Greinasafn fyrir flokkinn: Félagsstarf

Ef starf er tengt félagi þá er það félagsstarf

Nú er allt að gerast. Ekki gleyma að skrá sig fyrir kl 21:00 í kvöld

Það má segja að það sé allt að gerast á Bolaöldusvæðinu þessa dagana.

Síðasta MX mót sumarsins er næstkomandi Laugardag, brautin er orðin gríðarlega skemmtileg og má búast við miklu fjöri. EKKI GLEYMA AÐ SKRÁ SIG FYRIR KL 21:00 Í KVÖLD. 

Öflugur hópur félgasmanna vinnur við að klæða húsið að utan, það er ekki að spyrja að því þegar hópur heljarmenna tekur sig saman, þá gerast hlutirnir. Það var ótrúlegt að sjá árangurinn eftir gærkvöldið, að mestu búið að klæða hliðina sem vísar út í brautina. Húsið verður glæsilegt ásýndar þegar þessu verður lokið.

Eitt var leiðilegt að sjá í gær, allt of margir voru ekki með miða í brautina. Það verður HART tekið á þessu næstu daga og ALLIR SEM EKKI ERU MEÐ MIÐA EÐA ÁRSKORT Á HJÓLUNUM VERÐUR VÍSAÐ Í BURTU SAMSTUNDIS.

Stjórn VÍK

Krakkakeppni næstkomandi miðvikudag, fyrir alla krakka.

Næstkomandi miðvikudag ætlum við að halda krakkakeppni í Bolaöldu í staðinn fyrir æfingu. Allir krakkar sem eiga eða hafa aðgang að hjóli eru velkomin (ekki bara þeir sem hafa sótt æfingarnar). Eina sem er farið fram á er að allir hjálpist að við að gera keppnina skemmtilega.

Fyrirkomulagið verður þannig að báðir hópar taka upphitun og svo taka 50/65cc 2 10 mín moto + 2 hringir  og 85/125cc taka 2 13 mín moto + 2 hringir. Mæting er á sama tíma og þegar æfing er, kl 18 fyrir 50/65cc og kl 19 fyrir 85/125.

Verðlaun verða fyrir alla og svo klárum við daginn með því að grilla ofan í alla eftir keppni 🙂

Hlökkum til að sjá sem flesta!

Kveðja,

Gulli og Helgi Már

Frábær spá fyrir bikarmótið á laugardaginn – SKRÁNING LOKAR KL.21 Í KVÖLD

Það er vægast sagt hriklega flott spá fyrir síðustu umferð Suzuki bikarmótsins sem fer fram í MotoMos á laugardaginn.  Spáð er glampandi sól, ekki ský á himni og því glampandi sól.  Já, veðurguðinn ætlar að skarta sínu besta á keppnisdag.  Verið er að taka brautina hressilega í gegn og lofar Balli, Snorri og þeir sem eru að vinna á ýtunni að hún muni líta hrikalega vel út.  Skráning hefur farið ágætlega af stað og nú þegar eru nokkrir komnir í C-flokk sem sést ekki á vef MSÍ þar sem það er skráð með því að senda póst beint á MotoMos.  SKRÁNING LOKAR KL.21 Í KVÖLD Á VEF MSÍ en besta uppskriftin af eðal laugardegi er að keppa á laugardaginn í bikartmótinu og fara svo á menningarnóttina í bænum.  Gerist ekki betra.  Koma svo, skrá sig og hafa gaman af þessu og gera laugardaginn eftirminnilegann með þátttöku. Lesa áfram Frábær spá fyrir bikarmótið á laugardaginn – SKRÁNING LOKAR KL.21 Í KVÖLD

Bolaöldubrautir

Bolaöldubrautirnar skörtuðu sýnu fegursta í gærkvöldi. Fullkominn raki, frábær uppstökk og lendingar, ruttsar hér og þar, engin kvöldsól að bögga, fullt af fólki að leika sér, háþrýstidæla til að hreinsa hjólin áður en haldið var heim á leið. Meira að segja tók einn góður maður flugferð út í móa þar sem hann gleymdi sér í hamingjunni og stökk þar sem ekki átti að stökkva 🙂 .  Dagurinn í dag verður á sama veg: Fullkominn raki, frábær uppstökk og lendingar, Garðar sveittur við að viðhalda brautinni til kl 16:00. Og þá verður= Fullt af fólki að leika sér og allir með árs – miða á hjólunum.  Gaman saman. 

Þar sem síðasta MX keppni ársins verður í Bolaöldubraut þá er vert að minnast þess að síðasti dagur til að æfa sig verður Miðvikudagurinn 22.08.12. Nú er um að gera að nýta sér veðrið og aðstæður.

Brautarstjórn

PS: Heyrst hefur að : “ K- formó“ hafi misst sig í gleðinni og hafi ekki yfirgefið brautina fyrr en um 8 leytið í morgun, þvílík var hamingjan.

Skráning nýliða í Suzuki bikarmótaröðinni á laugardaginn

Ert þú áhugamaður um motocross og hefur aldrei tekið þátt í keppni en langar að prófa?  Þá er Suzuki bikarmótaröðin rétti vettvangurinn fyrir þig.  Allt sem þú þarft að gera er að senda tölvupóst á netfangið motomos@internet.is með upplýsingar um nafn, síma, hjólategund og kennitölu og þú getur orðið þátttakandi í bikarmótinu.  Þátttökugjald er 3.000 kr. og þarf að leggja það inn á reikning MotoMos beint og er reikningsnúmer: 0315-13-301354, kennitala: 511202-3530 og senda svo kvittun á sama netfang.  Sá sem skráir sig í nýliðaflokkinn þarf ekki að leigja sendir heldur er þetta hugsað fyrst og fremst fyrir þá sem langar að fá tilfinninguna fyrir því hvernig er að keppa í motocrossi.  Ræst er eins og í venjulegri motocrosskeppni og aka ökumenn tvö moto samtals 10 mínutur + 2 hringir.  Notast er við talningu og eru ökumenn því taldir í stað þess að nota tímasenda.  Þetta er frábær leið til að kynnast sportinu og hvernig það er að keppa í motocrossi.  Tekið skal fram að öll hjól í keppninni þurfa að vera skráð, þ.e. á númerum og tryggð.  Það á við allar keppendur, ekki bara nýliða.

Skilyrði fyrir þáttöku í þessum flokk er að hafa ekki tekið þátt í íslandsmóti í MX Open eða MX2 áður.  Hjólastærð er 125cc tvígengis eða stærra

 

Hefur þú verið spurð-ur !! Af hverju ertu í þessu sporti?

Eins og sést á myndunum hér fyrir neðan þá er þetta m.a ein af ástæðunum fyrir því að ég er í þessu sporti. Það er þvílíkur tegundarígur á milli manna og jafnan hart barist í brautinni þegar það ber uppá, menn jafnvel kítast þegar svoleiðis gerist. En þegar einhver lendir í vandræðum hlaupa allir til, alveg sama á hvaða tegund menn aka um á. Aron Ómars #66 lenti í því s.l Laugardag að slíta keðju í upphafi á tímatökunum. Það var ekki að spyrja að því, það komu menn úr Honda liðinu, KTM liðinu, Husqvarna liðinu, Kawasaki liðinu, Yamaha liðinu og að sjálfsögðu Suzuki liðinu og lögðu hönd á plóginn til þess að Aron kæmist út aftur til að klára tímatökuna. Gaman saman. Lesa áfram Hefur þú verið spurð-ur !! Af hverju ertu í þessu sporti?