MEISTARAFLOKKUR ÚRSLIT 19-39 ÚRSLIT 40-49 ÚRSLIT TVIMENNINGUR ÚRSLITÞað hafa oft verið fleiri keppendur á Akureyri en þeir sem mættu urðu ekki fyrir vonbrigðum enda svæðið algjörlega frábært til að halda endurokeppni.Veðrið tók á sig ýmsar myndir til að byrja með en fljótlega eftir start lét sólin sjá sig og var dagurinn því með besta móti þegar upp var staðið. Sumarið hefur reyndar látið bíða eftir sér þannig að talsverð bleyta og drulla var efst í brautinni. Prufuhringur tók td. 45 mínútur þar sem menn voru að prófa hina og þessa staði til að festa sig. Í fyrri umferðinni gekk á ýmsu og voru menn að lenda í smá basli með sandbrekkurnar ásamt því að drullan tók sinn toll.
Greinasafn fyrir flokkinn: Events
The events calendar
Frábær keppni í Íslandsmótinu í motocrossi í Mosó í dag
Sigurvegari dagsins í MxOpen og Mx2 varð Sölvi Borgar Sveinsson eftir hörku baráttu við Bjarka Sigurðsson og Guðbjart Magnússon. Unglingaflokk sigraði Sebastían Georg Arnfjörð, Kvennaflokk sigraði Gyða Dögg Heiðarsdóttir, 85 flokk sigraði Elmar Darri Vilhelmsson, Ragnar Ingi Stefánsson sigraði 40+ og Haukur Snær Jakobsson sigraði B-flokkinn.
Brautin var í toppstandi og aðstaðan öll til fyrirmyndar hjá Motomos eins og við var að búast. Öll úrslit eru komin inn á Mylaps vefinn hér: http://www.mylaps.com/en/events/1160560
Staða í Íslandsmóti verður sett inn á morgun sunnudag.
Ofsarok í Mosó, keppni frestað til morguns
Veðrið í Mosfellsbæ er alls ekki að spila með okkur. Hér er norðan ofsarok 20-25 m/s og meira í hviðum og alls ekkert hjólaveður, því miður. Það er því búið að ákveða að fresta keppni til morguns 17. ágúst, sama stað og sama dagskrá.
Glæsileg endurokeppni á Akureyri!
Veðurspáin lofaði ekki sérlega góðu fyrir síðustu helgi og kannski létu einhverjir það á sig fá. Fjöldi keppenda var amk. talsvert undir væntingum í þessari síðari umferð Íslandsmótsins í GFH Enduro sem fram fór á Akureyri um helgina. Veðrið hefði ekki átt að trufla neinn enda var þvílík blíða, sól og logn á laugardeginum, frábært keppnisveður.
KKA hefur yfir stórskemmtilegu og fjölbreyttu svæði að ráða sem var nýtt til hins ítrasta. Talsvert hafði rignt á föstudeginum þannig að hluti brautarinnar var vel blautur og mynduðust djúpir drullupyttir víða. Á neðra svæðinu voru það svo sandbrekkurnar sem héldu keppendum á tánum (eða hausnum jafnvel). Brautin bauð því upp á allt, bleytu, vatn, mýri, brekkur, sand, grjót, gras og bláberjalyng. Einn vel sáttur keppandi hafði þetta að segja eftir keppni „I survived GFH enduro á Akureyri!
MX á Akureyri klikkar ekki!
Brautin á Akureyri er með þeim skemmtilegri á landinu og í dag var engin undantekning á því. Bjarki og félagar í KKA voru búnir að gera stórvirki á svæðinu og brautin leit hrikalega vel út í morgun. 66 keppendur voru skráðir til keppni og áttu langflestir mjög skemmtilegan dag. Eitt óhapp varð í dag og vonandi að þeir sem urðu fyrir hnjaski verði snöggir að koma til baka.
Ekki var mikið um óvænt úrslit og eiginlega varð þetta dagur fullra húsa. Eyþór Reynisson sigraði í báðum motoum í MX Open og það með yfirburðum, Sölvi Borgar og Aron Ómars áttu flotta spretti en #11 átti nóg inni og gerði það sem þurfti til að vinna. Hlynur Örn sigraði MX Unglingaflokk með fullu húsi rétt og eins og feðginin Anita Hauksdóttir í Kvennaflokk og Haukur Þorsteinsson í 40+ og Elmar Darri Vilhelmsson í 85 flokki eftir glæsilegan akstur.
Keppnin er komin í heild sinni á Mylaps vefinn hér: http://www.mylaps.com/en/events/1040338
Championship upplýsingar birtast þó ekki þar vegna bilunar sem ekki hefur enn verið lagfærð hjá Mylaps, því miður.
Staðan í Íslandsmótinu 2014 sést því hér á eftir: Lesa áfram MX á Akureyri klikkar ekki!
Flott mót á Selfossi í dag.
Það viðraði vel á keppendur í 1. umferð Íslandsmótsins í motocrossi sem fór fram í dag. Selfyssingar voru búnir að undirbúa brautina og hún leit stórkostlega út í morgun, fullkomið rakastig og greinilega búið að leggja mikla vinnu í hana. Óhöpp settu því miður svip sinn á keppnina en samtals voru fjórir keppendur fluttir til skoðunar af sjúkraflutningamönnum. Við vonum það besta og að meiðsli þeirra séu ekki alvarleg.
Eyþór sigraði MX Open flokkinn með talsverðum yfirburðum en Aron Ómars kom sterkur inn í fyrra motoi og hefur greinilega litlu eða engu gleymt. Aroni hlekktist á í seinna motoinu og náði ekki að halda áfram. Fleiri „gamlir“ og góðir keppendur komu fram í dagsljósið og sýndu flotta takta á köflum.
Úrslitin eru hér fyrir neðan og keppnin er aðgengileg á Mylaps.com