Snocros 14. Mars Íslandsmót Mývatn /WSPA
Snocros 4. Apríl Íslandsmót Reyk/Ak/Ól. /WSPA
Snocros 25. Apríl Íslandsmót Egilsstaðir /WSPA
Enduro 16. Maí Íslandsmót Bolaalda VÍK
MX 31. Maí Íslandsmót Akureyri KKA
Enduro 13. Júní Íslandsmót Akureyri KKA
6 Tímar 20. Júní OffRoadChallange Reykjavík VÍK
MX 4. Júlí Íslandsmót Tilkynnt síðar Tilkynnt síðar
MX 25. Júlí Íslandsmót Álfsnes VÍK
MX 8. Ágúst Íslandsmót Sólbrekka VÍR
MX 22. Ágúst Íslandsmót Bolaalda VÍK
Enduro 5. Sept Íslandsmót Tilkynnt síðar Tilkynnt síðar
MX 4. Okt Alþjóðlegt MX of Nations FIM / Ítalía
Enduro 11-17 Okt Alþjóðlegt ISDE Six Days FIM / Portúgal
Árshátíð 14. Nóv Uppskeruhátíð Reykjavík MSÍ

„Winter hard Enduro“ keppni í lok nóv á Akureyri?

Mótanefnd KKA vill kanna áhuga Íslenskra hjólamanna á að halda svokallaða „Winter Hard Enduro“ keppni í lok nóvember á eða nálægt Akureyri. Fyrirkomulagið yrði þannig að kl. 16:00 væri ræst (hópstart/deadstart) í MJÖG svo krefjandi og erfiðan hring ca 6-10 km, flaggað væri út eftir 2 klst. Eftir hlé yrðu aftur ræstir þeir sem kláruðu fyrri hluta og þá ekinn sami hringur (öfugur), ræst kl. 20:00 og flaggað út eftir 2 klst. Gert er ráð fyrir að aðeins hluti keppenda nái að halda áfram í seinni hringinn, og enn færri nái að ljúka keppni yfir höfuð.

Að undanförnu hefur Mótanefnd KKA skynjað að þessi grein í Enduro sportinu á Íslandi hafi vaxið töluvert og vill gefa þeim sem það kjósa að reyna á yrstu þolmörk manns og hjóls í keppni sem á sér enga hliðstæðu hér á landi,keppni sem aldrei hefur verið haldin áður. Ljóst er að búnaður eins og góð næturlýsing er lykilatriði í svona keppni, en fjölmargir enduromenn hérlendis stunda einmitt nú þegar vetrar-svaðilfarir að kvöldlagi á nagladekkjum. Keppnin (ef af henni verður -og næg þátttaka næst) mun bera nafnið „Dugðu eða Drepstu“.

Sett hefur verið í gang skoðanakönnun á www.kka.is til að kanna áhuga manna og lýkur kosningu laugardaginn 1. nóvember 2008

KJÓSTU NÚNA !

Lesa áfram „Winter hard Enduro“ keppni í lok nóv á Akureyri?

Valdi Íslandsmeistari

Kári Jónsson kom sá og sigraði í keppninni á Króknum í dag eftir að hafa verið lengi frá vegna meiðsla. Valdimar Þórðarson tryggði sér þó Íslandsmeistaratitilinn í Enduro með því að ná öðru sætinu. Í þriðja sæti varð Einar Sigurðarson.

TIL HAMINGJU VALDI 🙂

Horn í horn – Einn, á 16 tímum

Einar Sverrisson, stjórnarmaður í VÍK, gerir hlutina á sinn hátt og ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur.
Um síðustu helgi lagði hann í magnaða ferð landshorna á milli, í orðsins fyllstu merkingu. Ætlunin var að keyra, einn síns liðs, á sínu TM Racing Enduro hjóli, án stopps, og á sem stystum tíma – frá Reykjanesvita yfir til vitans á Fonti, á Langanesi, með viðkomu í Nýjadal, Öskju og Grímsstöðum á Fjöllum. Meginmarkmið ferðarinnar var samt að ná alla leið..!
Og hvernig tókst til? – hann sendi vefnum þessa samantekt.

Lesa áfram Horn í horn – Einn, á 16 tímum