Greinasafn fyrir flokkinn: Félagsstarf

Ef starf er tengt félagi þá er það félagsstarf

Heyrst hefur AÐ:

: Stjórn VÍK sé full alvara með nýarsheitið „full gjöf og engar bremsur“

: VÍK sé alveg við að fá leyfi fyrir bikarkeppni á Rauðavatni.

: Sú keppni verði n.k Laugardag frá 10-14.

: Keppnin verði ef veðurguðirnir haldi áfram á sömu braut.

: Það verði tvær samhliða brautir sem keppt verði í og þar af leiðandi sáralítil hætta á samstuði.

: Þetta verði stuttir sprettir 2-3 hringir með útlsáttarformi.

: Skrúfur og naglar verði í sitt hvorum flokknum.

: Vélarstærð komi til með að skipta minna máli, amk fyrir þá sem eru á nöglum.

: Það þurfi ekki tímatökugræjur.

: Allir geti verið með sem nenna að hafa hjólin í lagi og tryggingar á hreinu.

: Ef enginn nennir þá verði gaman hjá stjórn VÍK.

: Gjaldið verði 3000 kr og greitt á staðnum.

: Það væri gott ef þeir sem nenna að mæta sendi línu á okkur til að auðvelda okkur skráninguna.

En sennilega eru fáir til í svona fjör, jólasteikin þung á meltunni og best að vera ekkert að leika sér.

Jólakveðja

Vefurinn og stjórn VÍK óskar öllu hjólafólki og velunnurum gleðilegra Jóla.

Óskum öllum hjólurum og velunnurum sportsins hamingjusamra jólahátíðar. Þökkum samveruna og samstarfið á árinu.

JólaHjólaSveina kveðja

SMOOTH-INDUSTRIES-ALPINESTARS-HOLIDAY-STOCKINGSÞar sem Jólahjólasveinninn er kominn til byggða þá er ekki úr vegi að minnast á það að Jólahjólasveinninn setur ekki í skóinn nema að þið séuð stillt og góð. Vefurinn hitti Jólahjólasveininn á förnu svelli þar sem hann sagði okkur þetta í trúnaði.

Eins gott að þið verðið stillt.JólaHjólaSveinninn

Frost á fróni.

Nú er frost á fróni og frís þá í hjólum vökvi nema:images

Nýleg og góð olía sé á mótor.

Góður og nýlegur frostlögur sé á vatnskassa.

Ísvari sé í bensíni. ATH of seint er að setja ísvara í bensínið eftir að rakinn í bensíntanki fer að frysta. ( Raki kemur frá gömlu bensíni sem hefur staðið í einhvern tíma í tanki eða á brúsa, innspýtingarhjól eru sérstaklega viðkvæm fyrir þessu ) Best er að vera með nýtt bensín á hjólinu og setja ísvara í það.

EF Á AÐ HJÓLA Á ÍS EÐA Í SNJÓ:

Þá verður að vera neyðar ádrepari.

Gott er að leiða öndunarslöngur frá mótor og blöndung upp í lofthreinsarann.

Lopi eða góð hlíf yfir blöndung / innspýtingu er gott að hafa þannig að síður frjósi í blöndung. Reyndar hafa nokkrir snillingar lagt hitalagnir frá vatnskassa utnan um blöndunginn til að halda honum frostfríum.

Gott er að hafa handahlífar ( poka ) yfir stýrishandföngum.

EF HJÓLAÐ ER Á ÍS!!!!!!!!!! VINSAMLEGAST TAKIÐ TILLIT TIL ANNARS ÚTIVISTARFÓLKS. VIÐ HJÓLAFÓLK ERUM EKKI ÞAU EINU SEM ERU Á FERÐINNI Í KULDANUM.

imagesCAT0T0P6
Já sæll, ætli sveinki sé kominn til byggða?

 

Kári og Karen Akstursíþróttafólk ársins 2013

Kári Jónsson
Kári varð sérstaklega sigursæll á árinu en hann varð bæði Íslandsmeistari í MX1 flokki í motocrossi og í EnduroCC.

Kári Jónsson og Karen Arnardóttir voru um helgina valin Aksturíþróttamaður- og kona ársins á lokahófi MSÍ.

Verðlaun 2013 Uppskeruhátíð MSÍ 9.11. 2013

Enduro:
Íslandsmót 2013 Enduro CC
Íslandsmeistari Kári Jónsson
2. Sæti. Guðbjartur Magnússon
3. Sæti. Haukur Þorsteinsson

Íslandsmót 2013 Enduro Baldursdeild
Íslandsmeistari Haraldur Björnsson
2. Sæti. Guðmundur Óli Gunnarsson
3. Sæti. Viggó Smári Pétursson

Íslandsmót 2013 Enduro CC 40+
Íslandsmeistari Ernir Freyr Sigurðsson
2. Sæti. Birgir Már Georgsson
3. Sæti. Magnús G Helgasson
Lesa áfram Kári og Karen Akstursíþróttafólk ársins 2013

Í minningu góðs félaga

Jón við tiltekt í kringum skálann ofan við Jósepsdal
Jón við tiltekt í kringum skálann ofan við Jósepsdal

Félagsmaður í VÍK, Jón Gunnar Hannesson lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi miðvikudaginn 30. október sl.

Útför hans fór fram frá Áskirkju í dag. Jón Gunnar er mörgum mótorhjólamönnum kunnur fyrir störf sín á Bolaöldu þá aðallega við að tína grjót úr endurobrautunum omfl.

Lesa áfram Í minningu góðs félaga