Á frumsýningarhátíð Bílabúðar Benna á Cannondale síðastliðinn mánuð lýsti Siv Friðleifsdóttir ráðherra yfir fullum stuðningi við okkur torfæruökumenn í baráttunni fyrir úthlutuðu æfingasvæði.
Vefurinn hefur orðið þess áskynja eftir áreiðanlegum heimildum að hún hafi ekki bara verið að blása í götótta blöðru. Hefur hún talað máli okkar við hina ýmsu stjórnmálamenn / bæjarfulltrúa og með sama áframhaldi mun framganga hennar vera okkur ómetanleg.
Út frá, þó ekki væri nema umhverfissjónarmiðum, þá munu lömbin koma sjálfviljug af fjöllum og inn á lokað, viðurkennt æfingasvæði.
Greinasafn fyrir flokkinn: Félagsstarf
Ef starf er tengt félagi þá er það félagsstarf
Áramótafundur AíH
Áramótafundur AÍH verður frá kl. 12 til 15 á gamlársdag. Verður fundurinn haldinn í skála Hafnarfjarðabæjar við Hvaleyrarvatn. Heitt kaffi verður á könnunni en mælst er til þess að menn komi með sitt eigið öl. Þeir sem hefja daginn snemma á hjólatúr munu geta lagt hjólunum beint fyrir utan skálann.
Cannondale frumsýning á laugardagskvöld
Bílabúð Benna kynnir í fyrsta sinn á Íslandi amerísku torfæruhjólin frá Cannondale, í húsakynnum sínum að Vagnhöfða 23. Lokuð frumsýningarveisla verður haldin laugardagskvöldið 14. desember. Öllum meðlimum VÍK, AÍH, VÍV, MÁ, VÍR, KKA, VÍS, MSÍ og Sniglum er boðið í veisluna. 2003 árgerðin af Cannondale verður afhjúpuð ásamt óvæntum uppákomum og níðþungum veitingum. Sá/sú sem sviptir hulunni af fyrstu Cannondale hjólunum er án nokkurs efa ein áhrifamesta bifhjólamanneskja okkar tíma. John Harriman sérfræðingur frá Cannondale verður á staðnum og svarar tæknilegum spurningum um hjólin. Von er á fjölda gesta og mikilli gleði. Veislan hefst kl. 18.00 og fyrstu 100 gestirnir eiga von á óvæntri jólagjöf frá Bílabúð Benna…!!! F.h. Team Cannondale, Bjarni Bærings.
Hrein ánægja
Það er alltaf gaman að rekast á nýja íslenska mótorhjólasíðu. Ánægjan margfaldast hinsvegar þegar síðan er eins skemmtileg og vel framsett og síðan hjá Guðmundi Péturssyni. Vefsíðan hjá honum snýst að vísu um miklu meira en mótorhjól en til að komast beint þangað skal veljawww.simnet.is/gudmundurp/hjol.html en vilji menn skoða síðuna frá upphafi þá er linkurinnwww.simnet.is/gudmundurp
Framtíð akstursíþrótta
Á vef ÍSÍ þann 15 nóvember síðastliðinni birtist neðangreind grein á forsíðunni.
„Tillaga að framtíðarfyrirkomulagi akstursíþrótta
Á framkvæmdastjórnarfundi ÍSÍ í gær var rætt um ósk nokkurra akstursíþróttafélaga, sem eru nú þegar innan íþróttahreyfingarinnar, um að akstursíþróttir og skipulag akstursíþróttakeppna verði alfarið og eingöngu innan vébanda ÍSÍ og samkvæmt lögum og reglum íþróttahreyfingarinnar. Í hugmyndum félaganna kemur jafnframt fram að eðlilegt sé að ÍSÍ stofni sérstakt sérsamband – Akstursíþróttasamband Íslands og að lýðræðislega kjörin stjórn hins nýja sérsambands muni í samráði við fulltrúa Dómsmálaráðuneytisins gera tillögur að nýrri reglugerð um akstursíþróttir. Dómsmálaráðherra skipaði nefnd fyrir all nokkru síðan til að fjalla um endurskoðun á reglugerð um akstursíþróttir og aksturskeppni. Nefndin hefur ekki komið saman í nokkuð langan tíma og telja félögin að hún muni ekki skila áliti sem getur talist ásættanlegt. Á fundi framkvæmdastjórnar í gær var ákveðið að fylgjast með þróun mála og knýja á um niðurstöður í ráðherranefndinni. Í framhaldinu mun stjórn ÍSÍ taka málið upp aftur.“
Troðfullur salur
Ekki voru til sæti fyrir alla sem mættu á félagsfund AÍH. Mættir voru um 40 manns. Sýnt var 14 mínútna íscross vídeó-hristingur sem Ingvar Örn Karlsson hafði klippt saman. Heimir Barðasson hélt síðan fyrirlestur um ísdekk, búnað og ísakstur. Þorgeir Ólason, Jón H Magnússon, Reynir Jónsson og fleiri tóku virkan þátt í þessum fyrirlestri og lögðu til ýmsar upplýsingar. Eftir stutt kaffihlé renndi Aron Reynisson yfir íscross keppnisreglurnar og væntanlegt fyrirkomulag á íslandsmótinu í íscrossi. Vélhjóladeild AÍH (áður VÍH) mun beita sér fyrir því að halda íslandsmótið í ár. Sköpuðust lifandi umræður um reglurnar og fyrirkomulagið. Til stóð að Verslunin Moto mundi vera með kynningu á einhverjum vörum en annaðhvort gleymdi Karl Gunnlaugsson þessu eða hann mætti of seint og komst ekki inn í húsið. Jón H. Magnússon frá JHM Sport setti því lokapunktinn á félagsfundinn með stuttum fyrirlestri.