Greinasafn fyrir flokkinn: Félagsstarf

Ef starf er tengt félagi þá er það félagsstarf

Sumarið er tíminn og nú er gott að yfirfara tugguna.

M2R-MX-Cutaway_webEitt af því sem þarf að endurnýja reglulega í tuggunni er ullin í pústinu. Ástæðan er ekki bara sú að hávaðinn sé vandamálið, heldur er hljóðkúturinn líka uppbyggður fyrir aflkúrfuna í hjólinu. Hávaði er ekki alltaf sama sem afl. Fyrir keppnismann í sportinu er þörf á endurnýjan ullina 2-3 á ári, ef ekki oftar.  Helgarhjólarinn þarf að yfirfara ullina ca 1 sinni á ári.  Oft getur maður heyrt hvort að ullin sé farin að slappast með því að hrista kútinn. Skrölt – tómahljóð- aukinn hávaði = komið að endurnýjun. ATH! ullin getur líka stíflast af sóti og virkar þá ekki sem skyldi.

Klikkið HÉR, skoðið vel og drífið ykkur í að græja og gera. Ullina fáið þið í næstu hjólabúð.

BOLAÖLDUSVÆÐIÐ ER LOKAÐ.

Að undantekinni barnabrautinni er svæðið lokað.

Þó að það sé sæmilega hlýtt hér niður í bæ er kalt og frost upp á Bolaöldusvæðinu. Við vorum að laga stóru brautina í gær með jarðýtu en gátum ekki klárað alla brautina vegna frosinna svæða. Slóðakerfið er heldur ekki tilbúið til að taka við umferð, skaflar eru hér og þar og ekki  viljum við að ofursprækir hjólarar tæti út um allt.

Vinsamlegast sýnið þolimæði. Vonumst til að geta opnað svæðið bráðlega. Bolaöldunefndin horfir til þess að geta opnað svæðið þann 25. Það verður tilkynnt hér vel og vandlega.

Bolaöldu tuðararnir.

Sumarið er tíminn og nú er gott að yfirfara tugguna.

sag_3001Sagið í afturdempara er eitt af grunnstillingaratriðum í fjöðruninni. Það er hægt að skrúfa stillingarnar í dempurunum, fram og til baka án þess að finna góðan ballans í fjöðrunina, ef sagið er ekki rétt. Rétt sag er vanalega gefið upp í bókunum sem fylgja með hjólunum eða þá að hægt er að tala við umboðin til að fá málin.

Klikkið HÉR, skoðið vel og drífið ykkur í að græja og gera.

Sumarið er tíminn og nú er gott að yfirfara tugguna.

Dirty filter
Skítugur lofthreinsari

Allir sem eru í hjólamennsku kunna að sjálfsögðu að hreinsa loftsíurnar. En oft vill það samt vera þannig að þetta er drullu jobb og hund leinðilegt. Góð regla er að yfirfara loftsíuna eftir hvern hjólatúr, versta afleiðing af stíflaðri síu er að það kemst sandur og drulla meðfram og í gegnum síuna og endar þá inn í mótor. Það getur kostað úrbræddan mótor.  Hrein og vel undirbúin loftsía er góð fjárfesting. ATH loftsíuolían þornar upp ef langt er á milli þrifa, alveg sama þó að hjólið sé ekki notað. Hreinsið upp síuna og setjið nýja loftsíuolíu áður en hjólið er tekið í notkun aftur.

Klikkið HÉR, skoðið vel og drífið ykkur í að græja og gera.

 

Sumarið er tíminn og nú er gott að yfirfara tugguna.

VORTEX CHAIN & SPROCKET KITOft viljum við trassa það að skipta út keðjunni og tannhjólunum, afleiðing þess getur orði sú að keðjan slitnar í verstu mögulegu aðstæðum, hjá MX ökumanni er versti staðurinn í loftinu eftir uppstökk á palli. Hjá Enduro ökumanni er það langt uppí sveit og enginn til aðstoðar. Þegar farið er út í keðjuskipti er ráðlagt að skipta um tannhjólin í leiðinni. Ef sett er ný keðja á gamalt tannhjól þá mun nýja keðjan teygjast í samræmi við gömlu tannhjólin. Þið fáið ráðleggingar um hvaða keðja hentar fyrir ykkar hjól í næstu hjólabúð.

Klikkið HÉR, skoðið vel og drífið ykkur í að græja og gera.

 

BOLAÖLDUSVÆÐIÐ ER LOKAÐ!!!!!!!!!!!!!!!!

Að gefnu tilefni tökum við það fram að svæðið er LOKAÐ þangað til annað verður kynnt hér á vefnum. Vinsamlegast virðið þessa lokun.

Einhver hetja hefur farið mikinn um svæðið s.l helgi og sýnt okkur það að sumum hjólamönnum er ekki treystandi án eftirlits.

Bolaöldunefnd.