Eins og mönnum er kunnugt samþykkti stjórn VÍK nýtt fyrirkomulag á númerakerfi s.l. vor og kemur það nú til framkvæmda. Fyrirkomulagið er ferils-númerakerfi sem er byggt á AMA kerfinu í USA og FIM kerfinu í GP-inu.
|
Ef starf er tengt félagi þá er það félagsstarf
Eins og mönnum er kunnugt samþykkti stjórn VÍK nýtt fyrirkomulag á númerakerfi s.l. vor og kemur það nú til framkvæmda. Fyrirkomulagið er ferils-númerakerfi sem er byggt á AMA kerfinu í USA og FIM kerfinu í GP-inu.
|
Vefnum barst bréf frá Jóni H. Magnússyni í JHM Sport. Þær athugasemdir sem hann setur fram eiga fullt erindi inn á borð hjá VÍK, að mati vefsins. Eftir að hafa lesið yfir bréfið frá Jóni tvisvar, þá kýs vefurinn að birta bréfið, óbreytt, þar sem það á fullt erindi til allra.
„Ég var að velta fyrir mér í sambandi við Íslandsmótin í Mótócross og Enduró hvenær þau munu byrja. Var að skoða síðustu ár og sá að þau hafa byrjað í byrjun Maí, að mínu áliti er það alltof snemmt. Skólar eru ekki búnir, nemendur á fullu í prófum, keppendur ekki komnir í æfingu, frost ekki farið úr jörð, osf. Finnst mér að stjórn eigi að taka tillit til þessara aðstæðna þegar hún útbýr keppnisalmanakið fyrir 2003. Finnst reyndar ágætt að hefja sumarið á Klausturs keppninni, þar fá keppendur upphitun og æfingu fyrir Íslandsmótin. Annað sem mér finnst vera komið út í öfgar en það er blessuð liða keppnin. Menn virðast alveg hafa gleymt því að þetta eru einstaklings keppnir. Það eru einstaklingar á verðlaunapallinum en ekki lið. Auðvitað er gaman að menn skuli stofna lið til að keppa saman í Íslandsmótinu en liðakeppnin á ekki að vera aðalatriðið heldur einstaklingurinn. Þetta stefnir í að verða algjör vitleysa menn æfa í felum hver í sínu horni búa til móral gegn hvor öðrum og hætta jafnvel að tala saman. Þetta var betra þegar menn æfðu saman og lærðu hver af öðrum, spjölluðu saman og höfðu gaman af þessu. Auðvitað er miklu skemmtilegra að sjá pittinn með öllum þessum tjöldum og liðs trukkum en það var áður án þeirra. Þetta á að byggjast upp á að hafa gaman að hlutunum og skemmta sér saman. Kveðja Jón Magg. JHM Sport„
VÍR menn vilja koma því á framfæri að ekki er komið leyfi frá Sýslumanni og Broadstreat brautin því ekki opin. Eftirfarandi grein birtist í Morgunblaðinu og fjallar hún um stofnun VÍR og leyfisveitingu Bæjarráðs Reykjanesbæjar. Leyfi Bæjarráðs gildir til 17 október 2005.
Mál þetta, þ.e. leyfi til aksturs á Broadstreat er búið að hanga í lausu lofti í um 2 ár. Aldrei hefur staðið á bæjaryfirvöldum (landeiganda) en sýslumaður, eða fulltrúi sýslumanns á Reykjanesi virðist eiga erfitt með að veita leyfi af einhverjum ástæðum. Er það synd, þar sem vélhjóla íþróttafélög í öðrum bæjarfélögum hafa aldrei verið í vandræðum eftir að leyfi landeiganda liggur fyrir. Sýslumenn um allt land veita leyfi fyrir akstursíþróttakeppnum, brautum og æfingasvæðum. Í dag er til fjöldinn allur af brautum víðsvegar um landið og ásamt því þá eru haldnar á annan tug motocross, enduro og íscross keppna á ári.
Vefurinn þakkar þeim sýslumönnum sem eru starfandi norðan og austan við 64 01.623N og 022 06.692W. Án þeirra, þá væri þessi íþrótt stunduð í bakgörðum íbúa en ekki á afmörkuðum, til þess gerðum brautum.
Vefurinn er ekki lögfróður en kemst ekki hjá því að sjá smá skynsemi í að smala hjólunum úr fjöllunum og inn á afmarkaðan sandkassa.
GM
Yfir 40 manns voru mættir í gærkvöldi á Champions til að horfa á supercrossið. Myndaðist hörku stemming og skemmtu menn sér vel.
Dúndur þáttaka er í Minneapolis ferðinni á SuperCrossið 15. febrúar. Rúmlega 40 manns eru búnir að staðfesta og er enn smá möguleiki að bæta við sætum. Farið er út 13. feb. á fimmtudegi og flogið heim 17. feb. á mánudagskvöldi og lent í Keflavík á þriðjudagsmorgunn. Keppnin fer fram 15. feb. og opnar Metrodome höllin kl. 12:30 fyrir æfingar en „showið“ er frá kl. 19:00 til 22:15. Hópur manna er frá Ólafsvík og ætla þeir á NBA körfuboltaleik á föstudags eða sunnudagskvöldið. Allir aðal gaurarnir frá Selfossi eru búnir að skrá sig ásamt fjölda góðra manna og kvenna.
Ef þið ætlið ekki að missa af þessu er möguleiki til mánudagsins 13. jan. að staðfesta í ferðina. Allar nánari upplýsingar hjá Versluninni MOTO / Kalla S:586-2800 og 893-2098
28 manns er skráðir í 4 daga ævintýraferð á SuperCross sem fram fer í Minneapolis 15. febrúar. Hópurinn fer utan á fimmtudeginum 13. feb. kl. 16:50 og gistir í miðbæ Minneapolis á Millenium Hótelinu. Keppnin fer fram á laugardagskvöld 15. feb. og hefst kl: 19:00 og stendur til 22:15 einnig er möguleiki til að fylgjast með æfingum á laugardeginum frá kl: 13:00 Keppnin er haldin í Metrodome höllinni sem er rétt hjá hótelinu og má reikna með u.þ.b. 70.000 manns. Íslendingahópurinn flýgur svo heim á mánudeginum 17. feb. kl. 18:55 og lendir í Keflavík að morgni 18. feb. Enn er smá möguleiki að bætast í hópinn en verðið er 56.160,- á mann miðað við tvo í herbergi. Innifalið er flug + flugvallarskattar og hótel í 4 nætur. $35 kostar svo á keppnina. Nánari upplýsingar hjá Versluninni MOTO / Kalla í síma 586-2800 og 893-2098