Greinasafn fyrir flokkinn: Félagsstarf

Ef starf er tengt félagi þá er það félagsstarf

Stjórnarfundur VÍH

Þar sem félagshluti VÍH er ekki orðinn tilbúinn á vefsíðunni, birtist fundargerð síðasta stjórnarfundar hér, í ljósi þess að fyrsta keppni til Íslandsmeistara í íscrossi verður haldin um næstu helgi.  Sjá fundargerð.

Stjórnarfundur hjá VÍK í Miðdal

Stjórn Vélhjólaíþróttaklúbbsins hélt fund laugardaginn 19. janúar til þess að leggja línurnar fyrir komandi ár.  Þeir em hafa áhuga á að kynna sér það sem fram fór á fundinum er bent á að lesa fundargerðina hér.

Frá stjórn VÍK

Umhverfis og Skipulagsdeild hefur afgreitt umsókn V.Í.K um framtíðarsvæði.
Frétt þess efnis var birt í blaði allra landsmanna þriðjudaginn 15.janúar
Þeir gefa „JÁ“ á bráðabirgðarsvæði en tilgreina ekki til hve langs tíma.  Þetta er náttúrulega ekki það sem við vorum að sækja um (enn eitt bráðabirgðasvæðið !) En samt sem áður vilyrði um aðstöðu, og þannig hægt að semja til langs tíma.
næst fer málið til Skipulags-og Byggingarnefndar 23 janúar. Við erum því  að mjakast í rétta átt.
Hér að neðan er bréf frá Þórólfi Jónssyni sem fór með málið fyrir okkar hönd.
————————–
Sæll, Heimir
Ég er ekki kominn með afgreiðsluna í hendur en efnislega er hún þannig nefndin samþykkir fyrir sitt leyti bráðabirgðaleyfi en unnið verði að „draumalausninni“ það er eitt svæði td í Hafnarfirði.  Næst fer málið í skipulags- og byggingarnefnd þar sem Björn undirbýr málið.
kveðja, Þórólfur
—————————
Sæll Þórólfur,
Áð sjálfssögðu fögnum við öllum áföngum í máli okkar. En bráðabirgðarsvæði er ekki það sem við erum að sækja um.  Við höfum þegar fengið bráðabirgðarleyfi, og þau í fjórtán skipti.  Bráðabirgðarsvæði er engin lausn á okkar málum.
Það er helst fyrir „stjörnufræðinga“ og völvur“ að sega til um hvenær „draumalausnin“ verður að veruleika. 1ár? 10 ár ?  Þó að verið sé að vinna í málum í öðrum sveitarfélögum, er okkar lögheimili og varnarþing í Reykjavík.  Þar ætti því að klára okkar mál.  Ég vil taka það fram að ég er að gagnrýna nefndina, en ekki þig, Þórólfur.  Auðvitað tökum við bráðabirgðarleyfi ef ekkert annað býðst Þórólfur, en það er eins og að setja fimmtánda plásturinn á litlaputta, þegar meinið er kransæðarstífla.  Við skulum vona að Birni gangi vel með málið hjá Skipulags og Byggingarnefn,

Kær kveðja,  F.h. stjórnar Vélhjólaíþróttaklúbbsins,
Heimir Barðason

Stórfrétt

Vefnum hefur borist til eyrna að á bls. 13 í Morgunblaðinu í dag sé frétt um að búið sé að úthluta VÍK svæði til bráðabirgða.  Vefstjóri hefur ekki aðgang að morgunblaðinu á þessari stundu og getur því ekki birt nánari upplýsingar að svo stöddu.

Fréttatilkynning frá KTM

Gleðilegt Ár og þökkum liðin.
Nýtt keppnisár er framundan og miklar breytingar hafa orðið á skipan keppnisliða fyrir 2002. Team KTM Ísland er engin undantekning frá því.  Viggó Viggósson hefur sagt skilið við liðið eftir 2 góð ár og Moto-Cross titil 2000 og  Enduro titil 2001, við þökkum Viggó fyrir frábæran árangur og óskum honum velfarnaðar í  nýju keppnisliði á komandi tímabili.

Team KTM Ísland Shell – Coca-Cola – KitKat 2002 verður skipað eftirfarandi ökumönnum.
Einar Sigurðarson #4 KTM 520 SX / EXC
Helgi Valur Georgsson #5 KTM 380 SX / 520 EXC
Guðmundur Sigurðsson #9 KTM 380 EXC
Gunnar Þór Gunnarsson #15 KTM 300 EXC
Liðsstjórn: Karl Gunnlaugsson & Sigurjón Bruno Walters.

Framboðsmál

Vefnum hefur borist ný áskorun með nýju sniði frá formanni VÍK.

Í framhaldi af skrifum mínum hérna á vefnum um hverjir ætla að taka við í stjórn klúbbsins, vil ég rifja upp eftirfarandi sögu, en þetta er góð saga sem lýsir ástandinu í framboðsmálun á þann hátt að allir ættu að skilja.  Sjá söguna.
Magnús Þór Sveinsson