Það kom berlega í ljós smá annmarkar á dagskránni sem keyrt var eftir í fyrstu umferðinni í Suzuki bikarmótaröðinni og nú hefur það vonandi verið lagað. Helstu breytingarnar eru að „Nýliðar/búðingar“ fá líka tímatöku/upphitun í brautinni og eru þeir fyrstir á dagskrá. Dagskráin lengist lítillega en hún gerði það hvort sem er þar sem þess þurfti við á Selfossi. Hér er svo dagskráin sjálf. Lesa áfram Breytt dagskrá fyrir Suzuki bikarmótið á morgun
Greinasafn fyrir flokkinn: Events
The events calendar
Keppendalistinn á Klaustri
Ágætu keppendur.
Hér er listinn fyrir Klaustur eins og við höfum náð að skrúfa hann saman. Það hefur gengið töluvert á hvað varðar allra handa breytingar fram að þessu og algjörlega líklegt að eitthvað hafi skolast til.
Margir hafa látið fylgja góðar upplýsingar um meðkeppndur, allt of margir treysta á djúpt innsæi skráningardeildar og jafnvel hugsanalestur. Endilega farið nú yfir þennan lista sem fyrst og ef einhverjar athugasemdir eru, þá senda strax auðskiljanlegar leiðréttigar á skráning@msisport.is
Setjið í subject póstsins: Klausturlisti svo pósturinn skili sér í réttar hendur.
Endilega notið fullt nafn á öllum aðilum og helst kennitölu. Engar langlokur um stöðuna – bara koma sér beint að efninu. Hver er hættur við, Hver flyst hvert o.s.frv. – og láta endilega fylgja hvernig endanlegt lið á að líta út.
Það er voðalega erfitt að átta sig á hver ætlar að gera hvað, þegar menn skrifa t.d.:
„Hæ! Ég er skráður með Didda í TVÍ en, Guddi er í mauki og er hættur við, svo að Silli sem ætlaði að keppa með Gunna pabba sínum, og er að fara til útlanda, tekur hans pláss en svo bætist Doddi í liðið (hann var skráður með Sjonna í fyrra!!) og þá erum við að spá í að vera bara í ÞRÍ. Nema sko einn fari í JÁRN, þá verður það bara ég og mamma í AFKVÆMA – OK?“ 😉Kv. Skráningardeild VÍK
Dagskrá fyrir Suzuki bikarmótið sem gildir í sumar
Skráningarfrestur í fyrsta mótið af þremur í Suzuki bikarmótaröðinni rennur út kl.21 í kvöld…
Skráningarfrestur í fyrsta mótið af þremur í Suzuki bikarmótaröðinni rennur út í kvöld kl.21:00, eftir það verður ekki hægt að skrá sig. Keppnin fer fram á fimmtudaginn 17 maí, sem er almennur frídagur, ef fólk skyldi ekki vita það. Skráning er á vef MSÍ, www.msisport.is, fyrir utan þá sem ætla að skrá sig í nýliðaflokk en þá er nóg að senda póst á netfangið motocrossumfs@gmail.com. Nú eru um þrettán keppendur skráðir og ég hreinlega neita að trúa því að þátttakan verði ekki meiri loksins þegar sett er á laggirnar alvöru bikarmótaröð. Búið er að gera miklar breytingar á brautinni og taka út kafla undir startið sem snýr nú vestur plús að búið er að setja upp ráshlið af dýrari gerðinni, ekki ósvipuð og upp í Bolaöldu fyrir utan að startið er í mold en ekki steypu. Einnig hefur brautin verið lengd nokkuð sem er breyting frá því sem var. Það er fín spá fyrir fimmtudaginn nánast blankalogn og eru hitatölur á uppleið en spáin hljóðar upp á ca 8°C. KOMA SVO!
Skráning hafin í fyrstu umferð Suzuki bikarmótaraðarinnar sem hefst á Selfossi
Búið er að opna á vef MSÍ fyrir skráningu í fyrsta mótið af þremur í bikarmótaröð Suzuki en fyrsta mótið fer núna fram í töluvert breyttri braut þeirra á Selfossi, en búið er að lengja hana töluvert ásamt að búið er að setja upp starthlið. Þátttökugjald er 5.000 kr. og þurfa hjól að vera tryggð og á númerum til að geta tekið þátt. Almennar keppnisreglur MSÍ gilda í þessari keppni og ef þú átt ekki tímamælir, að þá er hægt að leigja hann hjá Nitró. Boðið er upp á „Nýliðaflokk“ og er það flokkur fyrir þátttakendur sem aldrei hafa keppt í Íslandsmeistaramóti en vilja prófa að keppa til að fá tilfinningu fyrir því hvernig það er. Hægt er að skrá sig í þann flokk með að senda póst í netfangið motocrossumfs@gmail.com. Koma þarf fram nafn, kennitala og hjólastærð og þú ættir að fá svar um hæl yfir reikningsupplýsingar til að greiða þátttökugjaldið en þátttökugjaldið er það sama. Þeir keppendur sem skrá sig í nýliðaflokk þurfa ekki að leigja sér senda þar sem talið verður í stað þess að nota senda MSÍ enda er tilgangurinn með þessum flokki fyrst og fremst að veita þeim sem hafa ekki keppt áður tækifæri á að taka þátt í svona viðburði.
Það þarf vart að taka það fram að þetta er ein besta æfing sem væntanlegir keppendur í Íslandsmeistaramótinu geta fengið því Selfoss er á keppnidagatali MSÍ í ár, fyrir utan að aðalverðlaunin eru glæsileg í „Pro“ flokknum. Einnig verða góð aukaverðlaun í boði. Ungmennafélagið ætlar að gefa þrú árskort í brautina og verður dregið úr nöfnum þeirra sem eru þátttakendur í bikarmótinu. Veðurspáin fyrir fimmutdaginn 17 maí, sem er almennur frídagur, er hreint út sagt ágæt þó svo að við hefðum hugsanlega viljað sjá hitastigið lítið eitt hærra. En gert er ráð fyrir að það verði léttskýjað, blankalogn og sex stiga hita.
Ný bikarmótaröð að hefjast og ber hún nafnið Suzuki bikarmótaröðin – Glæsileg verðlaun í boði
Sett hefur verið á laggirnar ný bikarmótaröð í samvinnu við Suzuki umboðið á Íslandi sem verður í formi stigakeppni. Keppt verður í þriggja móta röð og eru glæsileg aðalverðlaun í boði og má þar fyrst og fremst nefna keppnisstyrkur frá Suzuki fyrir allt árið 2013 ásamt því að veitt verða verðlaun í öllum mótunum frá Suzuki. Til þess að eiga möguleika á þessum glæsilega aðalvinning þarf viðkomandi að vera efstur að stigum í Pro flokki í lok sumars. Suzuki blæs til þessara mótaraðar í samvinnu við þrjá klúbba og eru það VÍFA upp á Akranesi, UMFS á Selfossi og MotoMos í Mosfellsbæ. Fyrsta keppnin mun fara fram á Selfossi þann 17 maí næstkomandi og er verið að undirbúa opnun á skráningu á vef MSÍ. Öll skráning mun fara í gegnum vef MSÍ, www.msisport.is, og þurfa keppendur að eiga senda til að geta tekið þátt þó með einni undantekningu. Boðið verður upp á „Nýliðaflokk“ þar sem aðilar geta komið sem svo sannarlega hafa ekki keppt áður og fengið að taka þátt í því skyni að kynnast því hvernig er að keppa. Fyrir viðkomandi er nóg að senda póst á eitt ákveðið netfnag og verður netfangið auglýst síðar. Þessi flokkur verður ekki keyrður ef þátttaka verður undir tíu keppendur í hverri keppni en þetta er liður Suzuki og klúbbana í að reyna að fá nýliða til að prófa að keppa. Lágmarksstærð hjóla í „Nýliðaflokkinn“ er 125cc tvígengis eða stærri og er keyrt í 2 x 10 mínútur plús tveir hringir. Í stað þess að nota tímamæla í þessum flokki að þá verður talið. Af öðrum flokkum er að frétta að keppt verður í MX kvenna ásamt 85cc og svo Pro flokk sem mun skiptast í A og B flokk.