Greinasafn fyrir flokkinn: Events

The events calendar

Vetrarskemmtikeppni á laugardaginn!

Ótrúlegt en satt þetta eru aðstæður í Bolaöldubraut 18.11.11

Já gott fólk, hér er nánast sumarblíða alla daga og allar brautir í toppstandi. Við ætlum því að prófa að blása til skemmtikeppni á laugardaginn í Bolaöldu. Fyrirvarinn er auðvitað enginn en hvað með það – notum tækifærið þegar veðrið er svona bjánalega gott!

Keppt verður bæði motokrossi og stuttu liðaenduroi og yngstu krakkarnir fá líka sérkeppni fyrir sig.

Krakkakross kl. 11
Allir ökumenn framtíðarinnar eru sérstaklega boðnir velkomnir. Skyldumæting fyrir alla sem hafa verið á æfingunum hjá Helga, Aroni og Gulla og alla aðra sem eru á 50, 65 og að byrja á 85cc hjólum. Keyrt verður í 85 brautinni og foreldrar hjálpa til við að gæta fyllsta öryggis.

Síðan verður keppt í bæði motokrossi og stuttu liðaenduroi.Við byrjum á motokrossinu og verðum með tvo flokka:
A (vanir keyrarar úr mx-open, mx2, 40+, unglinga og jafnvel hraðir 85cc) keyra 2×15 mínútur
B (85cc, kvenna, byrjendir og aðrir sem vilja bara taka því rólega) keyra 2×10 mínútur. Í enduroinu ætlum við svo að raða saman A og B ökumönnunum í tveggja manna lið og keyra léttan endurohring í klukkutíma. Hægt er að keppa í bæði motokrossi og enduro eða öðru hvoru.

4000 kr. keppnisgjald fyrir stóru hjólin bæði fyrir motokross og enduro og 1000 kr. fyrir krakkana. Skráning er opin HÉR!!! Drífa sig að skrá sig svo við vitum hvort einhverjir mæti 🙂 ATH. tímatökusendar verða notaðir í motocrossið, þeir sem þurf að leigja sendi geta gert það í Nítró fyrir kl. 18 á föstudag. Sértilboð er á leiguverðinu fyrir þessa keppni aðeins kr. 2.000,-

Lausleg dagskrá:
Mæting kl. 1o
Krakkakrosskeppni kl 11 – flott verðlaun fyrir alla!
Motokross kl. 12
Enduro ca kl. 13.30 – hjálp óskast á laugardagsmorguninn að setja upp endurokrossþrautir á æfingasvæðinu!

Tjáið ykkur í kommentum og búum til smá stemningu! Þeir sem vilja hjálpa til eru meira en velkomnir 🙂

Frábær endurokrosskeppni í Sólbrekku – úrslit

Jói Kef, Gylfi og félagar stóðu fyrir frábærri endurokrosskeppni í Sólbrekku í gær. Tæplega 30 manns skráðu sig til keppni og þeir hefðu alveg mátt vera fleiri. Veðrið klikkaði ekki, brautin var stórskemmtileg – motokross, þúfur, grjót, brölt, fljúgandi dekk, vörubretti, steypuklumpar og alles. Snilldarbraut sem sýndi að það er vel hægt að keppa í enduro í Sólbrekku.

Daði Skaði rúllaði upp einmenningskeppninni og heimadrengurinn Jói Kef ásamt Bjarka #670 unnu tvímenninginn eftir hörkukeppni við Jonna og Stebba, baðvörð. Bestu þakkir fyrir flotta keppni!

Nánari úrslit hér: Lesa áfram Frábær endurokrosskeppni í Sólbrekku – úrslit

Bikarkeppnin um helgina – samantekt

Bikarkeppnin um helgina tókst með mestu ágætum og það eina sem hefði mátt vera betra var veðrið.

Viktor #84 á nýja stepdown pallinum í Bolaöldu

Eftir langvarandi sól og blíðu tók hávaðarok og kuldi á móti keppendum á sunnudagsmorguninn. Um 40 manns voru skráðir til keppni í öllum flokkum en sumir voru ansi fámennir þó. Brautin var í mjög góðu standi eftir lagfæringar vikunnar og eins hafði rignt hressilega á föstudagskvöldið þannig að góður raki sat í brautinni Keppnin var keyrð í tveimur hópum: MX-Open, MX2 og Unglingaflokkur saman og Kvennaflokkur, 85, B og 40+ keyrðu saman, tvo moto hvor hópur.  Tæknilegir örðugleikar (byrjendamistök) seinkuðu birtingu á úrslitum en þau eru komin inn núna á Mylaps.com hér

Lesa áfram Bikarkeppnin um helgina – samantekt

Bolaöldubraut opin til 15 á laugardag vegna bikarkeppni

Við minnum á bikarkeppnina í Bolaöldu á sunnudaginn. Brautin verður opin í dag og á laugardag fram til kl. 15. Eftir það verður hún lokuð til að hægt verði að laga hana fyrir bikarkeppnina. Enduroslóðarnir verða opnir eins og vanalega.

Koma svo og skrá sig í keppnina á sunnudaginn hér!

ÞAR SEM TÍMAVÖRÐURINN ER Í SUMARSKAPI ÞÁ SAMÞYKKTI HANN AÐ FRAMLENGJA SKRÁNINGU TIL KL 18:00 Í DAG LAUGARDAG.

Unglingalandsmót UMFÍ um verslunarmannahelgina

Hákon B. Gunnarsson á flugi yfir Akureyri - verður hann á Egilsstöðum? Mynd fengin að láni hjá Sverri greifa - www.motosport.is

Austanmenn vilja minna á að sunnudaginn um verslunarmannahelgina fer fram Unglingalandsmót á Egilsstöðum. Keppt verður í motocrossi eins og síðastliðin ár og er keppnin opin öllum 12-18 ára. Mikil vinna hefur verið lögð í brautargerð á Egilsstöðum og verður gaman að sjá hvernig smíðin hefur tekist. Heimamenn lofa amk frábærri braut og stemningu. Skráningu í keppnina lýkur næstkomandi sunnudag 24. júlí en keppendur þurfa bæði að skrá sig á skráningarsíðu UMFÍ og á vef MSÍ, msisport.is.

Frábær skemmtikeppni!

Veðrið og aðstæður hreinlega léku við menn í Bolaöldu í dag. VÍK og Hjörtur Líklegur stóðu fyrir skemmtikeppni til styrktar Blóðbankanum og keppendum til skemmtunar. 30 manns skráðu sig til keppni og áttu frábæran dag. Dregið var í tveggja manna lið og reynt að jafna hraða liðanna með valinu og öðrum leiðum s.s. armbeygjum í tíma og ótíma. Keppt var á neðra svæðinu í 7,9 km langri braut. Sigurvegarar dagsins með 11 hringi voru Atli Már #669 og Ólafur Einarsson, Árni Gunnar keyrði einn og varð í öðru sæti og Ágúst H og Guðmundur Óli í því þriðja  en allir aðrir keppendur fengu verðlaun frá hinum ýmsu styrktaraðilum. Við þökkum keppendum og styrktaraðilum kærlega fyrir daginn. Nánari úrslit eru hér:

Myndir frá deginum HÉR.

Lesa áfram Frábær skemmtikeppni!