Greinasafn fyrir flokkinn: Félagsstarf

Ef starf er tengt félagi þá er það félagsstarf

Vinnukvöld á Álfsnesi

Jæja konur og menn motocross nefndin og nokkrir aðrir góðir félagsmenn hafa unnið hörðum höndum við uppbyggingu brautarinnar á Álfsnesi. Nú eru komnir 14 pallar í brautina og beygjur hafa verið lagaðar og endurbættar. Vill motocrossnefndin þakka sérstaklega þeim Viggó (eldri) fyrir ótakmörkuðu greiðvikni til handa mótorhjóla mönnum, einnig viljum við þakka Svenna pípara og Víði Ívarssyni sérstaklega en þeir komu báðir með beltavélar(gröfur) og unnu í brautinni.

En betur má ef duga skal, í kvöld á að moka niður dekk, viljum við fá alla sem vetlingi valda til að mæta. Ætlunin er að hver maður grafi niður 20 dekk. Þeir sem koma verða að koma með skóflu með sér. Mæting er kl. 18.00 í Álfsnesi. Motocrossnefnd

Álfsnes, vinnukvöld

Vinnukvöldið gekk mjög vel. Um 15 manns mættu og ráku niður 200 girðingarstaura og settu band á milli. Veðrið var gott og þetta tók aðeins rúman klukkutíma. Nóg verður að gera á næstunni og vonandi verður mætingin þá enn betri.
Kv.Hákon

Kort af Álfsnesi

Álfsnes

Vinna á Álfsnesi gengur vel og hér er komin teikning af svæðinu. Stefnt er að opnun fyrir mánaðarmót.   Stjórnin

Íþróttamaður ársins

Föstudaginn 17. janúar s.l. var í Vestmannaeyjum valinn íþróttamaður ársins 2002.  Fyrir valinu varð Vigdís Sigurðardóttir handboltakona.  Einnig voru valdir íþróttamenn allra aðildarfélaga að ÍBV Héraðssambandi.Að sjálfsögðu áttum við vélhjólamenn okkar fulltrúa í því vali enda er VÍV (Vélhjólaíþróttafélag Vestmannaeyja) orðið fullgildur aðili þar.  Fyrir valinu hjá vélhjólamönnum varð hinn síungi refur Sigurður Bjarni Richardsson. Siggi hefur keppt í crossinu í mörg ár og ætti fyrir löngu síðan að hafa orðið Íslandsmeistari.  Hann varð 4. í eyjacrossinu sem kom mörgum á óvart og sögðu menn að hann hafi með því sett allt Íslandsmótið í uppnám.  Þó árangurinn í hinum keppnunum hafi ekki verið upp á marga fiska vann hann sér inn nokkur stig til viðbótar og endaði tímabilið með 47 stig sem setti hann í 12. sæti.  Siggi var líka í KTM-Racing liðinu og unnu þeir Íslandsmeistaratitilinn í liðakeppninni.  Má þar helst þakka glæsilegan og öruggan akstur hans á heimavelli þar sem hann Rakaði inn stigum.  Því miður mun það hafa verið hans síðasti rakstur á ferlinum því nú er Siggi kominn á kaf í hestamennskuna, við lítinn fögnuð undirritaðs.  Því eins og flestir vita er hrossakjöt best saltað í tunnu.  En við getum huggað okkur við þá staðreynd að þetta mun vera í fimmta skiptið sem Siggi gefur slíka yfirlýsingu – um að hann sé „Hættur“ í crossinu!  Ég ætla því ekki að gefa upp alla von um að Siggi snúi aftur með glænýtt KTM á pikkanum og fjórar tunnur af söltuðu hrossakjöti.  Með von um gott hjólasumar og glæsilega hjólaframtíð.  Sigurjón Eðvarðsson form. VÍV

X-Moto, Hjóladagur

Eftirfarandi fréttatilkynning var að berast vefnum frá versluninni Moto.

„Jæja þá er stjórnin búinn að skila af sér keppnisdagatalinu fyrir 2003 og er það gott mál. Breytingar eru litlar og ágætt að þetta fari að festast á sömu helgar ársins. Uppi var hugmynd um fyrstu Enduro keppni ársins 10. maí en vegna Alþingiskosninga þann daginn var víst fallið frá honum. Ég skora hinsvegar á hjólamenn og konur að fjölmenna á hjóladag Verslunarinnar MOTO laugardaginn 10. maí. kl:11:00 við Húsmúla. Farinn verður hringur um Hengil svæðið og boðið í grill mitt alles í hádeginu. Gleðilegt keppnis og ferða ár og fulla ferð og engar bremsur. Festið daginn í minnisbókina. X – Moto á kosningadag. Kveðja, Katoom“

Gróska í vefnum

Nýjar vefsíður, síður einstaklinga og liða spretta fram þessa dagana.  Af því nýjasta má nefna Heimasíða vélhjóla og vélsleðamanna á Húsavík Icemoto.tkTeam Galfýr og Team KFC.  Fjölmargir hafa endurbætt vefi sína og má þar nefna Sniglana.
Af netföngum margra má ráða að Mr. Pastrana senior hafi verið einn af þeim fyrstu til að nýta sér 3 daga „Wet Wild Night Live Reykjavik Tour“ ferðirnar sem Icelandair auglýsti í bandarískum fjölmiðlum fyrir um 14 árum.  Flestir þessara ungu hæfileikaríku ökumanna bera „jú“ hans eftirnafn!