Greinasafn fyrir flokkinn: Félagsstarf

Ef starf er tengt félagi þá er það félagsstarf

Klaustur 2013. Kynningarfundur miðvikudag.

Nú er allt að fara af stað hjá okkur.

Næstkomandi miðvikudag, 27.02.2013, verðum við með kynningafund um Klausturskeppnina 2013.

Fundarstaður er ÍSÍ húsið Laugardal, í sal G. Fundartími kl 20:00.

Farið verður yfir:

Kostnað, flokka, reglur, breytingar, skráningu og önnur atriði.

Einnig fáum við til okkar Geir Gunnar Markússon næringarfræðing. Hann mun fara yfir nokkur góð atriði varðandi mataræði fyrir okkur hjólafólk.

Mætið og takið þátt í að skapa.

Stjórn VÍK

Vor í LOFTI ?

Hjólafólk vinsamlegast athugið.

Þar sem hlýindi undanfarinna daga hafa kveikt mikla hjólalöngun viljum við árétta!!!. Það verður að leyfa jarðveginum að jafna sig betur áður en farið er að sprautast út um allt á tuggunum. Hjólafar í viðkvæman jarðveg núna getur þýtt stórkostlega skemmd í vor. Vinsamlega nýtið ykkur brautirnar í Þorlákshöfn, það er leyfilegt og kostar bara 1000 kr að leika sér þar í heilan dag.

Einnig var tekin skoðunarferð á Bolaöldusvæðið, vegurinn þangað uppeftir er nánast ófær vegna leysinga. Allur jarðvegur utan vega er þar af leiðani enn viðkvæmari.

VEGURINN UPP Í BOLAÖLDU ER LOKAÐUR VEGNA LEYSINGA.

Hjólakveðja.

Stjórn VÍK.

 

Matarprógram – Pistill 5.

Matarprógram í boði Jóa Péturs, VÍFA Akranes / Boot camp Akranes. 

___________________________________________________

Gott er að eiga í skápnum

Kjöt og fiskur: Kjúklingur, kalkúnn, fiskur, túnfiskur, kjúklingaálegg og rautt kjöt, harðfiskur.

Egg: Eggjakaka, eggjahvíta á brauð og í salat.

. Mjólkurafurðir: Sykursnautt skyr, fjörmjólk, undanrenna, kotasæla, 11–17% ostur.

Ávextir og grænmeti.

.  Hnetur og fræ.

Kornmeti: Haframjöl, brún hrísgrjón eða hýðishrísgrjón, heilhveitipasta, gróft brauð, hrökkbrauð, sætar kartöflur, kúskús.

Lesa áfram Matarprógram – Pistill 5.

Matarprógram – Pistill 3

Matarprógram í boði Jóa Péturs, VÍFA Akranes / Bootcamp Akranes.  ATH gott er að ráðfæra sig við einkaþjálfara eða næringarfræðing um hvað hentar einstklingnum best. Hér eru almennar leiðbeiningar.

_____________________________________________________

Að léttast

Ef ætlunin er að léttast er mikilvægt að borða margar litlar máltíðir reglulega yfir daginn.

Ef við sveltum okkur í þeim tilgangi að losa okkur við aukakíló þá léttumst við eingöngu

vegna þess að vöðvarnir rýrna, en fituprósentan helst hins vegar hin sama eða eykst

jafnvel. Þegar sultarskeiðinu lýkur er líkaminn verr í stakk búinn til að verjast

aukakílóunum en áður, af því að það er hlutverk vöðvanna að brenna fitu. Fólk fellur þess

vegna aftur í sama far og oftast verður það enn þyngra en áður. Þegar barist er við

aukakíló skal ávallt muna að það tekur tíma að ná varanlegum árangri. Með styrktar- og

brennsluæfingum annars vegar og hollu og góðu mataræði hins vegar veitum við

líkamanum öflug vopn í þessari baráttu og komumst hjá því að falla í sama far og áður.

Lesa áfram Matarprógram – Pistill 3

Matarprógram – Pistill 2

Matarprógram í boði Jóa Péturs, VÍFA Akranes / Bootcamp Akranes.

____________________________________________________

Næringarefnin

Við fáum orku úr þremur flokkum næringarefna – fitu, kolvetnum og prótíni.

Prótín eða eggjahvítuefni er uppbyggingarefni líkamans. Nauðsynlegt er að fá gott

prótín reglulega allan daginn, einkum eftir æfingar. Leitast skal við að eitthvert magn af

prótíni sé í hverri máltíð dagsins. Prótínrík matvæli eru til dæmis egg (hvítan), fiskmeti,

kjöt, hnetur, skyr og aðrar mjólkurvörur auk fæðubótarefna.

Lesa áfram Matarprógram – Pistill 2

Matarprógram í boði Jóa Péturs, VÍFA Akranes / Bootcamp Akranes.

Næstu daga mun ég birta hér nokkra punkta frá Jóa Pétri, en hann er einkaþjálfari og hjólari af skaganum. Þakka honum kærlega fyrir að leyfa okkur að fá smá innsýn í hvað hann ráðleggur sínu fólki. Kannski getum við nýtt okkur eitthvað af þessu hjá honum, jafnvel allt.

 

Matarprógram

 Inngangur

Eftirfarandi ráðleggingar henta öllum þeim sem vilja ná árangri.

Hvort sem markmiðið er að léttast eða þyngjast, er hér um að ræða

raunhæfar leiðbeiningar að settu marki. Hér eru engar skyndilausnir heldur er áherslan

lögð á nýjan heilsusamlegan lífsstíl til að fylgja eftir til frambúðar.

Lesa áfram Matarprógram í boði Jóa Péturs, VÍFA Akranes / Bootcamp Akranes.