Greinasafn fyrir flokkinn: Félagsstarf

Ef starf er tengt félagi þá er það félagsstarf

Sumarið er tíminn og nú er gott að yfirfara tugguna.

Munum setja inn nokkur góð kennslumyndbönd frá vinum okkar hjá Trans World Motocross á næstu dögum.

Að yfirfara linkinn er nauðsynlegt og það hellst 2-4 sinnum á ári. Ónýtar legur í linknum verða til þess að fjöðrunin virkar ekki á réttan hátt.

Klikkið á, skoðið vel og drífið ykkur í að græja og gera.

Linkur á greinina 

Enn reynt að svindla á seljendum á smáauglýsingavef motocross.is

Um daginn birtist hér smá frétt um það að óprúttnir aðilar færu farnir að skanna auglýsingar og bjóðast til að kaupa hjól með því að greiða í gegnum PayPal. Þessir aðilar eru ennþá að. Leikurinn virkar þannig að væntanlegur kaupandi gerir sér far um að vera erlendur aðili sem vill endilega kaupa hjólið á uppsettu verði án þess að spyrja nokkuð frekar út í ástand þess og þarf seljandi að stofna reikning hjá PayPal til að hægt sé að ganga frá greiðslunni. Svindlið virkar þannig að hin svo kallaði „kaupandi“ hefur svo samband og segist hafa borgað of háa upphæð á reikning þinn og þó svo að þú hafir ekki ennþá sé greiðsluna sjálfur á reikning þínum hjá PayPal að þá á hann eftir að senda þér kvittun sem sýnir þér hans millifærslu, sem „by the way“ er fölsuð, og biður þig um að leggja á sig til baka mismunin. En í raun var aldrei um neina greiðslu að ræða og er hann/þeir með þessu að reyna að hafa okkur seljendur af féþúfu. Þeir sem falla fyrir þessu sitja svo uppi með sárt ennið og hafa ekki gert neitt annað en tapað pening og sjálfsáliti sínu fyrir að hafa látið hafa sig af fífli.

Þessi aðili sem hafði samband við mig kynnti sig sem Harry Jones og tjáði mér að hann væri sjávarlíffræðingur sem ynni erlendis sem gæti bara starfs síns vegna ekki komið og skoðað hjólið. í framhaldi spurðu ég hann hvort það stæði til að flytja hjólið út, þ.e. úr landi, og svaraði hann að bragði að ég ætti bara að stofna PayPal reikning svo hann gæti gengið frá greiðslu og svo myndi fulltrúi hans koma og sækja hjólið. Ég ítrekaði spurninguna hvort til stæði að flytja hjólið úr landi og svaraði hann því þá að svo væri. En það er ljóst að ef svo er, að þá er þessi aðili ekki ýkja gáfaður einstaklingur því notuð hjól eru margfalt ódýrari erlendis heldur en hér heima fyrir utan að þurfa ekki að standa í flutning á hjólinu frá landinu og inn í það land sem hann er staðsettur í. Þar með er grímann fallinn og ljóst að þessi aðili, þ.e. hin svokallaði Harry Jones, hefur eingöngu samband við mig til að reyna að fá mig til að endurgreiða sér mismun á millifærslu sem aldrei mun eiga sér stað. Þannig hafið varann á gott fólk, það eru margir asnar þarna úti sem reyna að nýta sér trúgirni fólks. Ef hlutirnir hljóma of vel til að það geti verið satt, að þá á sú grunsemd oftast rétt á sér og undantekningarlaust er um svindl að ræða.

Vélhjólaklúbbur Skagafjarðar fær leyfi fyrir fleiri æfingasvæði

Af www.feykir.is
Beiðni Vélhjólaklúbbs Skagafjarðar um endurnýjun á leigusamningi til 25 ára á svæði því sem sveitarfélagið hefur úthlutað klúbbnum undir starfsemi sína var tekið fyrir á fundi byggðarráðs í síðustu viku. Þykir mikilvægt fyrir klúbbinn að fá samninginn samþykktan svo klúbburinn geti haldið áfram að byggja upp starfsemi sína til framtíðar.

Einnig óskaði klúbburinn eftir því að fá leyfi til æfinga á eftirfarandi svæðum sem landeigendur hafa gefið samþykki sitt fyrir. Æfingasvæði fyrir ísakstur á Miklavatni í landi Gils, æfingasvæði motocross í landi Kjartanstaðakots og æfingasvæði fyrir enduro í landi Fagragerðis.

Umhverfis- og samgöngunefnd tók erindið fyrir á 83. fundi sínum og bókaði eftirfarandi ”Umhverfis- og samgöngunefnd mælir með endurskoðun og framlengingu leigusamnings til 25 ára en með gagnkvæmu uppsagnarákvæði eftir 5 ár. Nefndin hefur ekki athugasemdir við leyfisveitingu á umbeðnum svæðum til æfingaaksturs.“

Byggðarráð samþykkti erindið og felur sveitarstjóra að ganga frá samningi til 25 ára með gagnkvæmu uppsagnarákvæði á 5 ára fresti.

Kvikmyndasýning um Dakar rallið

stories from the Dakar rallyHið árlega Kvikmyndakvöld Slóðavina verður næstkomandi miðvikudagskvöld í Bíó Paradís, sal 2 við Hverfisgötu 54.

Miðasala hefst á staðnum klukkan 19:30 en myndin hefst kl.20:00. Miðaverð er 1200.kr og er veitingarsala á staðnum.

Sýnd verður myndin „Stories from the Dakar Rally“ en í myndinni er farið yfir 30 ára sögu keppninnar meðan hún var í haldin í Afríku, sýndar myndir og viðtöl frá upphafsárunum ásamt eftirminnilegustu atburðum frá hverri keppni.

Lesa áfram Kvikmyndasýning um Dakar rallið

Bylting í félags- og brautargjöldum hjá VÍK

VÍK blæs til sóknar og boðar byltingu er varðar félags- og brautargjöld til félagsmanna.  Er það von stjórnar VÍK að með þessu sé komið til móts við sem flesta aðila sem að þessu sporti koma og jafnframt auki áhuga manna á að nýta sér þá frábæru aðstöðu sem er í boði og vera virkir félagsmenn.  Ein breyting verður þó hvað varðar endurosvæði VÍK í Bolaöldu og það er að VÍK mun hér eftir rukka fyrir akstur á því svæði.  En hér fyrir neðan má sjá það helsta.

  • Almennt félagsgjald 5.000 kr. – óbreytt á milli ára
  • Nýtt – Félags- og brautargjald sameinað í eitt fyrir allt árið eða aðeins 12.000 kr. sem gildir í allar brautir VÍK og er hægt að greiða með valgreiðslu fyrirkomulagi og greiða 1.000 kr. á mánuði í tólf mánuði, 2.000 kr. í sex mánuði eða með eingreiðslu (tímabil 1 mars 2013 til 1 mars 2014)
  • Nýtt – Frítt fyrir 85cc tvígengis/150cc fjórgengis hjól og minni
  • 50% afsláttur af æfingargjöldum hjá VÍK í sumar og frítt foreldrakort fylgir með
  • Stakur miði í braut 1.000 kr. í bæði motocross og endurobrautir

Hér er um algjöra nýjung að ræða og munar engum um að greiða 1.000 kr. á mánuði sem gildir bæði sem félagsgjald í félagið og sem brautargjald í allar brautir félagsins.  Einnig er frítt fyrr öll 85cc hjól og þaðan fyrir neðan og þar af auki býður VÍK nú í fyrsta sinn foreldrum krakka sem eru á æfingum að fá frítt kort sem fylgir því að vera með krakkana sem eru 16 ára og yngri á námskeiðum hjá VÍK.  Þannig að nú er engin ástæða til að fara ekki með krakkana í brautir því það er frítt og þar að auki getur þú nú iðkað skemmtilegt sport á meðan börnin þín eru á námskeiðinu hjá VÍK.

Nú þegar er hægt að greiða félagsgjaldið á vef VÍK og er það gert með að smella á undirsíðuna/flipann „Félagsstarf“.  2013 ætlar sem sagt að verða árið :).  Ef það eru einhverjar fyrirpurnir að þá er hægt að senda póst á netfangið vik@motocross.is

Góður kynningarfundur í gær vegna Klausturs 2013

IMG_0305Kynningarfundur fór fram í gær vegna Klausturs 2013 og var hann ágætlega sóttur.  Í upphafi fundar fór Geir Gunnar Magnússon næringafræðingur yfir mataræði almennt og sérstaklega fyrir íþróttafólk og var margt áhugavert sem koma þar fram.  Síðan var fyrirkomulag keppninnar sem fer fram 25 maí kynnt ásamt flokkum og skráningu.  Fjölgað hefur verið verulega í flokkum og er það gert til að reyna að skapa aukna stemmingu á staðnum og einnig fyrir keppninni.  Verður t.d. hjóna/paraflokkur (Einar púki og Gunni painter verða koma með staðfest vottorð um sambúð ef þeir ætla að keppa í þessum flokki :)).  Einnig á að reyna á að laða fram gamlar tuggur sem leynast inn í skúrum landsmanna og verður sérflokkur fyrir hjól sem eru 15 ára og eldri.  Verður það meira í skemmtiformi og „keppir“ sá flokkur á undan aðalkeppninni og er um að gera fyrir aðila sem eiga slík hjól að mæta með þau og sýna á staðnum, en nánar um það síðar.

Skráning í keppnina hefst kl.20:00 að íslenskum staðartíma föstudaginn 1 mars og fer skráningin fram á vef MSÍ, www.msisport.is.  Takmarkaður fjöldi sæta er í boði og verður áfram miðað við 400 keppendur í það heila óháð fjölda liða, m.ö.o. einungis 400 keppendur fá að taka þátt.  Er það gert að beiðni landeiganda sem telur að svæðið beri ekki fleiri keppendur og virðum við það að sjálfsögðu.  Meginreglan við skráningu er sú að FYRSTUR KEMUR, FYRSTUR FÆR en þó með þeirri undantekningu að VÍK áskilur sér rétt til að endurraða á ráslínu í fyrstu tvær til þjár línurnar ef þarf og verður það eingöngu gert af öryggis sjónarmiði. Það er engin verðbólga í gangi hjá VÍK og verður keppnisgjaldið óbreytt frá árinu 2012 og verður AÐEINS kr. 13.000 á hvern keppenda.  M.ö.o. ef þú ert einn að þá borgar þú 1 x 13.000 kr., ef það eru tveir í liði að þá er borgað 2 x 13.000 kr. o.s.frv.  Fyrir þá sem eru orðnir ryðgaðir að skrá sig í gegnum MSÍ, að þá er hægt að skoða ferlið hér en þarna eru líka leiðbeiningar fyrir nýja aðila sem EKKI hafa notað þetta kerfi áður og þurfa að stofna sig inn í FELIX.  ATH! að nóg er að einn liðsfélagi sé með aðgang og getur hann þá skráð hina sem ekki eru með aðgang að FELIX kerfinu en hann getur eingöngu skráð sig og sitt lið.

Við viljum benda væntanlegum þátttakendum á að til þess að skráning verði gild, þarf sá að vera búin að greiða félagsgjaldið í sitt félag/klúbb og verður það kannað eftir skráningu hvort svo sé.  Búið er að opna fyrir greiðslu félagsgjalda á vefnum hjá VÍK og nýjung í boði þar fyrir félagsmenn sem kynnt verður sérstaklega í annari tilkynningu/frétt.  Að lokum viljum við bara segja, „gangi ykkur vel og sjáumst hress á Klaustri 25 maí“