Greinasafn fyrir flokkinn: Félagsstarf

Ef starf er tengt félagi þá er það félagsstarf

Sumarið er liðið og veturinn framundan, þá er gott að gera og græja

reverse-bleedNú er komið að því að endurnýja bremsu og eða kúpplingsvökvana. Þá vökva verðum við að endurnýja reglulega rétt eins og aðra vökva á hjólinu. Bremsuvökvi dregur í sig raka þegar hann eldist og við það lækkar m.a hitastuðullinn í olíunni. Of getur það komið út þannig að þegar tekið er í bremsuna þá er hún mjúk og stoppar ekki fyrr en komið er í botn. Ráðlegt er að skipta um vökvana amk einu sinni á ári. Keppnisfólki ráðleggjum við að gera það amk tvisvar á ári til að tryggja gæðin á bremsunum. Sama aðferð er notuð til að skipta um olíuna á bremsu og kúpplings kerfum.

Hér er tengill á hvernig er gott að bera sig að

Hér er video um hvernig gott er að bera sig að.

Nú er bara að skella sér í að gera og græja.

Góða skemmtun.

ÁMINNING!! Aðalfundur VÍK verður haldinn 30. október nk.

Aðalfundur félagsins verður haldinn í húsnæði ÍSÍ við Engjaveg 5, miðvikudaginn 30. október nk. kl. 20 í C-sal. Á dagskránni eru hefðbundin aðalfundarstörf s.s. skýrsla stjórnar, yfirferð ársreiknings, kosning stjórnar og nefnda ofl.
Ný sjónarmið og skoðanir eru alltaf velkomin – þeir sem hafa áhuga á að koma að starfi félagsins eða taka sæti í stjórn geta sent póst á vik@motocross.is og fengið nánari upplýsingar.

Birt 16. Október 2013.

Sumarið er liðið og veturinn kominn, þá er gott að gera og græja.

960160_458310794287403_573839059_n
Límmiðakitt í framleiðsluferli.

Þar sem veðurspá næstu daga gefur ekki mörg tilefni til að leika sér á drullumallaranum er tilvalið að fara í smá dund og fínerí. Smellum hér inn myndbandi um hvernig er gott að bera sig að við ásetningu á límmiðakittum. Útlitið á hjólunum er að sjálfsögðu mikið atriði. Það eru nokkrir aðilar sem gefa sig út fyrir að búa til merkingar á hjól hér á landi. Kynnið ykkur málið áður en rokið er í að panta kittin erlendis frá.

Sjá tengil á myndband HÉR.

Nú er bara að skella sér í að gera og græja.

Góða skemmtun.

Sumarið er liðið og veturinn framundan, þá er gott að gera og græja

BR-MCC-_is
Kælivökvi

Nú er komið að því að skipta um kælivökvann. Fyrir utan olíuna er kælivökvinn mikilvægasta atriðið að hafa í lagi upp á endingu hjólsins. Kælivökvinn sér ekki bara um að verja fyrir frosti og ofhitnun heldur ver hann líka gegn tæringu. Það eru til margar gerðir af kælivökva, við notum hellst „long live“ kælivökva á okkar hjól. En flóran í kælivökvum er mikil og misjöfn á milli framleiðanda, leytið ráðlegginga hjá þeim aðila sem þið kaupið vökvann hjá. Það er líka til kælivökvi með hærra suðuþol, hann er góður fyrir hjól sem eru viðkvæm fyrir ofhitnun. Gott er að miða við að endurnýja kælivökvann amk tvisvar á ári.

Hér er tengill hvernig á að skipta um kælivökva.

Nú er bara að skella sér í að gera og græja.

Góða skemmtun.

Skemmtikeppni laugardaginn 19.10. kl 12.

Mynd0486Spáin er brilliant fyrir helgina og þar sem brautin í Bolaöldu er í toppstandi kom upp hugmynd að henda upp einni skemmtikeppni fyrir þá sem eru í stuði.
Fyrirkomulagið er einfalt, start  + 3 hringir, mæting er kl. 11. keppni hefst kl 12. 3000 keppnisgjald, enginn sendir og bingó. Hvað segiði – hverjir eru til í þetta?

Það voru nokkrir sem voru til í þetta með okkur í dag,  OG ÞAÐ VAR GAMAN hjá þeim. Frábært veður, brautin ótrúlega góð miðað við árstíma og reynda batnaði hún bara eftir því sem leið á daginn. Það voru tekin fjölmörg stört og þar af leiðandi fullt af hringjum eknir. Þetta var meira að segja alvöru hjá okkur, bikarar og allt. Sölvi tók 1. sætið með glans og þurfti þó að starta öfugur, langt á bakvið með dautt á hjólinu, en allt kom fyrir ekki hann vann öll hítin nema eitt. Aron P tók annað sætið og Orri P og Ævar voru jafnir í þriðja. Tilþrifaverðlaun hlaut Víðir Tristan fyrir flottan akstur. Gaman saman í góðu veðri.

Takk fyrir okkur.

Stjórn VÍK. Lesa áfram Skemmtikeppni laugardaginn 19.10. kl 12.

Sumarið er liðið og veturinn framundan, þá er gott að gera og græja

Afturdempari
Afturdempari

Setjum inn hér eitt kennslumyndband fyrir lengra komna. Í myndbandinu eru mjög góðar leiðbeiningar hvernig á að skipta um olíu og þétti í afturdempara. Það skal tekið fram að þetta er fyrir LENGRA KOMNA í hjólaviðhaldi, eða fyrir þá sem er góðir mekkar. Öllu jöfnu þarf að skipta um olíu á efturdempara einu sinni á ári, Fyrir þá sem nota hjólin lítið ætti að nægja að skipta um olíuna annað hvert ár en þá er olína að sjálfsögðu ekki að skila sínum bestu eiginleikum allan tímann. ATH það þarf að setja KÖFNUNAREFNI í demparan líka, það er einungis hægt að gera með til þess gerðum tækjum sem hjólaverkstæðin hafa.

HÉR er tengillinn.

Nú er bara að skella sér í að gera og græja.

Góða skemmtun.