Greinasafn fyrir flokkinn: Félagsstarf

Ef starf er tengt félagi þá er það félagsstarf

Hvað er stjórn VÍK eiginlega að bauka þessa dagana?

Stjórn VÍK hittist formlega í fyrsta skipti eftir aðalfund sl. þriðjudag. Mörg mál eru jafnan rædd í tölvupósti en að jafnaði eru stjórnarfundir haldnir mánaðarlega. Í stjórn eru í ár undirritaður, Guðbjartur Stefánsson, Ólafur Þór Gíslason, Birgir Már Georgsson, Pálmar Pétursson, Páll G. Jónsson, Garðar Atli Jóhannsson og Sverrir Jónsson og við ætlum að gera okkar besta til reka gott félag og félagsstarf næsta árið eða svo.

Helstu umræðuefni þessa fundar voru ma: Lesa áfram Hvað er stjórn VÍK eiginlega að bauka þessa dagana?

Troðfullur salur á aðalfundi.

Myndarlegur hópur.

Það var myndlegur hópur félagsmanna sem mættu á aðalafund og létu sig málefni klúbbsins varða. Stjórnin vill þakka öllum sem mættu og einnig fráfarandi stjórnarmönnum, að sama skapi býður stjón nýja stjórnarmenn velkomna til starfa. Nýjir stjórnarmenn eru Sverrir Jónsson ( Sveppi ) og Garðar Atli ( Gatli ) þarna er erum að ræða gríðarlega öfluga liðsmenn sem eiga án efa eftir að láta mikið af sér kveða. Umræðu efni kvöldsins voru ýmis, Klaustur, brautargjöld, keppnir hér og þar, barnastarf, brautir ofl.

Sjáumst á lokahófinu.

Aðalfundur VÍK er í kvöld kl. 20

Við minnum á aðalfundinn sem verður haldinn í húsnæði Ísí við Engjateig kl. 20. Hefðbundin dagskrá er á fundinum, skýrsla stjórnar, yfirferð reikninga, kosningar og almennt spjall um hitt og þetta sem snýr að félaginu. Þá sem langar til að vita meira um félagið og/eða áhrif á það sem við gerum eru velkomnir á fundinn. Það er að auki alltaf pláss fyrir áhugasama í stjórn og nefndum félagsins og áhugasamir geta boðið sig fram á fundinum eða haft samband með pósti á vik@motocross.is

Það styttist í lokahóf

Nú eru minna en tvær vikur í lokahóf MSÍ og miðasala er í fullum gangi á vef msí www.msisport.is, nýtt kortatímabil er byrjað og allt er í súrrandi sveflu. Það er því eins gott að fara að tryggja sér miða því takmarkaður fjöldi miða er í boði og miðasölu lýkur miðvikudaginn 7. nóvember. Einnig er rétt að minna þá sem eiga eftir að bóka borð að gera það hjá Bínu á netfanginu bjork@motosport.is. Svo er 80´s ljósmyndakeppnin í fullum gangi og ég veit að það er hellingur af þannig myndum til þarna úti, þannig að ekki vera feimin að senda þær á msveins@simnet.is. Til mikils er að vinna því að árskort í Bolaöldu brautina er í verðlaun fyrir bestu myndina.

Námskeið fyrir unglinga í MotoMos – Eyþór kennir

Betra er seint en aldrei en vegna anna að þá hefur ekki verið hægt að koma þessu í kring fyrr en núna.  En næstu fjórar helgar, nánar á laugardögum, býðst félagsmönnum á aldrinum 12-16 ára frí námskeið hjá engum öðrum en Eyþóri Reynissyni margföldum Íslandsmeistara sem vart þarf að kynna.  Námskeiðið er frá klukkan 13:00 og varir í þrjár klukkustundir í senn og á því að vera lokið um kl.16:00.  Til þess að vera gjaldgengur á námskeiðið þarf unglingurinn að vera skráður í félagið MotoMos og er þetta eingöngu fyrir þennan aldurshóp, bæði stráka og stelpur.  Við erum að renna nokkuð blint í sjóinn með þetta og vitum ekki hver þátttakan verður en vonandi verður reynslan góð og þá verður hægt að útfæra þetta betur ásamt að gera eitthvað fyrir yngri iðkendur frá aldrinum 6-12 ára.  Þar sem við erum að gera þetta nokkuð seint á árinu og allra veðra von, að þá munum við færa þjálfunina í Þorlákshöfn eða fresta um helgi eftir þörfum.  Alla vega við munum reyna að keyra á þetta næstu fjórar helgar og vonandi verða aðstæður til að klára þetta með stæl.  Námskeiðsdagar er því eftirfarandi.

  • Laugardaginn 27 október:  frá kl.13 – 16
  • Laugardaginn 3 nóvember:  frá kl.13 – 16
  • Laugardaginn 10 nóvember:  frá kl.13 – 16
  • Laugardaginn 17 nóvember:  frá kl.13 – 16

Eins og tekið var fram að þá fer kennslan fram í MotoMos og eina gjaldið sem krafist er, er að viðkomandi sé með brautarmiða í brautina og árskortin gilda.  Að öðru leyti er námskeiðið frítt fyrir iðkendur sem eru á aldrinum 12-16 ára.  En algjört skilyrði að viðkomandi sé skráður og virkur félagi í MotoMos, þ.e. hefur greitt árgjaldið.  Jafnframt ítrekum við það að þar sem allra veðra er von á þessum árstíma að þá áskiljum við okkur rétt til að færa námskeiðið til og hugsanlega verður farið til Þorlákshafnar ef aðstæður leyfa eða við færum til daga, þ.e. flytjum um eina helgi eða tvær.  Við reynum bara að spila þetta eftir eyranu og vonum að þetta gangi upp.

Þeir sem vilja skrá sig og mæta á þessi námskeið, svo við sjáum fjöldann, er bent á að senda tölvupóst á netfangið:  motomos@internet.is.  ítreka enn og aftur að þetta námskeið er eingöngu ætlað fullgildum aðilum að MotoMos og fyrir aldurinn 12-16 ára.  Sjáumst svo bara hress næsta laugardag í MotoMos og muna eftir brautarmiða, þ.e. fyrir þá sem ekki eru með árskort.