Greinasafn fyrir flokkinn: Events

The events calendar

Bylting í félags- og brautargjöldum hjá VÍK

VÍK blæs til sóknar og boðar byltingu er varðar félags- og brautargjöld til félagsmanna.  Er það von stjórnar VÍK að með þessu sé komið til móts við sem flesta aðila sem að þessu sporti koma og jafnframt auki áhuga manna á að nýta sér þá frábæru aðstöðu sem er í boði og vera virkir félagsmenn.  Ein breyting verður þó hvað varðar endurosvæði VÍK í Bolaöldu og það er að VÍK mun hér eftir rukka fyrir akstur á því svæði.  En hér fyrir neðan má sjá það helsta.

  • Almennt félagsgjald 5.000 kr. – óbreytt á milli ára
  • Nýtt – Félags- og brautargjald sameinað í eitt fyrir allt árið eða aðeins 12.000 kr. sem gildir í allar brautir VÍK og er hægt að greiða með valgreiðslu fyrirkomulagi og greiða 1.000 kr. á mánuði í tólf mánuði, 2.000 kr. í sex mánuði eða með eingreiðslu (tímabil 1 mars 2013 til 1 mars 2014)
  • Nýtt – Frítt fyrir 85cc tvígengis/150cc fjórgengis hjól og minni
  • 50% afsláttur af æfingargjöldum hjá VÍK í sumar og frítt foreldrakort fylgir með
  • Stakur miði í braut 1.000 kr. í bæði motocross og endurobrautir

Hér er um algjöra nýjung að ræða og munar engum um að greiða 1.000 kr. á mánuði sem gildir bæði sem félagsgjald í félagið og sem brautargjald í allar brautir félagsins.  Einnig er frítt fyrr öll 85cc hjól og þaðan fyrir neðan og þar af auki býður VÍK nú í fyrsta sinn foreldrum krakka sem eru á æfingum að fá frítt kort sem fylgir því að vera með krakkana sem eru 16 ára og yngri á námskeiðum hjá VÍK.  Þannig að nú er engin ástæða til að fara ekki með krakkana í brautir því það er frítt og þar að auki getur þú nú iðkað skemmtilegt sport á meðan börnin þín eru á námskeiðinu hjá VÍK.

Nú þegar er hægt að greiða félagsgjaldið á vef VÍK og er það gert með að smella á undirsíðuna/flipann „Félagsstarf“.  2013 ætlar sem sagt að verða árið :).  Ef það eru einhverjar fyrirpurnir að þá er hægt að senda póst á netfangið vik@motocross.is

Góður kynningarfundur í gær vegna Klausturs 2013

IMG_0305Kynningarfundur fór fram í gær vegna Klausturs 2013 og var hann ágætlega sóttur.  Í upphafi fundar fór Geir Gunnar Magnússon næringafræðingur yfir mataræði almennt og sérstaklega fyrir íþróttafólk og var margt áhugavert sem koma þar fram.  Síðan var fyrirkomulag keppninnar sem fer fram 25 maí kynnt ásamt flokkum og skráningu.  Fjölgað hefur verið verulega í flokkum og er það gert til að reyna að skapa aukna stemmingu á staðnum og einnig fyrir keppninni.  Verður t.d. hjóna/paraflokkur (Einar púki og Gunni painter verða koma með staðfest vottorð um sambúð ef þeir ætla að keppa í þessum flokki :)).  Einnig á að reyna á að laða fram gamlar tuggur sem leynast inn í skúrum landsmanna og verður sérflokkur fyrir hjól sem eru 15 ára og eldri.  Verður það meira í skemmtiformi og „keppir“ sá flokkur á undan aðalkeppninni og er um að gera fyrir aðila sem eiga slík hjól að mæta með þau og sýna á staðnum, en nánar um það síðar.

Skráning í keppnina hefst kl.20:00 að íslenskum staðartíma föstudaginn 1 mars og fer skráningin fram á vef MSÍ, www.msisport.is.  Takmarkaður fjöldi sæta er í boði og verður áfram miðað við 400 keppendur í það heila óháð fjölda liða, m.ö.o. einungis 400 keppendur fá að taka þátt.  Er það gert að beiðni landeiganda sem telur að svæðið beri ekki fleiri keppendur og virðum við það að sjálfsögðu.  Meginreglan við skráningu er sú að FYRSTUR KEMUR, FYRSTUR FÆR en þó með þeirri undantekningu að VÍK áskilur sér rétt til að endurraða á ráslínu í fyrstu tvær til þjár línurnar ef þarf og verður það eingöngu gert af öryggis sjónarmiði. Það er engin verðbólga í gangi hjá VÍK og verður keppnisgjaldið óbreytt frá árinu 2012 og verður AÐEINS kr. 13.000 á hvern keppenda.  M.ö.o. ef þú ert einn að þá borgar þú 1 x 13.000 kr., ef það eru tveir í liði að þá er borgað 2 x 13.000 kr. o.s.frv.  Fyrir þá sem eru orðnir ryðgaðir að skrá sig í gegnum MSÍ, að þá er hægt að skoða ferlið hér en þarna eru líka leiðbeiningar fyrir nýja aðila sem EKKI hafa notað þetta kerfi áður og þurfa að stofna sig inn í FELIX.  ATH! að nóg er að einn liðsfélagi sé með aðgang og getur hann þá skráð hina sem ekki eru með aðgang að FELIX kerfinu en hann getur eingöngu skráð sig og sitt lið.

Við viljum benda væntanlegum þátttakendum á að til þess að skráning verði gild, þarf sá að vera búin að greiða félagsgjaldið í sitt félag/klúbb og verður það kannað eftir skráningu hvort svo sé.  Búið er að opna fyrir greiðslu félagsgjalda á vefnum hjá VÍK og nýjung í boði þar fyrir félagsmenn sem kynnt verður sérstaklega í annari tilkynningu/frétt.  Að lokum viljum við bara segja, „gangi ykkur vel og sjáumst hress á Klaustri 25 maí“

Vel heppnuð ískross keppni á Akureyri í dag

1. umferð Íslandsmótsins í ískrossi fór fram á Leirutjörninni á Akureyri í dag í björtu og góðu veðri og frábærum aðstæðum. Kári Jónsson tók vetrardekkjaflokkinn með trompi og sigraði öll sín moto með Bjarka Sig á hælunum í 2. sæti og Sigurð Bjarnason í þriðja sæti. Signý Stefánsdóttir sigraði kvennaflokkinn eftir harða baráttu við Andreu Dögg Kjartansdóttur. Ásta Margrét Rögnvaldsdóttir varð í þriðja sæti.

Opna flokkinn (skrúfugaurarnir) sigraði Jón Ásgeir Þorláksson með talsverðum yfirburðum en Anton Freyr Birgisson gerði þó sitt besta og veitti honum góða keppni, þriðji maður í opna flokknum varð svo Guðjón Vésteinsson.

Lesa áfram Vel heppnuð ískross keppni á Akureyri í dag

Námskeið fyrir unglinga í MotoMos – Eyþór kennir

Betra er seint en aldrei en vegna anna að þá hefur ekki verið hægt að koma þessu í kring fyrr en núna.  En næstu fjórar helgar, nánar á laugardögum, býðst félagsmönnum á aldrinum 12-16 ára frí námskeið hjá engum öðrum en Eyþóri Reynissyni margföldum Íslandsmeistara sem vart þarf að kynna.  Námskeiðið er frá klukkan 13:00 og varir í þrjár klukkustundir í senn og á því að vera lokið um kl.16:00.  Til þess að vera gjaldgengur á námskeiðið þarf unglingurinn að vera skráður í félagið MotoMos og er þetta eingöngu fyrir þennan aldurshóp, bæði stráka og stelpur.  Við erum að renna nokkuð blint í sjóinn með þetta og vitum ekki hver þátttakan verður en vonandi verður reynslan góð og þá verður hægt að útfæra þetta betur ásamt að gera eitthvað fyrir yngri iðkendur frá aldrinum 6-12 ára.  Þar sem við erum að gera þetta nokkuð seint á árinu og allra veðra von, að þá munum við færa þjálfunina í Þorlákshöfn eða fresta um helgi eftir þörfum.  Alla vega við munum reyna að keyra á þetta næstu fjórar helgar og vonandi verða aðstæður til að klára þetta með stæl.  Námskeiðsdagar er því eftirfarandi.

  • Laugardaginn 27 október:  frá kl.13 – 16
  • Laugardaginn 3 nóvember:  frá kl.13 – 16
  • Laugardaginn 10 nóvember:  frá kl.13 – 16
  • Laugardaginn 17 nóvember:  frá kl.13 – 16

Eins og tekið var fram að þá fer kennslan fram í MotoMos og eina gjaldið sem krafist er, er að viðkomandi sé með brautarmiða í brautina og árskortin gilda.  Að öðru leyti er námskeiðið frítt fyrir iðkendur sem eru á aldrinum 12-16 ára.  En algjört skilyrði að viðkomandi sé skráður og virkur félagi í MotoMos, þ.e. hefur greitt árgjaldið.  Jafnframt ítrekum við það að þar sem allra veðra er von á þessum árstíma að þá áskiljum við okkur rétt til að færa námskeiðið til og hugsanlega verður farið til Þorlákshafnar ef aðstæður leyfa eða við færum til daga, þ.e. flytjum um eina helgi eða tvær.  Við reynum bara að spila þetta eftir eyranu og vonum að þetta gangi upp.

Þeir sem vilja skrá sig og mæta á þessi námskeið, svo við sjáum fjöldann, er bent á að senda tölvupóst á netfangið:  motomos@internet.is.  ítreka enn og aftur að þetta námskeið er eingöngu ætlað fullgildum aðilum að MotoMos og fyrir aldurinn 12-16 ára.  Sjáumst svo bara hress næsta laugardag í MotoMos og muna eftir brautarmiða, þ.e. fyrir þá sem ekki eru með árskort.

Skemmdavargar á ferð í MotoMos – skemmdu meðal annars ýtuna

Einhverjir vanheilir einstaklingar og hefur þurft að fá útrás fyrir sínar stórfurðulegu og einkennilegu hvatir í vikunni upp í MotoMos.  Töluverðar skemmdir urðu á litlu ýtu félagsins þegar viðkomandi hefur reynt að koma henni í gang og tengja beint framhjá sem gekk ekki alveg sem skildi með að þeim víruflækjum sem því fylgdi og endaði viðkomandi því að á þröngva skrúfujárni í svissinn og brjóta það þar.  Kunnum við í MotoMos honum eða þeim bestu þakkir fyrir og er hún ónothæf sem stendur af þessum sökum.  Einnig hafa aðilar þurft að fá útrás með að skemma flesta þá staura sem búið var að setja upp í sumar í kringum brautina og satt að segja skilur maður ekki hvað svona mönnum gengur til.  Þessir klúbbar sem reka þessar brautir mega einmitt svo mikið við því að þessir hálfvitar reyni að láta ljós sitt skína og greinlegt að þegar þessir einstaklingar reyna að stíga í vitið, að þá misstíga þeir sig hressilega.  Biðjum við þá sem orðið hafa varir við óvenjulegar mannaferðir á svæðinu síðustu daga að láta okkur vita með að senda póst með nánari lýsingu á motomos@internet.is.  Ráðlegging okkar til þessara einstaklinga er að þeir leiti sér hjálpar hjá viðeigandi stofnunum og óskum við þeim fullan bata.

Krakkaskemmtikeppni á miðvikudaginn nk.

Þriðja og síðasta skemmtikeppni sumarsins verður haldin næsta miðvikudag 12. september. Allir krakkar velkomnir, hvort sem þau hafa verið með æfingunum okkar eða ekki . Fyrirkomulagið verður svipað og áður og keppt í þremur flokkum, 50 cc, 65 cc og 85 flokkum. Ánægja og skemmtun er að aðaltakmarkið og í lokin býður félagið upp á léttar veitingar af grillinu. Mæting er kl 18. og þátttakan kostar ekki krónu. Sjáumst.