Þriðja og síðasta skemmtikeppni sumarsins verður haldin næsta miðvikudag 12. september. Allir krakkar velkomnir, hvort sem þau hafa verið með æfingunum okkar eða ekki . Fyrirkomulagið verður svipað og áður og keppt í þremur flokkum, 50 cc, 65 cc og 85 flokkum. Ánægja og skemmtun er að aðaltakmarkið og í lokin býður félagið upp á léttar veitingar af grillinu. Mæting er kl 18. og þátttakan kostar ekki krónu. Sjáumst.
Um leið og við minnum á Styrktarkeppnina í Álfsnesi um helgina,
þá er ekki seinna vænna en að fara minna á 7. og 8. umferð Íslandsmótsins í Enduro sem haldin verður á keppnissvæði VÍK í Bolaöldu þann 8. september nk.
Enduronefnd hefur farið yfir svæðið og er með hugmyndir um að leggja alla nokkra nýja slóða og einnig að nota sparisparislóða sem hafa verið í dvala í nokkur ár.
Skráning hefur verið opnuð á www.msisport.is og við hvetjum alla sem hafa áhuga á skemmtilegri keppni að skrá sig. Við minnum á að í Endurokeppnum þarf ekki tímatökusenda heldur er bólukerfið notað þar. Einnig er vert að minna á að slóðarnir eru í mjög góðu ástandi núna og um að gera að nýta sér þetta frábæra svæði áður en Vetur Konungur mættir á svæðið.
Talsvert miklar breytingar eru i gangi á Álfsnesi um þessar mundir. Tilefnið er styrktarkeppni fyrir MXoN liðið okkar sem mun keppa í Belgíu í lok september.
Brautinni og reyndar aðstöðunni allri hefur verið talsvert mikið breytt. Vestasti hluti brautarinnar hefur verið skorinn af og í staðinn bætt við kafla syðst í brautinni (nær barnabrautinni). Þetta gerir það að verkum að brautinn öll er nær pittnum heldur hún var. Enn betra er að risa-áhorfendasvæði hefur verið gert sem er með mikið og gott útsýni yfir nánast all brautina, sem var nú kannski galli á Nesinu áður.
Skráning í MXoN keppnina fer fram hér og hvetjum við auðvitað alla til að skrá sig og njóta þessara flottu breytinga (og auðvitað styrkja strákana).
Reynir brautarstjóri vill koma á framfæri miklum þökkum til Frostfisks fyrir stuðningin við brautargerðina.
Þá er búið að opna fyrir skráningu í bikarmótið sem fer fram á sunnudaginn í Álfsnesi. Keppt verður í 4 flokkum og verður aðalatriðið að hafa gaman af deginum og sýna strákunum í landsliðinu að við stöndum á bakvið þá.
Hér eru flokkarnir sem keppt verður í
Mx Open:MxOpen + Unglingaflokkur ( þeir sem treysta sér ) + bestu úr B og MX 2.
Mx85 + kvenna: Mx kvenna + 85kvk + 85 KK
Mx B: Bestu úr 85cc KK,Unglingaflokkur, +40 )
C flokkur: í þennan flokk má ekki skrá sig ef viðkomandi hefur keppt á Íslandsmóti sl tvö ár, hugsaður fyrir byrjendur
Þar sem keppendur eru fáir þá erum við í vandræðum með flöggun á nokkrum pöllum á morgun. Hér með er auglýst eftir sjálboðaliðum til að aðstoða okkur við það. Ekki verður hleypt út í braut nema að flaggarar séu til staðar. Í boði eru miðar í brautina ásamt hádegismat.
Áhugasamir geta sent emil á vik@motocross.is eða haft samband í síma 777 5700
Enda var allt að gerast. Krakkamót var í 85cc brautinni sem að þjálfarar félagsins sáu um í dyggri umsjá Pálmars P. Gaman að sjá framtíðina takast á brautinni, þvílík ánægja og áhugi sem skín af þessum krökkum. Allir fengu verðlaun og medalíur, Bína Bleika verðlaunaði síðan alla keppendur með pylsum og gosi í lokin. Einnig var gaman að sjá hversu virkir foreldrarnir eru í barnastarfinu.
Í framhaldi af þessu verður næsta æfing á mánudaginn opin fyrir alla krakka sem vilja koma og læra meira og hjóla betur.
Eins og sést á forsíðumyndinni þá hefur húsið tekið stórkostlegum breytingum, búið er að klæða 3/4 af húsinu og hefur einvalalið staðið sig frábærlega þar.
Brautin verður opin í dag frá 16.00 – 21.00. Svo er það stóri vinnudagurinn á morgun, Föstudag. Við þurfum að klára frágang í kringum brautina ofl. Okkur sárvantar fólk til að aðstoða okkur. Vinnutíminn er frá 18:00 gerum ráð fyrir að klára þetta á 2 klst. Lesa áfram Fjör í Bolaöldubrautum í gærkvöldi.→