Stóra brautin í Bolaöldu verður LOKUÐ áfram næstu daga. Enn er eftir að lagfæra vökvunarkerfið og setja upp stikur til að afmarka brautina.
Lesa áfram Bolaöldubraut LOKUÐ Næstu daga. Vinsamlegast virðið það.
Ef starf er tengt félagi þá er það félagsstarf
Stóra brautin í Bolaöldu verður LOKUÐ áfram næstu daga. Enn er eftir að lagfæra vökvunarkerfið og setja upp stikur til að afmarka brautina.
Lesa áfram Bolaöldubraut LOKUÐ Næstu daga. Vinsamlegast virðið það.
Biðjum kröftuga hjólara um að virða það. Það er ekki verið að lita svæðið til þess að spólförin sjáist betur. ÞETTA ER UPPGRÆÐSLA. VÍK. Lesa áfram Bolaalda.
Nú er tækifæri til að láta gott af sér leiða og í leiðinni njóta útiveru með skemmtilegu fólki.
Í KVÖLD: Þá vantar Jóa aðstoð við að klára frágang á keppsnibrautinni. Mæting kl 18:00 ( allt í lagi ef það dregst til 19:00 ) CA 2-3 tíma vinna, en hver er að telja í góðu veðri.
Á LAUGARDAG: Þá vantar Jóa grimma brautarverði sem hafa gama af því að skamma aðra hjólara 🙂 eða að minnsta kosti vera duglegir að passa stikur og að keppendur keyri löglega innan merkinga.
Gott væri ef að sem flestir sæu sér fært að leggja til aðstoð í kvöld og á laugardag því að:
Fáar hendur = MIKIÐ verk. Margar hendur = LÍTIÐ verk.
Hendur fram úr ermum og gerum þessa keppni að frábærri keppni.
Því miður hefur sú staða komið upp vegna ástands jarðvegar fyrir norðan að færa þarf keppnina sem halda átti 15 júní á svæði KKA manna á Akureyri suður. Keppnin mun því fara fram á suðvesturhorninu og hugsanlega á suðurlandi en MSÍ mun auglýsa það nánar þegar endanleg staðsetning hefur verið ákveðin. Eins og staðan er í dag að þá er líklegast að keppnin fari fram á akstursíþróttasvæði VÍK við Bölaöldu en enduronefnd VÍK er að skoða aðra staði sem koma til greina og það verður að viðurkennast að fátt er um fína drætti hvað þetta varðar. Skráning í keppnina hefur ekki verið opnuð á vef MSÍ en það mun gerast á næstu dögum. Þannig að fólk verður að bara að vera duglegt að fylgjast með tilkynningum á vef VÍK og MSÍ. Jafnframt munum við tilkynna nýjan keppnisstað á fésið.
Öll þau ár sem Enduro – Klaustur ( Offroad Challenge ) hefur verið haldin við Kirkjubæjarklaustur hefur heilsugæslan þar staðið að baki okkur með góðri og dyggri þjónustu. Til að þakka fyrir færðum við, Vélhjólaíþróttaklúbburinn og keppendur, Heilsugæslunni á Kirkjubæjarklaustri veglegan styrk til tækjakaupa, en heilsugæslan þar stendur í ströngu við að fjármagna mælitæki til fjarheilbrigðisþjónustu. Það er deginum ljósara að við öll sem stöndum að og í keppni á svæðinu gætum þurft að á þessari þjónustu á að halda. Það var því gleði í okkar hjarta að geta fært þeim þakkarvott í hendur sem í leiðinni gæti jafnvel hjálpað okkur sjálfum.
Nánari skýring á því hvað liggur í Fjarheilbrigðisþjónustu og orðsending frá
Auðbjörgu B. Bjarnadóttur, hjúkrunarstjóra :
Meginmarkmið með fjarheilbrigðisþjónustu er að auka aðgengi sjúklinga sem og heilbrigðisstarfsfólks að sérflæðisþjónustu og annarri heilbrigðisþjónustu, sem ekki er aðgengileg heima í héraði. Til eru mælitæki sem geta sent frá sér upplýsingar um t.d lífsmörk eða hjartalínurit sjúklinga, eyrnaskoðun, áverka, útbrot o.fl sem myndi skila sér á myndrænu formi til fjarstadds sérfræðings. Mun þessi tækni draga úr óþægindum vegna ferðalaga sjúklinga sem og tryggja frekara mat. Í raun fjölnotatæki sem eru ætluð til notkunar í heilbrigðisþjónustu. Engin slík tæki eru til hér á landi, en þekkist næstum allsstaðar í heiminum S.s Grænlandi, Usa, Ástralíu, Noregi ofl löndum. Tækin eru notuð þar sem fáir búa og vegalengdir miklar. Tæknin styrkir sjúkdómsgreiningu, fækkar „óþarfa“ ferðum úr héraði og er það sparnaður fyrir alla aðila þegar til lengri tíma er litið. Í raun um tímamótaverkefni að ræða.
Þetta er stærsta verkefnið sem er í gangi hjá okkur, svo er fleira framundan S.s að endurnýja eitt og annað sem komið er til ára sinna.
Bestu þakkir fyrir rausnarlegt framlag ykkar sem kemur sér svo sannarlega vel að notum við að efla heilbrigðisþjónustuna á staðnum ekki síst á niðurskurðartímum!
Sjáumst svo að ári!
Kær kveðja,
Auðbjörg