Íslandsmótið í Enduro þolakstri fer fram í Bolöldu á móts við Litlu kaffistofuna á morgun laugardag. Um 100 manns eru skráðir til leiks og tilbúnir að takast á við erfiða brautina þegar ræst verður kl. 11:10.
Greinasafn fyrir flokkinn: Events
The events calendar
Dagskráin fyrir endurocrosskeppnina á morgun
Eitthvað hefur verið á reiki hvaða dagskrá er í gildi á morgun, en hér má sjá hana fyrir neðan og einnig má ná í hana á vef MSÍ með að smella hér. Skoðun hjóla hefst kl.12:00 og æskilegt að keppendur mæti upp úr kl.11:30. Húsið opnar fyrir áhorfendur og aðstandendur kl.12. Ekki óskynsamlegt að taka með sér hlýjan fatnað, aukateppi og heitt kakó er alltaf vinsælt þegar svo kalt er í veðri. Fjölmennum svo öll í Reiðhöllina og sjáum frábæra keppni og nýjan Íslandsmeistara krýndann í fyrsta sinn í endurocrossi. Lesa áfram Dagskráin fyrir endurocrosskeppnina á morgun
Styrktarkeppni fyrir Hjört
Fylgist með fréttasíðunni fyrir nánari fréttir:
Eins og margir vita þá var hjólinu hans Hjartar Líklegs Jónssonar stolið nýverið og hefur ekki enn fundist. Líkur á að hjólið finnist fara því miður minnkandi og því hefur stjórn VÍK ákveðið að halda styrktarkeppni í enduro í Bolaöldu sunnudaginn 11. júlí nk. Allur ágóði af keppninni mun renna í styrk til Hjartar til að endurnýja hjólið nú eða til að lagfæra það ef það finnst að lokum.
Hugmyndin er að halda sannkallaða skemmtikeppni í enduro þar sem allir keppa á jafnréttisgrundvelli, sér og öðrum til skemmtunar og fyrir gott málefni. Hjörtur mun sjá um skipulagið á keppninni og hver veit nema gamla góða hlaupastartið verði endurvakið! Nánara fyrirkomulag verður kynnt síðar en við hvetjum alla til að taka daginn frá og taka þátt.
Kveðja, stjórn VÍK.
Norður-Íshafs trialkeppnin
Nánar auglýst síðar
Stelpuendúróferð
Stelpuenduroferð verður farin næsta sunnudag 13. júní í boði Blue Mountain og Moto. Mæting er kl. 10.00 á bílaplani Olís við Norðlingaholt. Þær sem eru í vandræðum með hjólin (þ.e. hafa ekki kerru) geta haft samband við Teddu í síma 896-1318. Þessi ferð er fyrir allar stelpur, fyrir þær sem eru hraðar en líka fyrir þær sem hafa ekki hjólað nema nokkrum sinnum, það verður nóg af fólki til að aðstoða. Veitingar eru í boði Moto og ekkert gjald er tekið fyrir ferðina, þannig að nú er málið að koma í frábæra ferð með frábærum stelpum.
Endilega sendið á mig línu hér eða á e-mailið tedda@bluemountain.is
Ef einhverjar hafa ekki aðgang að hjóli er hægt að leigja þau hjá BlueMountain og eru þau á tilboði 16.000 fyrir þennan dag.
Hlakka til að sjá sem flestar
kv. Tedda
LEX Games 2010
Rallý
Torfæra
MX með smá Endurócross twist.
Fjórhjólacross
Fjallahjólabrun
BMX Freestyle
Dirt Jump á hjólum
MX Freestyle
Drullupyttur fyrir fjórhjól
Listflugvélar
Trial
Jafnvel eitthvað fleira.
Allt á einum degi, Hefst kl 12.00 endar um 17.00
Hópur komin á Facebook smelltu hér til að fylgjast með.