Greinasafn fyrir flokkinn: Félagsstarf

Ef starf er tengt félagi þá er það félagsstarf

Bolaöldubraut – Opið – Bikarkeppni. GAMAN

Í dag tóku okkar ástsælu brautarstjórar sig til og gerðu nokkrar lagfæringar á brautinni, því miður náðist ekki að fara í alla brautina þar sem “ eld og brennistein“ ringdi niður í gær fimmtudag. EN.. Brautin er opin alla helgina og mánudag. En á þriðjudag verður GAMAN, því þá ætlum við að vera með bikarkeppni með sprett fyrirkomulagi. Kynnum það betur um helgina.  Hei!!!!!! Munið bara eitt, ef það er steinn fyrir ykkur í brautinni, stoppið endilega og hendið honum út fyrir brautina, það gerir nefnilega enginn neitt fyrir neinn sem gerir ekki neitt fyrir einn né neinn!!!!!.

image

image

image

 

Félagsstarfið.

Félagsmenn í VÍK ríða ekki við einteyming, það er á hreinu. Á meðan við hin höfum verið í sólbaði, með ýmsan vökva á kanntinum, hefur Pétur Smára verið að setja saman endursmíðaða ripperinn okkar. Það er jú að styttast í MX mótið okkar sem verður 22.08.15.  Það verður frábært þegar við getum farið í að rippa upp brautina aftur og fá hana mjúka 🙂

ATH brautin er opin alla daga fram að keppni nema annað sé auglýst hér á síðunni.

Ripperinn verður aldeilis glæsilegur að verki loknu.
Ripperinn verður aldeilis glæsilegur að verki loknu.

Félagsstarfið og Bolaalda

Á meðan flestir lágu í sólbaði ( vonandi ) voru vaskir félagsmenn í VÍK sveittir í Bolaöldunni að vinna við EnduroCross braut. Einn offvirkur af pólskum uppruna fór hamförum um svæðið , ásamt góðum vinum,  riggaði upp skemmtilegum þrautum og mjög skemmtilegu svæði. Það verður ekki af Robert tekið, þegar hann tekur sig til þá er það STÓRT. Við erum heppin að hafa svona félagsmenn innan okkar raða.

Bolo 9.8.15 7 Boló 9.8.15 2 Boló 4 Boló 9.8.15 5 Boló 9.8.15. 6Boló 9.8.15 3

Barnastuð á Selfossi

Frábært samstarf hefur myndast á milli Klúbbsins á Selfossi og VÍK. Krakkarnir á Selfossi hafa mætt á æfingar hjá VÍK og núna ætla Selfosskappar að bjóða okkar köppum.

Á morgun Þriðjudag 14.07.15 verður opin krakkaæfing fyrir alla krakka 3-15 ára. Skipt verður í hópa eftir getu. Æfingin stendur yfir frá kl 19.00 – 20.30.

Á fimmtudag 17.07.15 verður síðan krakkakeppni fyrir 50 – 65- 85cc hjólastærðir. Mæting er kl 18.00 grillað verður eftir keppni.

Um að gera að tka rúnt á Selfoss með krakkana og leyfa þeim að prufa aðstæður þar.

Flottir krakkar á inniæfingu í Reiðhöllinni Víðidal
Flottir krakkar á inniæfingu í Reiðhöllinni Víðidal

Sjaldan er ein báran stök. Bolaalda og vökvun.

Eins og flesti vita þá er rekstur á íþróttafélagi eins og VÍK töluvert kostnaðarsamur. Ýmislegt gefur okkur tekjur svo sem Klausturskeppnin, styrkir frá Reykjavíkurborg sem og félagsgjöld + brautargjöld, sem duga þó ekki til þegar svona kemur upp. Undanfarin þrjú ár hafa verið okkur frekar þung í rekstri þar sem vatnskerfið í Bolaöldu var komið til ára sinna og hafa dælur þar verið að gefa sig. Hellst hefðum við viljað endurnýja allt og gera flott en það hefur ekki verið fjárhagslega hægt.  Eftir vorið fórum við út í töluverðar endurbætur á stóru brautinni í Bolaöldum. Í framhaldi af því vorum við að græja vökvunarkerfið. Ekki var heppnin með okkur þar 🙁  Dælan sem sér um þann hluta kerfisins bræddi úr sér eftir dygga 8 ára vinnu. Ný dæla kostar hátt í eina milljón. Við tókum frekar þann kost að gera upp gömlu dæluna með kostnaði upp á 1/2 milljón. Reyndar tekur það okkur um tvær vikur að fá varahluti. Þar af leiðandi getum við ekki haft brautina opna nema þegar sjálfvirka vökvunarkerfið ( rigningin ) sér um sitt hlutverk.

Brautin er opin í dag frá kl 17:00 – 22:00 Ný vökvuð með sjálfvirka kerfinu.

MUNIÐ EFTIR MIÐUNUM OG EÐA ÁRSKORTUNUM. Við þurfum jú einhvern veginn að borga viðgerð á dælunni.

STJÓRNIN.

ÚRBRÆDDA DÆLAN.
ÚRBRÆDDA DÆLAN.

ALLT Í STEIK.
ALLT Í STEIK.

Bolaöldubrautir og Barnastarf.

Þar sem við fengum náttúrulega vökvunarkerfið í lið með okkur þá er stóra MX brautin opin á morgun Mánudag 29.06.15. Að sjálfsögðu verða allir með miða og allt á hreinu þar, EKKI SATT?

Einnig verður barnakeppni í litlu brautinni annað kvöld frá kl 18:00 – 20:00. Það er svakalega gaman að sjá hvað krakkarnir eru duglegir og þeim dettur heldur aldrei í hug að kvarta undan veðri, annað en við fullorðna fólkið!!!! Endilega gerið ykkur ferð upp í Bolaöldu til að sjá framtíðina okkar í keppni.

Flottir krakkar á útiæfingu í Bolaöldu
Flottir krakkar á útiæfingu í Bolaöldu