Greinasafn fyrir flokkinn: Félagsstarf

Ef starf er tengt félagi þá er það félagsstarf

Skráning í Klausturskeppnina hefst í kvöld kl 21.00

Nú hefst skráning í Klausturskeppnina eftir örfáa klukkutíma. Þetta þarftu að hafa á hreinu:

1. Skráning fer fram á www.msisport.is undir Mótaskrá og Klaustur 2014
2. Þú þarft að vita notendanafn og lykilorð til að geta skráð þig inn á síðuna og skráð þig og félagana til keppni.
3. Velja Klaustur 2014 og viðeigandi flokk, Járnkall, tvímenning, þrímenning osfrv.
4. Ef þú keppir í tveggja eða þriggja manna liði skráirðu NAFN og KENNITÖLU liðsfélaganna ÁÐUR en þú ferð í að samþykkja keppnisyfirlýsinguna og borga.
5. Þessu næst áttu að geta borgað og klárað skráninguna

6. Ef þú lendir í vandræðum með innskráninguna heldurðu ró þinni, sendir póst á vik@motocross.is og við reynum að hjálpa þér

Góða skemmtun

Skráning í Klausturskeppni hefst þriðjudaginn 25. mars kl. 21

Það er komið að því sem margir hafa beðið eftir með óþreyju. Skráning í Klausturskeppnina hefst nk. þriðjudagskvöld kl. 21 á vef MSÍ – www.msisport.is Fyrstir koma – fyrstir fá og því hefst keppnin strax á þriðjudagskvöldið! Hverjir verða á fremstu línu? Raðað verður á línur eftir flokkum í þetta sinn og verður tvímenningur fremstur, síðan járnkarlar aftast þrímenningur.

Keppnin fer fram 24. maí. Keppnisgjald verður það sama og á síðasta ári, 13.000 kr. á mann – flokkar eru þeir sömu að viðbættum 100+ í tvímenningi og 150+ í þrímenningi. Þeir sem skrá lið til keppni verða að vera með nafn og kennitölu liðsfélaganna á hreinu og skrá þá inn um leið til að létta á „skráningardeildinni“ síðar. Hugmyndir um breytingar á braut og annað skemmtilegt eru á teikniborðinu og aldrei að vita hvað gerist 24. maí – en sama hvað gerist, þá verður þetta geggjuð skemmtun! Látið orðið berast 🙂

 

Krakka keppni í Reiðhöllinni í dag.

Frábær krakka-keppni var haldin í Reiðhöllinni Víðidal í kvöld. Flottir krakkar, duglegir foreldrar og flottar veitingar í boði Snæland Videó. Þökkum öllum sem komu að keppninni.

Hér er tengill á nokkrar myndir sem teknar voru í keppninni. 

IMG_5359

 

IMG_5382

Styrktar Ískrossmót Laugardaginn 15.02.14

photo 3 (1)
Frábærar aðstæður til að leika sér í dag.

Frábært veður. Frábært fólk. Frábær skemmtun. Frábærir vinningar. Frábærar veitingar.

Er hægt að hafa þetta betra?

Þökkum öllum kærlega fyrir komuna og þáttökuna. Við vonumst til að geta glatt og styrkt  félaga Ævar Svein, bæði andlega og peningalega eftir þennan frábæra dag.

Ekki síður þökkum við þeim sem aðstoðuðu okkur með glæsilega vinninga til handa afreksmönnum þeim sem tóku þátt.

Snæland Videó gaf verðlaunapeningana.

Púkinn Grensásvegi gaf glæsileg verðlaun, gleaugnatöskur, gleraugu, hlífðaehettu og spil.

Landvélar gáfu SKF gæða smurfeiti.

Kistufell Höfða gáfu glæsilegan smurolíupakka.

Vinningshafar dagsins:

Vetradekkja flokkur: 1. sæti Pétur Pétursson. 2. Sæti Viggó Ö Viggósson. 3. Sæti Óliver Sverrisson

Opinn flokkur: 1. Sæti Svavar Friðrik Smárason. 2. sæti Heimir Barðason. 3. sæti Jón Viðar Sigurgeirsson.

Kvenna flokkur: 1. Sæti Björk Erlingsdóttir. 2. Sæti Bína. 3. sæti. Sú brjálaða Bína. ( Hún er allstaðar þessi Bína )

Ekki má gleyma tilþrifaverðlaununum fyrir flottustu dettuna. Viggó Örn Viggósson hlaut þau fyrir frábæralega útfærða dettu.

Takk fyrir þáttökuna og stuðninginn.

Stjórn VÍK.

ATH: Rúv mætti á svæðið og myndaði, fylgist vel með fréttum og íþróttum.

ískross

 

BARNASTARFIÐ er í fullum gangi.

Nú meigum við í stjórn skammast okkar. Við gleymum alveg að minnast áIMG_3783 Barnastarfið sem er í fullum gangi þó úti sé kallt og engar drullumallarabrautir til að keyra í.

Krakkarnir eru búin að vera á fullu í Reiðhöllinni í vetur og svaka fjör hjá þeim. Það mættu margir taka krakkana til fyrirmyndar.

TÍMARNIR: Eru á Sunnudögum í Reiðhöllinni Víðidal. Það er nægt pláss fyrir alla sem vilja mæta. ATH þjálfarar taka við greiðslu á staðnum.

50cc frá 17 til 18,     65cc 18-19,     85cc 19 til 20