Það er nú þannig með okkur hjólafólk að við erum hégómleg fyrir allan peninginn. Við göngum um í göllum sem eru í öllum regnbogans litum, karlmenn í bleiku og kvennmenn í hauskúpugöllum og þykjum við rosa flott. Ekki síður erum við hégómlega á hjólin okkar og viljum hafa þau sem flottust, þar koma límmiða kittin heit inn. Þau er einmitt hægt að fá í öllum regnbogans litum. Fínt í jólapakkann.
Greinasafn fyrir flokkinn: Félagsstarf
Ef starf er tengt félagi þá er það félagsstarf
Jóla Hvað
Allir sem eiga hjól með innspýtingu vita það að þau eru ofurviðkvæm fyrir óhreinindum úr bensíninu. Hér er græja sem sett er í bensíntannkinn og kemur í veg fyrir að drulla sem berst með bensínáfyllingu komist í innspýtinguna. Nauðsynlegt í jólapakkann.
http://www.split-stream.com/products/splitstream-fuel-filters
Jóla Hvað.
Allir vita að það getur verið leiðindarvesen að tæma loftið af framdempurunum. Svona græja er algjör snilld. Þegar búið er að koma þessu fyrir er eina sem þafr að gera, lyfta hjólinu upp að framan ýta á takkann til að hleypa loftinu af og síðan allt klárt. Flott í jólapakkann. Það sem betra er að þetta fæst í flestum hjólaverslunum hér á klakanum.
Jóla Hvað
Eitt erum við hjólafólk alltaf í vandræðum með þegar við erum að sinna viðhaldi á hjólunum okkar. Það eru blessuð verkfærin. Ef við setjum þau á hnakkin þá virðast þau alltaf rúlla í burtu, ef við setjum þau á jörðina finnum við þau ekki aftur. Flott græja í jólapakkann. http://hardlineproducts.com/ShowItem.cfm?itemid=612&catid=210
Jóla Hvað
Ekki má nú gleyma göllunum. Þeir eru alltaf sígildir í jólapakkann. Einhverra hluta vegna náum við hjólafólk alltaf að rífa og tæta gallana okkar. ( skiliddaekki)
Einn galli á ári er lágmarks endurnýjun þannig að einn svona er flottur í jólapakkann.
Jóla Hvað
Skór er eitthvað sem við hjólafólk slítum eins og þeir kosti ekki neitt 🙁 þessir eru hrikalega flottir. Væru kærkomnir í jólapakkann hjá flestum.