Matarprógram í boði Jóa Péturs, VÍFA Akranes / Bootcamp Akranes. ATH gott er að ráðfæra sig við einkaþjálfara eða næringarfræðing um hvað hentar einstklingnum best. Hér eru almennar leiðbeiningar.
_____________________________________________________
Að léttast
Ef ætlunin er að léttast er mikilvægt að borða margar litlar máltíðir reglulega yfir daginn.
Ef við sveltum okkur í þeim tilgangi að losa okkur við aukakíló þá léttumst við eingöngu
vegna þess að vöðvarnir rýrna, en fituprósentan helst hins vegar hin sama eða eykst
jafnvel. Þegar sultarskeiðinu lýkur er líkaminn verr í stakk búinn til að verjast
aukakílóunum en áður, af því að það er hlutverk vöðvanna að brenna fitu. Fólk fellur þess
vegna aftur í sama far og oftast verður það enn þyngra en áður. Þegar barist er við
aukakíló skal ávallt muna að það tekur tíma að ná varanlegum árangri. Með styrktar- og
brennsluæfingum annars vegar og hollu og góðu mataræði hins vegar veitum við
líkamanum öflug vopn í þessari baráttu og komumst hjá því að falla í sama far og áður.
Lesa áfram Matarprógram – Pistill 3 →