Eins og venjulega þá héldum við barna og unglingakeppni á Klaustri þetta árið. Skráðir keppendur voru 20 að þessu sinni og margir að stíga sýn fyrstu skref í keppnismensku.
Keppnin var ekin í frábæru veðri kl 9 um morguninn og ekið var í 45 Mínútur í kringum vatnið á Ásgarði.
Eins og venjulega var farin prufuhringur,og síðan ræst með dautt á hjólunum rétt eins og í aðalkeppnini.
Keppnin heppnaðistt vel og allir fóru í það minnsta einn hring og ekki annað að sjá en að krakkarnir hafi verið ánægð með daginn.
Í lok keppni fengu svo allir medalíu fyrir þáttökuna og þrír efstu keppendur voru lesnir upp.
Hér Fyrir neðan má sjá úrslit keppninar.