Greinasafn fyrir flokkinn: Félagsstarf

Ef starf er tengt félagi þá er það félagsstarf

Snilld, og ekkert annað – skemmtikeppnin í dag :)

Hjörtur líklegur - maður dagsins!Í dag var fjórða skiptið í röð sem þessi keppni er haldin og við fáum fullkomið veður, sól, logn og brjáluð blíða með fullkomnu rakastigi í brautinni. Það voru 39 keppendur sem tóku þátt í keppninni og skemmtu sér stórkostlega. Röggsöm stjórn Hjartar Líklegs, flott braut og fullkomið alvöruleysi einkenndi keppnina og voru allar reglur háðar geðþótta – bara gaman. Halli Björns #82 ásamt Pálma Blængs urðu fyrstir, Sebastían og Eyþór urðu í 2. sæti og Róbert Knasiak og Brynjar í  3. sæti. Keppendur upp í 10. sæti fengu afhent verðlaun frá hinum ýmsu styrktaraðilum s.s. Suzuki umboðinu, JHM-sport, Arctic Trucks, Ásbirni Ólafssyni, Snæland video, og Jóa Kef (2 x svokölluð kryppurétting). Við þökkum þeim kærlega fyrir það og ég gleymi vonandi engum!

Takk fyrir daginn allir sem mættu og Hjörtur fær sérstakar þakkir fyrir samstarfið 🙂

Lesa áfram Snilld, og ekkert annað – skemmtikeppnin í dag 🙂

Frábær stemning á krakkakeppni VÍK í gærkvöldi

Eiður kátur með verðlaunin sín
Eiður kátur með verðlaunin sín

Hátt í 30 krakkar tóku þátt í keppninni í Bolaöldu í gærkvöldi. Þau létu ekki smá rigningu stoppa sig krakkarnir og foreldrarnir sem mættu til keppni í gær enda hefur smá bleyta aldrei skemmt fyrir í motocrosskeppni. Flott tilþrif sáust og greinilegt að framtíðin er björt í sportinu ef eitthvað er að marka aksturinn á þessum snillingum. Allir fengu verðlaun og viðurkenningu fyrir þátttökuna en verðlaunaafhending fór fram í húsinu og var þröngt á þingi þar þegar við smelltum nokkrum myndum á hópinn. Við þökkum öllum þeim sem létu sjá sig og hlökkum til næstu keppni. 🙂

Lesa áfram Frábær stemning á krakkakeppni VÍK í gærkvöldi

Enduro-skemmtikeppni VÍK og Líklegs næsta laugardag

Nú er allt að gerast. Við ætlum að gera eitthvað skemmtilegt um helgina og VÍK ásamt Hirti Líklegum standa fyrir enduroskemmtikeppni á laugardagsmorguninn. Allir geta verið með,  einföld braut, tveir saman í liði (vanur og óvanur) og óvæntar uppákomur og verkefni. Keyrt verður í 2 tíma. Mæting er kl. 10 – keppni hefst ca kl 11 og lýkur kl. 13.

Keppnisgjald er 3000 kr., spáin er frábær og engin ástæða til að sitja heim. Skráðu þig með því að setja inn nafn í athugasemd hér fyrir neðan, borgað og skráð á staðnum. Líf og fjör 🙂

Krakkakeppni í kvöld – allir að mæta!!!

Við minnum enn og aftur á krakkakeppnina sem haldin verður í kvöld. Allir krakkar eru velkomnir að mæta (ekki bara þeir sem hafa verið á æfingunum) og taka þátt. Keppt er í þremur flokkum: 50cc / 65cc og 85 cc. Mæting er kl. 17.30 og keppnin hefst kl. 18. Það kostar ekkert að vera með, allir fá verðlaun og þetta verður bara gaman 🙂
Kveðja, Gulli, Helgi og Pálmar

BREYTING!!! VINNUKVÖLD í BOLAÖLDU. Miðvikudaginn 10.07.13

FÆRUM VINNKVÖLDIÐ ÞANGAÐ TIL ANNAÐ KVÖLD. Fimtudag 11.07.13

ÞAРRIGNIR VERULEGA Í BOLAÖLDU NÚNA OG GERT ER RÁÐ FYRIR ÞVÍ AÐ ÞAÐ BÆTI Í EFTIR SEM LÍÐUR Á DAGINN.  Spáin fyrir morgundaginn er ljómandi góð.

Nú er komið að vinnukvöldi í Bolaöldu. Verkefnin eru ýmis:

Sá í opin svæði, klára að girða af viðkvæma staði, ganga frá flaggarapöllum, ofl, ofl, ofl.

Við byrjum vinnukvöldið kl 18:30 og stefnum að því að vera að til 21:00.

Boðið verður uppá kaffi og kleinur og sérstaklega góðann félagsskap.

Stjórnin.

BOLAÖLDUBRAUT OPNAR KL 18:00 Í DAG.

Bolaöldubraut opnar kl 18:00 í dag.

Bendum ökumönnum á að fara léttan skoðunarhring áður en farið er á fullt blast.

Töluverðar breytingar hafa verið gerðar á brautinni og má búast við því að stórir steinar komi upp. Eins og Jói Kef segir  í grein hér fyrir neðan, þá er það ykkar að stoppa við steinana og týna þá upp. Það er nefnilega hluti af sportinu að gefa til baka fyrir alla vinnuna sem örfáir leggja í fyrir ykkur.

Hvað um það. Öll stjórnin, ásamt hágæða aðstoðarmönnum,  mætti til vinnu í brautina í gærkvöldi til að klára frágang á vökvunarkerfi ofl. Ekki náðist að gera allt sem áætlað var en vökvunarkerfið er orðið nothæft. Þökkum aðstoðarmönnunum kærlega fyrir aðstoðina. Reyndar voru aðstoðarmennirnir lokkaðir með því að þeir fengju að prufa brautina en vinnu lauk ekki fyrr en á miðnætti og lítið varð úr prufunni, SORRÝ.

Brautarstjórar Óli G og Sölvi B

Stjórnin.

PS: Enginn miðalaus í brautina takk fyrir. Enginn miði á hjóli = Brottvísun, engin afsökun tekin gild.