Greinasafn fyrir flokkinn: Félagsstarf

Ef starf er tengt félagi þá er það félagsstarf

Aðalfundur VÍK 2012 verður haldinn 7. nóvember nk.

Aðalfundur Vélhjólaíþróttaklúbbsins verður haldinn miðvikudaginn 7. nóvember nk. kl. 20 í fundarsal ÍSÍ við Engjaveg. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf, kosning í nefndir og stjórn, skýrsla stjórnar og samþykkt reikninga. Í lok fundarins verður sýnt nýtt kynningarmyndband fyrir Klaustur ofl. um keppnina.

Á aðalfundinum verður kosið um nýja stjórn félagsins og við  óskum sérstaklega eftir að fleiri bjóði sig fram til að vinna með félaginu. Starfið og rekstur félagsins hefur gengið ágætlega undanfarin ár en nýtt fólk kemur alltaf með nýjar áherslur og hugmyndir sem er aldrei of mikið af. Sérstaklega væri gott að fá fleiri til að styðja við barna- og unglingastarfið, umsjón brauta og keppnishald. Ef þú hefur áhuga á hjálpa til geturðu fengið meiri upplýsingar  í síma 669 7131 og eða sent tölvupóst á vik@motocross.is

Lesa áfram Aðalfundur VÍK 2012 verður haldinn 7. nóvember nk.

Skemmdavargar á ferð í MotoMos – skemmdu meðal annars ýtuna

Einhverjir vanheilir einstaklingar og hefur þurft að fá útrás fyrir sínar stórfurðulegu og einkennilegu hvatir í vikunni upp í MotoMos.  Töluverðar skemmdir urðu á litlu ýtu félagsins þegar viðkomandi hefur reynt að koma henni í gang og tengja beint framhjá sem gekk ekki alveg sem skildi með að þeim víruflækjum sem því fylgdi og endaði viðkomandi því að á þröngva skrúfujárni í svissinn og brjóta það þar.  Kunnum við í MotoMos honum eða þeim bestu þakkir fyrir og er hún ónothæf sem stendur af þessum sökum.  Einnig hafa aðilar þurft að fá útrás með að skemma flesta þá staura sem búið var að setja upp í sumar í kringum brautina og satt að segja skilur maður ekki hvað svona mönnum gengur til.  Þessir klúbbar sem reka þessar brautir mega einmitt svo mikið við því að þessir hálfvitar reyni að láta ljós sitt skína og greinlegt að þegar þessir einstaklingar reyna að stíga í vitið, að þá misstíga þeir sig hressilega.  Biðjum við þá sem orðið hafa varir við óvenjulegar mannaferðir á svæðinu síðustu daga að láta okkur vita með að senda póst með nánari lýsingu á motomos@internet.is.  Ráðlegging okkar til þessara einstaklinga er að þeir leiti sér hjálpar hjá viðeigandi stofnunum og óskum við þeim fullan bata.

80´s ljósmyndakeppni

Herðapúðar, túperað hár og eyliner.

Í tilefni af því að það styttist í lokahóf MSÍ þar sem eitísboltinn Siggi Hlö ætlar að sjá um fjörið þá ætlum við að vera með smá nostalgíu og höfum sett af stað 80´s ljósmyndakeppni. Við leitum að myndum af fólki úr okkar hópi frá þessu tímabili. Þannig að ef það eru til myndir af túberuðu hári, herðapúðum, snjóþvegnum gallabuxum, grifflum. eyliner og hvað allt þetta nú heitir þá er um að gera að senda hana inn. Þetta er kannski ósangjart gagnvart þeim sem ekki náðu að upplifa þetta einstaka tímabil, en þeir geta samt tekið þátt því það er sá sem sendir inn myndina sem fær vinninginn.
Verðlaunin eru glæsilegt, árskort í Bolaöldubrautina í boði VÍK.

Sendið myndina á msveins@simnet.is. Takið fram hver er á myndinni og hver sé sendandi.
Myndirnar verða svo sýndar á lokahófinu og dómnefnd veitir verðlaun fyrir þá bestu.

Crossfitæfingar að byrja aftur

Hópurinn eftir geðveika æfingu í öllum motocrossgallanum 30.4.2011

Já það er komið að því að byrja aftur með crossfitæfingarnar. Við hittumst í Crossfit Reykjavík, Skeifunni á mánudögum og miðvikudögum kl. 18 og tökum vel á því. Ef stemning er fyrir þriðju æfingunni þá verður hún á laugardagsmorgnum kl. 1o. Æfingarnar hefjast alltaf á góðri upphitun og kennslu en síðan tökum við æfingu dagsins saman. Ef við á tökum við sérstaka hjólabónusæfingu að auki og góðar teygjur í lokin.
Við Árni #100 verðum til skiptis með æfingarnar og ábyrgjumst góða stemningu og mikil átök. Þeir sem vilja prófa æfingarnar eru velkomnir en við tökum sérstaklega vel á móti þeim og pössum að menn fari rétt af stað. Hinir sem hafa mætt áður drífa sig bara á staðinn. Verðið á æfingunum er 14.000 fram að áramótum fyrir tvær æfingar í viku og 21.000 kr. fyrir þrjá æfingar í viku. Sjáumst í Skeifunni. Kv. Keli og Árni

KORTIN ERU KOMIN Í SÖLU HÉR FYRIR NEÐAN

Lesa áfram Crossfitæfingar að byrja aftur

Frábær krakkakeppni!

Mjög vel heppnuð krakkakeppni fór fram á svæðinu okkar við Bolaöldu í gær og voru keppendur um 25 talsins. Mikið var um tilþrif og skemmtu sér allir konunglega. Veturkonungur minnti þó aðeins á sig og var orðið frekar kalt undir það síðasta en grjótharðir keppendur létu það ekki á sig fá…

Viljum við þakka öllum sem mættu og hjálpuðu okkur á keppninni, en þó sérstaklega Pálmari fyrir allt því án hans væri keppnin ekki eins glæsileg og raunin var, en einnig viljum við þakka Palla yfirgrillara sem sá til þess að enginn færi svangur heim! Jafnframt viljum við þakka þeim sem gáfu verðlaunin okkar sem voru ekki af verri endanum, en það eru: Dominos, Metro, Sena, Vífilfell og Myndform.

Æfingar halda áfram og er næsta æfing á morgun miðvikudag kl 18 fyrir 50/65cc og kl 19 fyrir 85 og stærri. Hvetjum alla sem mættu á keppnina (og hina sem ekki mættu) til að mæta á æfinguna og vera með okkur, því þetta snýst einnig um félagsskapinn sem fylgir þessu 🙂

Æfingar verða svo einnig í vetur og verðum við úti eins lengi og við getum og förum svo inn í Reiðhöllina.

Hlökkum til að sjá sem flesta á morgun!

Kveðja,

Gulli og Helgi Már

Bolaöldubrautir í flottu standi

Garðar er búinn að vera að fínpússa brautirna alla vikuna og er ástandið á þeim eftir því gott. Um að gera að nýta sér góða verðið sem stefnir í um helgina, gæti þess vegna fryst eftir helgi.

Munið eftir miðum eða árskortum Á HJÓLINU.

Brautarstjórn.