Greinasafn fyrir flokkinn: Félagsstarf

Ef starf er tengt félagi þá er það félagsstarf

Sumarið er liðið og veturinn framundan, þá er gott að gera og græja

filling-a-2-stroke-with-oil
Olíuskipti

Næst á dagskrá er að huga að mótorolíunni. Að sjálfsögðu kunna allir að skipta um olíuna á hjólinu enda eitt það nauðsynlegasta í viðhaldsprógramminu. Þeir sem ætla að leggja hjólinu fram á næsta sumar ráðleggjum við að setja nýja olíu á mótorinn áður er gengið er frá hjólinu í geymslu. Ástæða þess er að gömul olía inniheldur ýmis óhreinindi sem geta farið illa í legurnar ofl. Svo er að sjálfsögðu skipt um olíu aftur í vor þegar á að taka fram tugguna aftur. Ástæða þess er að olían sýgur í sig raka og óhreinindin sem verða eftir í mótornum við olíuskiptin. Ekki gleyma að endurnýja olíusíuna þar sem það á við.

ATH tíðni olíuskipta er ráðlögð í „Manual“ sem ætti að fylgja og vera til með öllum hjólum. Tíðni getur verið allt frá eftir 5 tíma akstur upp í 20 tíma, misjafnt hvað framleiðendur ráðleggja. Við gerum ráð fyrir því að skipta um olíur á okkar hjólum eftir ca 10 tíma notkun.

Hér er ágætis tengill grein um olíu. 

Ef á að geyma hjólið yfir veturinn er gott að gera eftirfarandi:

Pumpa vel í dekkin. 30-40 psi.

Hafa nýjan og góðan frostlög á kælikerfinu.

Tæma allt bensín úr blöndungnum.

Fylla bensíntannkinn af bensíni, eða tæma hann algjörlega.  Skipta síðan út bensíninu næst þegar nota á hjólið. Nota það bara á heimilisbílinn.

Og að sjálfsögðu geyma hjólið inni. Útivera fer illa með hjólið.

Nú er bara að græja og gera, skemmtið ykkur vel.

 

Mikið fjör á krakkaæfingum VÍK í Reiðhöllinni í dag.

Það vantaði ekki áhugann hjá krökkunum sem mættu á fystu inniæfingu vetursins. Nokkrar byltur voru í átökunum en krakkarnir eru öll grjóthörð og létu það lítið á sig fá. En ekki var nú verra að hafa foreldrana á kanntinum ef bylturnar voru slæmar. Pálmar Péturs stóð fyrir æfingunni í dag og voru krakkarnir mjög ánægðir með æfingarnar hjá honum.

IMG_3783

Hellingur af myndum eru inná Facbook síður VÍK HÉR:

Sumarið er liðið og veturinn framundan, þá er gott að gera og græja

cr250r-shock-bearings-linkage-2Tökum nokkrar léttar ábendingar, næstu daga og vikur, um hvað gott er að gera fyrir hjólin eftir notkun sumarsins. Það fyrsta sem við leggjum til að hjólafólk geri, eftir notkun sumarsins, er að yfirfara allar legur í link og fjöðrun. Ef þið hafið ekki verið dugleg við að hreinsa og smyrja í sumar þá er næstum öruggt að nú er ekki bara þörf heldu nauðsyn til að gera það. Ef legurnar í linknum hafa lifað sumarið af án smurningar þá er samt lítil von til þess að svo verði líka eftir veturinn ef ekkert er gert fyrir vetrarstöðuna.

Hér er linkur á hvernig skal yfirfara link.

Nú er bara að skella sér í að gera og græja.

Góða skemmtun.

Moto Crossfit æfingar hefjast í 3. október!

Sumarið hefur aldeilis verið upp og ofan en nú er það að baki og vetur framundan og svo kemur aftur sumar og þá er eins gott að vera klár í slaginn. Fimmtudaginn 3. október byrjum við aftur með Moto Crossfitæfingarnar sem VÍK hefur boðið upp á í samstarfi við Crossfit Reykjavík. Við Árni Gunnar Gunnarsson #100 höfum stýrt æfingunum undanfarin þrjú ár og ætlum að byggja á þeirri reynslu og bæta enn frekar við í vetur.cfr

Lesa áfram Moto Crossfit æfingar hefjast í 3. október!

UNDUR OG STÓRMERKI!!!!

Það spáir líka þessu fína veðri um helgina. Brautarnefndin er alveg gáttuð á þessu.

Í tilefni þess er Garðar búinn að vera í því að fínpússa brautina í allan dag. Öll uppstökk, lendingar já og bara öll brautin er í super standi. Um að gera að nýta sér veðrið.

Sjáumst í brautinni um helgina. Munið miðana og góða skapið.

Brautarnefndin.

Styrktarmóti landsliðsins í motocrossi frestað um sólahring!

Búið er að fresta styrktarkeppninni sem átti að fara fram upp í MotoMos í dag vegna veðurs.  Já, veðurguðirnir eru sportinu ekki hliðhollir í sumar, ef sumar skyldi kalla, og er mikill vinstrengur upp í MotoMos sem getur stefnt keppendum í hættu.  Keppninni hefur því verið FRESTAÐ um SÓLAHRING og gildir dagskrá dagsins fyrir morgundaginn.  Miklu betri spá er fyrir morgundaginn og gengur vindur verulega niður í kvöld og er spáð sól og alles á morgun.  Þannig að ef þið eruð ekki lögð af stað nú þegar og sjáið þetta, að þá LEGGIÐ EKKI AF STAÐ og LÁTIÐ AÐRA VITA SEM ÞIÐ VITIÐ AÐ ERU AÐ FARA AF STAÐ.  Mætum svo „ligeglad“ á morgun, miðvikudaginn 18 september og höfum gaman af þessu öllu saman