STYRKTAR – ÍSAKSTURSMÓT Á RAUÐAVATNI. LAUGARDAG 15.02.2014
Þar sem góður félagi úr sportinu, Ævar Sveinn Sveinsson, lenti í alverlegu slysi nýverið þá mun öll innkoma frá bikarkeppninni renna til Ævars . Við hvetjum sem flesta til að skrá sig þannig að sá styrkur sem keppendur veita verði sem veglegastur.
Þeir sem vilja styrkja gott málefni en eiga ekki trella-ísdekk eða ádrepara, geta „skráð sig“. Og/ eða greitt inn á reikning félagsins. Taka fram nafn því allir sem skrá sig verða með í styrknum. Senda staðfestingu á vik@motocross.is
Vélhjólaíþróttaklúbburinn
Engjavegi 6
104 Reykjavík
Kt. 480592-2639
Reikningsnúmer 537 – 26 – 501101
Veðurspá er eins góð og hægt er að biðja um og vonandi höfum við samið við rétta veðurguði.
Fyrirkomulag:
Tvær samsíða brautir, tveir keppendur fara samtímis af stað í hvora braut. Keyrðir verða 2-4 hringir í hvert sinn og tekinn tími. Fjöldi hringja fer eftir keppendum. Fjöldi híta fer eftir aðstæðum. Sigurvegara eru þeir sem ná besta tíma. Að minnsta kosti verða keyrðar tvær umferðir þannig að allir keyri báðar brautir. Verðlaunapeningar verða veittir fyrir 1. 2. og 3. sæti.
Flokkar:
Opinn flokkur nagladekk 125cc og stærri. Opinn flokkur skrúfudekk ( eða það sem hentar ) 125cc og stærri. Opinn flokkur kvenna.
Tími: Mæting, skráning, skoðun kl 09.00 höfum leyfi til að vera á ísnum til kl 14.00 Allir keppendur fá amk 2 hringi til að prufa brautina. Síðan verður farið í röð eftir hópum.
Verð: 3000 kr, greitt á staðnum. Posi verður á staðnum, seðlar MJÖG velkomnir.
Bensínáfylling bönnuð á og við Rauðavatn. Koma með bensín á hjólunum.
ATH!!!! Neyðar ádrepari og tryggingar á hjóli skilyrði fyrir þátttöku.
Fyrirvari: Ef veðrið hamlar keppni þá verður keppni frestað, fylgist með hér á síðunni sem og á FB.
Gott væri fyrir okkur ef áhugasamir keppendur sendi á okkur forskráningu, léttir okkur verulega lífið.
Senda má á : oli.thor.gisla@gmail.com , sms í 6903500, skrá sig á FB eða mæta á staðinn.
Stjórn VÍK