Greinasafn fyrir flokkinn: Events

The events calendar

Kári kom sá og sigraði … enn og aftur

Já, sigurinn hjá Kára var aldrei í hættu í dag. Hann sýndi glæsilegan akstur og rúllaði báðum umferðum upp með glæsibrag. Ingvi Björn var reyndar aldrei langt undan en hann var sá eini sem náði eitthvað að halda í við Kára. Hann keppir reyndar í ECC2 flokki á minna hjóli þannig að samkeppnin var kannski minni en ætla mátti.

Keppnin tókst mjög vel í dag þó keppendur hefðu mátt vera fleiri en rúmlega 60 manns tóku þátt. Veðrið var frábært hreinlega, logn og sól í allan dag. Brautin var enduro, þúfur og brölt allan tímann og litlar eða engar pásur. Víða komu holur og djúp för sem gátu breytt stöðu manna mjög hratt.

Í 40+ flokki voru að þessu sinni skráðir þrír heiðursmenn eldri en fimmtugt og fengu þeir sérstök 50+ heiðursverðlaun enda mennirnir að sýna okkur sem yngri eru frábært fordæmi með því að taka þátt. Þeir röðuðu sér svona í sæti:
1. sæti 50+ Jón H. Magnússon Ólafur Gröndal
2. sæti 50+ Ólafur Gröndal
3. sæti 50+ Elvar Kristinsson

Að síðustu viljum við þakka öllum sem tóku þátt og lögðu hönd á plóg við brautarlagningu, undirbúning og keppnishaldið í dag sem og öllum sem komu og fylgdust með – bestu þakkir fyrir stórskemmtilegan dag. Með þessari keppni lýkur keppnisdagatalinu 2012 og við í Vélhjólaíþróttaklúbbnum þökkum kærlega fyrir líflegt og skemmtilegt sumar.

Helstu úrslit dagsins voru sem hér segir:  Lesa áfram Kári kom sá og sigraði … enn og aftur

Íslandsmótinu í motocrossi lokið

6. og síðasta umferð í Íslandsmeistaramótinu í motocrossi fór fram í dag í Bolaöldu. Aldrei þessu vant þurfti ekki að vökva brautina en náttúruöflin sáu alfarið um það. Viktor Guðbergsson kom sá og sigraði en Sölvi Borgar var þó aldrei langt undan. VÍK þakkar öllum keppendum, áhorfendum og öllum sem hjálpuðu til fyrir daginn. Takk fyrir okkur.

Úrslitin urðu eftirfarandi:

MX Open

  1. Viktor Guðbergsson  (Íslandsmeistari)
  2. Sölvi Borgar Sveinsson
  3. Ingvi Björn Birgisson

Lesa áfram Íslandsmótinu í motocrossi lokið

Dagskráin fyrir bikarmótið á morgun – hægt að skrá sig á staðnum í fyrramálið

Hér er dagskráin fyrir morgundaginn.  Mæting er klukkan 09:00 og skoðun 09:30.  Tímataka og æfing byrjar klukkan 10:00.  Ef þú gleymdir eða fyrir einhverjar sakir gast ekki skráð þig til keppni, að þá áttu ennþá möguleika á að vera með.  Nóg að mæta á morgun með hjól, góða skapið, aur og tímasendi, ef þú ert ekki að fara taka þátt í C-flokk, því hægt verður að skrá sig á staðnum á milli kl.09:00 og 09:30.  Sem sagt, ökumenn sem hafa áhuga hafa hálftíma til að ganga frá skráningu í keppnina.  Ítreka að við áskiljum okkur rétt til að hnika til dagskránni eftir þörfum.

Frábær spá fyrir bikarmótið á laugardaginn – SKRÁNING LOKAR KL.21 Í KVÖLD

Það er vægast sagt hriklega flott spá fyrir síðustu umferð Suzuki bikarmótsins sem fer fram í MotoMos á laugardaginn.  Spáð er glampandi sól, ekki ský á himni og því glampandi sól.  Já, veðurguðinn ætlar að skarta sínu besta á keppnisdag.  Verið er að taka brautina hressilega í gegn og lofar Balli, Snorri og þeir sem eru að vinna á ýtunni að hún muni líta hrikalega vel út.  Skráning hefur farið ágætlega af stað og nú þegar eru nokkrir komnir í C-flokk sem sést ekki á vef MSÍ þar sem það er skráð með því að senda póst beint á MotoMos.  SKRÁNING LOKAR KL.21 Í KVÖLD Á VEF MSÍ en besta uppskriftin af eðal laugardegi er að keppa á laugardaginn í bikartmótinu og fara svo á menningarnóttina í bænum.  Gerist ekki betra.  Koma svo, skrá sig og hafa gaman af þessu og gera laugardaginn eftirminnilegann með þátttöku. Lesa áfram Frábær spá fyrir bikarmótið á laugardaginn – SKRÁNING LOKAR KL.21 Í KVÖLD

Skráning nýliða í Suzuki bikarmótaröðinni á laugardaginn

Ert þú áhugamaður um motocross og hefur aldrei tekið þátt í keppni en langar að prófa?  Þá er Suzuki bikarmótaröðin rétti vettvangurinn fyrir þig.  Allt sem þú þarft að gera er að senda tölvupóst á netfangið motomos@internet.is með upplýsingar um nafn, síma, hjólategund og kennitölu og þú getur orðið þátttakandi í bikarmótinu.  Þátttökugjald er 3.000 kr. og þarf að leggja það inn á reikning MotoMos beint og er reikningsnúmer: 0315-13-301354, kennitala: 511202-3530 og senda svo kvittun á sama netfang.  Sá sem skráir sig í nýliðaflokkinn þarf ekki að leigja sendir heldur er þetta hugsað fyrst og fremst fyrir þá sem langar að fá tilfinninguna fyrir því hvernig er að keppa í motocrossi.  Ræst er eins og í venjulegri motocrosskeppni og aka ökumenn tvö moto samtals 10 mínutur + 2 hringir.  Notast er við talningu og eru ökumenn því taldir í stað þess að nota tímasenda.  Þetta er frábær leið til að kynnast sportinu og hvernig það er að keppa í motocrossi.  Tekið skal fram að öll hjól í keppninni þurfa að vera skráð, þ.e. á númerum og tryggð.  Það á við allar keppendur, ekki bara nýliða.

Skilyrði fyrir þáttöku í þessum flokk er að hafa ekki tekið þátt í íslandsmóti í MX Open eða MX2 áður.  Hjólastærð er 125cc tvígengis eða stærra

 

Frábær keppni á Akureyri – úrslit og tímar komnir á MyLaps.com

KKA hélt í dag 5. umferð Íslandsmótsins í motocrossi með glæsibrag á frábæru svæði sínu ofan við Akureyri. Öll aðstaða, veður og braut voru nánast eins og best varð á kosið ef frá er talinn frískur vindur sem gerði annað slagið vart við sig. Keppnin gekk einnig vel fyrir sig, lítið sem ekkert um óhöpp og flott stemning. Öll úrslit og tímar eru komnir á MSÍ síðuna hér: http://msisport.is/pages/urslitogstada/ Helstu úrslit urðu sem hér segir: Lesa áfram Frábær keppni á Akureyri – úrslit og tímar komnir á MyLaps.com