Greinasafn fyrir flokkinn: Félagsstarf

Ef starf er tengt félagi þá er það félagsstarf

Aðstoð óskast á laugardaginn – startæfingar í kvöld

Um 75 keppendur eru skráðir í síðustu motocrosskeppni sumarsins. Eins og áður gerum við ráð fyrir að keppendur flaggi einhverja staði í brautinni en okkur vantar þó aðstoð við flöggun á nokkrum pöllum.  Okkur vantar uþb 4-8 manns sem geta aðstoðað okkur og róterað inn og út úr flöggun yfir daginn eftir því sem þarf.

Við bjóðum hvorki góð laun eða friðsælt umhverfi en amk. góðar samlokur og kaffi, fínan félagsskap og frábært útsýni á keppnina. Fyrrum keppendur og reynsluboltar eru sérstaklega velkomnir – ef þú ert til í að hjálpa okkur væri fínt að fá póst á palmarpet@hotmail.com (má líka vera bara hluta af deginum s.s. 13-16 og við púslum í kringum það)

En að öðru, það verður ekki önnur bikarkeppni í vikunni en í staðinn verða startæfingar á steypunni. Fyrirkomulagið verður þannig að ef þátttaka verður góð stillum við á línu eftir styrkleika, hliðin droppa og allir keyra einn heilan hring í brautinni og yfir endapallinn við húsið. Keyra niður með tjörninni og beygja til hægri út úr braut og inn í S-beygjurnar og bíða eftir næsta starti. Byrjar kl. 18.30 og stendur til 19.30 – kostar ekki neitt, bara að mæta og hafa gaman – hægt að hjóla á undan og eftir.

Guggi verður á staðnum með hljóðmælingagræjuna ef einhver vill vera viss um að vera ekki Off-limit í síðustu keppni.

Æfing í dag frestast til morgundagsins :(

Skv. Garðari er hávaðarok og vart stætt í Bolaöldu. Krakkaæfingin frestast því til morgundagsins á sama tíma, því miður.

Í sárabætur má þó koma því að við vorum að fá vilyrði frá Fák fyrir krakkaæfingum í Reiðhöllinni fram í janúar! 🙂

5. og 6. umferð Íslandsmótsins í Enduro fór fram í Bolaöldu

Enginn átti roð í Kára sem sigraði í 5. og 6. umferð í enduroinu í gær. Guðbjartur reyndi hvað hann gat til að brúa bilið en Kára varð aldrei ógnað. Haukur Þorsteinsson varð í þriðja sæti. Í kvennaflokki sigraði Signý Stefánsdóttir, Guðfinna Gróa varð önnur og Tedda gerði sér lítið fyrir og endaði þriðja. Góð helgi hjá þeim hjónum. Jökull Atli sigraði B flokkinn.
Þátttaka í þessari keppni var með eindæmum lítil og klárt að eitthvað þarf að breytast ef þessi mótaröð á ekki að líða undir lok. Þeir sem mættu virtust þó skemmta sér með ágætum og njóta dagsins. Við þökkum fyrir okkur og öllum þeim sem mættu.

Ítarleg úrslit og staðan í Íslandsmótinu eru hér fyrir neðan: Lesa áfram 5. og 6. umferð Íslandsmótsins í Enduro fór fram í Bolaöldu

Enduro Bolaalda

Okkur vantar brautarverði fyrir keppnina á morgun.

Þeir sem væru til í að aðstoða okkur mæta hressir og kátir kl 10 í Bolaölduna.

Veðurspáin er mun vænlegri en á horfðist og stefnir allt í fínan dag. Allt verður búið kl 16:00.

Keppnisstjórn.

OPNUNARTÍMAR BOLAÖLDU

Hér eru opnunartímar í Bolaöldubraut fram að Íslandsmóti.

             Miðvikudag    28. ág. 17 – 21
  • Fimmtudaga  29.       08 – 12 og 15 – 21
  • Föstudaga     30.        08 – 12 og 15- 21
  • Laugadag 31.             LOKAÐ VEGNA ENDURO KEPPNI
  • Sunnudag 1. sept       10 – 17.
  • Mánudag 2. sept       08 – 12 og 15 – 21
  • Þriðjudaga     3.        08 – 12 og 15 – 21
  • Miðvikudaga  4.       08 – 12 og 15 – 21
  • Fimmtudaga  5.       08 – 12   LOKUÐ FRÁ HÁDEGI
  • Föstudaga     6.         LOKAÐ

Brautarstjórn.

Dagskrá bikarkeppninnar á morgun – brautin nýlöguð!!!

Dagskrá_bikarmóts_27._ágúst_í_BolaölduHér má sjá dagskrána svona ca. ef aðstæður leyfa og allt gengur upp. Hugmyndin er að vera með 3 flokka, Karla A/B, Kvennaflokk og 85 flokk. Hver flokkur keyrir 4 moto í heildina og verður hvert þeirra aðeins 3 hringir. Við ætlum að auki keyra 2 moto saman þannig að td. 85 flokkur keyrir moto 1 og klárar og fer þá beint á startlínu og bíður þar eftir síðasta keppanda sem fær 1-2 mínútur til að jafna sig og þá er ræst aftur í moto 2. Eftir seinna motoið tekur næsti flokkur við og svo koll af kolli. Þetta er amk. tilraun og gengur vonandi sem skyldi en hugmyndin er að með svona stuttum motoum æfi menn meira hraða og auðvitað stört í brautinni.

Já og btw, eftir hjólaskóflu- og jarðýtuvinnu kvöldsins var brautin alveg geggjuð í kvöld. Reynsluökumenn kvöldsins héldu amk. ekki vatni yfir breytingunum og lagfæringum. Spáin er fín og þetta verður því fjör á morgun 🙂