Greinasafn fyrir flokkinn: Félagsstarf

Ef starf er tengt félagi þá er það félagsstarf

Brautarsjóður

Þórður Valdimarsson (Tóti Mælir) hefur sett á stofn brautarsjóð til að byggja upp braut í Mosfellsbæjargryfjunum.  Rætt hefur verið við landeiganda og hefur hann sýnt vilja til að aðstoða við að byggja upp braut í gryfjunum.  Öll framlög í sjóðinn eru vel þegin, stór sem smá, en eins og allir vita þá gerir margt smátt eitt stórt.  Hægt er að leggja inn á reikning: 0547-14-602432 kt.: 480592-2639.

Svar frá VÍK

Bréf hefur borist frá Magnúsi Þór, formanni VÍK þar sem hann skýrir út ástæður og aðdraganda þess að skráning eigi sér stað í versluninni Moto.

Málsatvik eru þau að allir salir í ÍSÍ voru uppteknir alla vikuna þar sem lokað verður á kvöldin frá og með 1. júní og öll íþróttafélögin eru að gera upp veturinn með fundarhaldi.  Nú voru góð ráð dýr og þurfti að finna stað fyrir skráningu sem fyrst.  Ég reyndi fyrst að ná í Steina en hann var ekki við.  Þá hringdi ég í Einar og hann bauð mér að vera með skráninguna í Moto.  Ég þakkaði fyrir það og fannst það fín lausn á málinu.  Ég átti ekki von á að menn væru svo heitir útaf þessu.  En þar sem að nokkrar keppnir eru eftir í sumar og lokað hjá ÍSÍ á kvöldin þá er alveg sjálfsagt að hafa næstu skráningu í JHM sport eða Vélhjól og sleðum.
Magnús Þór Sveinsson, Formaður VÍK

Gagnrýni á VÍK

Mikið „mis-illa launað“ starf hefur verið unnið í gegnum árin af þeim aðilum sem staðið hafa í innflutningi og verslun með mótorhjólavörur.  Þessir aðilar eru og hafa verið stólpar þeirrar menningar sem við búum nú við.  Hjólamenn eru ekki margir og samkeppnin um okkur er hörð en hefur verið eins sanngjörn og frekast er unnt.  Það er grundvallaratriði að þau félagasamtök sem starfa í tengslum við þennan iðnað haldi sér hlutlausum og hygli aldrei neinum umfram aðra.  Það er því ekki að undra að harðorð gagnrýni berist vefnum.

Þegar menn komu heim úr helgarfríi kom í ljós að um helgina hafði Karl Gunnlaugsson keypt V.Í.K. Sem sagt: Ef maður ætlar að keppa í V.Í.K. keppni á að mæta til Kalla.
Það hlýtur einhvers staðar að vera einhver tenging, eitthvað er að í sportinu . Áhugamennska og bissiness eiga góða samleið. En! Þá borga menn og auglýsa keppnina á sínum vegum. Opinberlega. Greiddir félagar í VÍK voru ekki að kaupa aðgang að Karli Gunnlaugssyni eða hans bissness þegar þeir greiddu félagsgjöldin til VÍK og MSÍ.  Félagið stendur fyrir áhugamennsku um torfæruhjól. EKKI Dónaskap. Ef þetta hefur breyst nýverið, óska ég eftir auka aðalfundi í félaginu þar sem stefnuskrá og lög V.Í.K. verða endurskoðuð.
Yfirgang og siðleysi má auðveldlega afsaka einu sinni, jafnvel tvisvar. Einhversstaðar verður samt að stoppa.
Virðingarfyllst:
Steini Tótu, Félagi í VÍK.

Þetta kemur mér verulega á óvart og er algjört rugl.  Svona skráning á aldrei að eiga sér stað.  Afhverju er ekki notast við ÍSÍ húsnæðið eins og hefur verið undanfarið.
Ég hef tekið á móti skráningum nýrra félaga í VÍK, selt miða á árshátiðirnar en að sjálfsögðu hafa hinar verslanirnar gert slíkt hið sama.
Mér finnst óeðlilegt í frjálsum félagasamtökum að skráningin eigi sér stað í einni ákveðinni verslun.
Jón Magg, Félagi í VÍK.

Tryggingamál

Grein eftir Aron Reynisson og Heimir Barðason.

Á vegum Snigla hefur undanfarin ár starfað Trygginganefnd.  Þessi nefnd hefur  á hverju ári átt í viðræðum við tryggingafélögin um lægri iðgjöld á Mótorhjólatryggingum.  Þetta starf hefur  ekki skilað neinum árangri síðastliðin ár og eru nú iðgjöld á þessum tryggingum í sögulegu hámarki.  VÍK og VÍH eru í ár í fyrsta sinn með fulltrúa í nefndinni og má segja að ekkert markvert hefur gerst enn sem komið er.  Við erum þó lauslega búin að skoða reglugerðir, fá tilboð í tryggingar og skoða rök tryggingafélaganna.  Þar sem ljóst er að þetta er tapaður slagur í ár, þá ákváðum við að setja þær upplýsingar sem við höfum aflað á  netið, til að spara símtöl og vesen fyrir þá sem hafa í hyggju að tryggja sinn fák.

Lesið því vel og vandlega eftirfarandi;

 

Lesa áfram Tryggingamál

Bréf frá Hirti líklegum

Óskráð lög og reglur

Það hefur ekki verið auðvelt að fá menn til að sjá um keppnir hjá VÍK í gegnum tíðina og einnig mannskap til að vinna í keppnum. Það fyrsta sem keppendur þurfa að gera meira af er að virða þá sem standa í því að sjá um keppnir. Það er hægt með ýmsu móti svo sem að bjóða fram aðstoð ef að menn halda að þeirra starfskraftur nýtist á einn eða annan hátt í að undirbúa keppni,gott dæmi var að Yamaha liðið ásamt Andrési og Þóri Þorsteins eyddu verkalýðsdeginum við að leggja brautina í Þorlákshöfn .

Þorlákshöfn er vinsæll staður til að vera og æfa sig á hjóli, en það er munnlegur samningur um það að félagar í VÍK séu ekki að æfa sig innan girðingar þar svo að við getum haldið þessa einu keppni á ári sem þar er haldin. Til að þessi samningur sé í gildi verða allir að taka höndum saman og hætta að hjóla á svæðinu þar sem keppnin er haldin. Það er mjög gott svæði 10 km vestan við Þorlákshöfn sem er bæði aðgengilegt og svipað því svæði sem þessar árlegu endurokeppnir í Þorlákshöfn eru haldnar á.

Svo er það mannlega hliðin á samskiptum keppnisstjórnar og keppanda. Nú er komið inn í reglugerðina í enduroreglunum að keppendur meyga leggja keppnisbrautina með keppnisstjórn og er það gert til þess að fá nýjar hugmyndir í brautarlagninguna frá keppendum sjálfum. Þetta eiga keppendur að nýta sér í botn og vera viðstaddir brautarlagningu (og efast ég ekki um það að þeir 5 keppendur sem voru við brautarlagninguna hafi grætt á því).

Þegar komið er á keppnissvæði eru sumir keppendur alltaf að spyrja starfsmenn hvernig er þetta og hitt. Starfsmenn verða að fá frið til að vinna sína vinnu og keppendur verða að mæta betur lesnir til keppni og er hér átt við að lesa reglur fyrir keppni og það blað er keppendur fá við skráningu, þess vegna er það svo áríðandi að keppendur mæti á þann stað sem skráning fer fram á og nái í dagskrá keppninnar.

Það er ekkert verra en keppandi sem truflar starfsmann sem er að vinna sína vinnu í keppni með óþarfa spurningum . Fyrir allar keppnir eru keppendur ávarpaðir og farið er yfir helstu atreyði keppninnar þá eiga keppendur að nota tímann til að spurja spurninga sem þeir vilja fá svör við.

Þegar keppandi er kominn í mark og hans fyrsta verk er að fara í tímavörð eða annann starfsmann keppninnar og spurja í hvaða sæti er ég, þessi keppandi og hans líkir eru með öllu óþolandi .

Þegar keppni er lokið er það algjör nauðsyn að yfirtímavörður fái frið til að vinna sína vinnu allann þann tíma sem hann þarf til þess og ættu keppendur að sameinast um það að slá skjaldaborg um þennan starfsmann til þess að úrslit komi sem fyrst úr keppninni.

Eitt að lokum. Það finnst mér sjálfsagður hlutur að þeim mönnum sem vinna við keppnina á einn eða annan hátt ætti að bjóða fyrst í partí kvöldsins sem eru lágmarks laun fyrir daginn, því það eru fyrst og fremst starfsmenn keppninnar sem gera hana mögulega.

Örlítið um síðustu keppni: Það voru margir sem höfðu orð á því að Viggó hafi ekið hratt inni í pittinum, en það voru margir fleiri sem óku hratt þar og meira að segja voru prjónandi. Einn keppandi stoppaði ekki 3 sinnum af 11 hringjum sem hann fór hjá STOPP skiltinu, annar keppandi tók svo harkalega af stað inni í pitt fyrir framan mig að hann spólaði grjóthnullungum á mig og aðstoðarmenn sína. 1 keppandi var í talstöðvarsambandi við pitt það er bannað (sjá reglu no 8 í hjálmareglum MSÍ) svona má lengi telja áfram, en ég ætla að láta staðar numið, en það er í reglunum að það er ákvörðun keppnisstjórnar hvort refsingum sé beitt.. Úrslit væru ekki enn til ef öllum þessum hefði verið refsað, en hvað það varðar að menn voru að sleppa hliðum þá var veður þannig að ekki var hægt að sjá stikurnar í brautinni svo að keppnisstjórn ákvað að fella allar kærur út vegna þess að menn vissu einfaldlega ekki hvort þeir fóru í gegnum hliðin eða ekki.

Menn hafa sagt við mig að ég vilji ekki refsa Viggó fyrir það sem hann gerði. Það er alveg rétt ég vil ekki þurfa að refsa neinum mönnum fyrir það sem þeir vita að er rangt að gera í keppnum ég vil einfaldlega að menn fari eftir reglum (Viggó má eiga það fram yfir alla aðra keppendur að hann hefur eftir allar 3 keppnirnar sem haldnar hafa verið í Þorlákshöfn hjálpað mér við að þrífa brautina eftir keppni og var hann eini keppandinn sem hjálpaði í ár, að launum ætti hann að fá forskot í næstu keppni það forskot yrði hugsanlega til þess að fleiri tækju til hendinni við þrif eftir keppni)

Þetta er afsagnarbréf mitt sem starfsmanns fyrir endurokeppendur, en ég mun endurskoða það að næstu keppni lokinni og ef vel tekst til að fara eftir þessum tilmælum mínum er ég til í að starfa áfram í þágu endurokeppna.

Hjörtur Líklegur.

P.S. Í Enduro-guðanabænum hættið að kalla mig Enduro-guð það er ekki ég, þetta er guðlast því ég á mér ENDURO-GUÐ eins og allir aðrir enduromenn.

Mótorhjólatryggingar

Höfundur: Heimir Barðason

Á vegum Snigla hefur undanfarin ár starfað Trygginganefnd. Þessi nefnd hefur á hverju ári átt í viðræðum við tryggingafélögin um lægri iðgjöld á Mótorhjólatryggingum. Þetta starf hefur ekki skilað neinum árangri síðastliðin ár og eru nú iðgjöld á þessum tryggingum í sögulegu hámarki. VÍK og VÍH eru í ár í fyrsta sinn með fulltrúa í nefndinni og má segja að ekkert markvert hefur gerst enn sem komið er. Við erum þó lauslega búin að skoða reglugerðir, fá tilboð í tryggingar og skoða rök tryggingafélaganna. Þar sem ljóst er að þetta er tapaður slagur í ár, þá ákváðum við að setja þær upplýsingar sem við höfum aflað á netið, til að spara símtöl og vesen fyrir þá sem hafa í hyggju að tryggja sinn fák.Lesið því vel og vandlega eftirfarandi; Lesa áfram Mótorhjólatryggingar