Greinasafn fyrir flokkinn: EnduroCross

Tilþrif í Endurocross í Skagafirði

Strákarnir á verðlaunapalli. Ljósmynd/ Þórir Tryggvason

Tekið af mbl.is

Fyrsta umferðin í Íslandsmótinu í Endurocross var haldin í gær á Sauðárkróki, nánar tiltekið í Reiðhöllinni á Svaðastöðum í Skagafirði. Haukur Þorsteinsson á Kawasaki KX 450f var sigurvegari mótsins. Kári Jónsson sem var valinn aksturíþróttamaður ársins 2010 endaði í öðru sæti á TM Racing 250. Daði Erlingsson á Yamaha 250 kom svo þriðji í mark eftir æsispennandi keppni. Haukur og Daði áttu jafnan og góðan akstur í gegnum undanrásirnar. Lesa áfram Tilþrif í Endurocross í Skagafirði

Skráningu lokið

Skráningu í Endurocrossið á Sauðárkróki er lokið

18 eru skráðir – Hver verður fyrsti Íslandsmeistarinn í Enduro-Cross??

Málsháttur dagsins

Oft verður lítið krass að stóru mari!!

Ingi Tyggva

Ryan Hughes vinnur endurocross

Huges eða The Ryno eins og hann er oftast kallaður, vann um síðustu helgi Endurocrossið sem haldið var í USA. Hann vann sér inn með sigrinum 10.000$ í verðlaunafé.
Annar varð Íslandsvinurinn David Knight og Mika Ahola varð þriðji. Allir í 3 eftu sætunum óku 2-stroke hjólum. Eknir voru 55 hringir sem samanstóðu af hindrunum eins og trjádrumbum, grjót og vatnsbeltum, leðju, sandi, og þröngum teknískum begjum.
Gamla ljónið Paul Edmundson lét þau orð falla að hann hefði aldrei á æfinni keppt með eins mörgum snarvitlausum ökumönnum og í þessari keppni. “ Ég get auðvitað ekki gert lítið úr ákafanum hjá Bandarísku keppendunum, þeir óttuðust bara ekki eina einustu hindrun í brautinni. Allir keppendur í úrslitunum gáfu 100% í þetta og það varð til þess að þetta var frábær keppni. “
Staðan
1. Ryan Hughes, USA, Honda
2. David Knight, GBR, KTM
3. Mika Ahola, FIN, Husqvarna
4. Dave Pearson, USA, Kawasaki
5. Anders Eriksson, SWE, Husqvarna
6. Ty Davis, USA, Yamaha
7. Paul Edmondson, GBR, Honda