Vélhjóladeild AÍH (Akstursíþróttafélags Hafnarfjarðar) heldur sinn annan félagsfund næstkomandi þriðjudag. Stjórn AÍH hefur ákveðið að hafa þessa fundir mánaðarlega í allan vetur.
Efni fundarins verður;
– Íslandsmótið í íscrossi.
– Keppnisreglur í íscrossi.
– Kynning og kennsla á; íscross dekkjum, stillingum, breytingum og aukahlutum tengdum íscrossi í boði Heimis Barðassonar og Þorgeirs Ólasonar.
– Vörukynning frá Versluninni Moto.
– Íslenskt íscross vídeóefni.
Félagsfundurinn verður á „nýja“ Bókasafni Hafnarfjarðar (við hliðina á Súfistanum) og hefst hann stundvíslega klukkan 20. Húsinu verður læst klukkan 20 og þeir sem koma einni mínútu of seint munu ekki komast inn. Fundinum lýkur kl. 22.
Allir eru velkomnir.
Greinasafn fyrir flokkinn: Félagsstarf
Ef starf er tengt félagi þá er það félagsstarf
Stofnfundur VÍR
Viljum við þakka sýndan stuðning og góða mætingu á stofnfundinn, um 20 manns mættu og fengum við digga aðstoð góðra manna við stofnun félagsins sem við þökkum kærlega fyrir, þetta eru þeir heiðursmenn, Aron Reynisson form. A.Í.H. og Hákon O.Ásgeirsson form. V.Í.K. Sérstakar þakkir fær Aron Reynis, fyrir diggan stuðning og öflun gagna til stofnunar félagsins. Einnig viljum við þakka Ómari jónssyni, faðir Arons Pastrana, diggan stuðning með fundarhaldið.
Beztu þakkir til allra sem studdu okkur við stofnun þessa félags. Stjórn V.Í.R. Lesa áfram Stofnfundur VÍR
Stofnfundur VÍS
Stofnfundur VÍS verður haldinn að öllu óbreyttu á miðvikudagskvöldið 20.11.2002 kl 20:00 í Laugardalnum, húsnæði ÍSÍ.
CLX verða í mat
CLX (=160) árshátíðargestir verða í mat á árshátíð VÍK. Húsið opnar klukkan 19:00. Fyrir þá sem vilja endilega missa af meiriháttar mat og klikkuðum skemmtiatriðum þá verður ekki byrjað að selja inn á ballið fyrr en klukkan 23:00.
Stofnfundur VÍS
Í næstu viku mun verða haldinn stofnfundur Vélhjóla íþróttafélags Suðurnesja. Fundarstaður liggur ekki alveg fyrir, en stefnt er að miðvikudagskvöldinu 20. nóvember. Vefurinn leggur áherslu á að „Broadstreet“ er eitt af betri hjólasvæðum sem völ er á. Í rigningu verður brautin ekki eitt drullusvað og því nothæf, svo gott sem allan ársins hring. Vefurinn hvetur því alla til, að taka frá lítinn hluta af þessu miðvikudagskvöldi, til að standa með Suðurnesjabúum og aðstoða þá við að stofna sitt félag.
Tilkynning frá ÍSÍ um tryggingamál
ÍSÍ sendi um daginn frá sér upplýsingar um breytingar á tryggingamálum er varða aðildarfélög þess, þ.á.m. VÍK. Þar sem VÍK er aðildarfélag ÍSÍ njóta félagsmenn þess, meðan á æfingum stendur – til undirbúnings eða vegna keppni í íþróttagreininni – eru ELDRI en 16 ára og undir leiðsögn þjálfara – sem áhugamenn (án launa) og EKKI sérstök æfing fyrir 30 ára og eldri („Old boys“ æfingar) – þeirra slysatrygginga sem kveðið er á um í lögum. Tryggingarnar taka þátt í læknis- og sjúkraþjálfunarkostnaði ásamt tekjumissi ef veikindi valda a.m.k. 10 daga vinnutapi. Ríkissjóður úthlutar ákveðnu fjármagni til bóta ár hvert sem ÍSÍ greiðir úr, svo langt sem það dugar út árið.
Allir hjólamenn eru eindregið hvattir til að lesa þessa tilkynningu – spjaldanna á milli. Stjórn VÍK
Bls1
Bls2,
Bls3,
Bls4