Já, sigurinn hjá Kára var aldrei í hættu í dag. Hann sýndi glæsilegan akstur og rúllaði báðum umferðum upp með glæsibrag. Ingvi Björn var reyndar aldrei langt undan en hann var sá eini sem náði eitthvað að halda í við Kára. Hann keppir reyndar í ECC2 flokki á minna hjóli þannig að samkeppnin var kannski minni en ætla mátti.
Keppnin tókst mjög vel í dag þó keppendur hefðu mátt vera fleiri en rúmlega 60 manns tóku þátt. Veðrið var frábært hreinlega, logn og sól í allan dag. Brautin var enduro, þúfur og brölt allan tímann og litlar eða engar pásur. Víða komu holur og djúp för sem gátu breytt stöðu manna mjög hratt.
Í 40+ flokki voru að þessu sinni skráðir þrír heiðursmenn eldri en fimmtugt og fengu þeir sérstök 50+ heiðursverðlaun enda mennirnir að sýna okkur sem yngri eru frábært fordæmi með því að taka þátt. Þeir röðuðu sér svona í sæti:
1. sæti 50+ Jón H. Magnússon Ólafur Gröndal
2. sæti 50+ Ólafur Gröndal
3. sæti 50+ Elvar Kristinsson
Að síðustu viljum við þakka öllum sem tóku þátt og lögðu hönd á plóg við brautarlagningu, undirbúning og keppnishaldið í dag sem og öllum sem komu og fylgdust með – bestu þakkir fyrir stórskemmtilegan dag. Með þessari keppni lýkur keppnisdagatalinu 2012 og við í Vélhjólaíþróttaklúbbnum þökkum kærlega fyrir líflegt og skemmtilegt sumar.
Helstu úrslit dagsins voru sem hér segir: Lesa áfram Kári kom sá og sigraði … enn og aftur