Greinasafn fyrir flokkinn: Félagsstarf

Ef starf er tengt félagi þá er það félagsstarf

Bolaöldusvæðið í fínu formi.

Loksins höfum við fengið rigningu og þar af leiðandi er bæði brautir og slóðar í fínu formi. Um að gera að nýta tækifærið og hjóla af sér afturendann í dag. Aron og Sandra standa sig eins og hetjur við að halda svæðinu fínu og flottu. MX brautirnar opna kl 16:00. Munið eftir miðum  eða árskortum Á HJÓLUNUM.

Brautarstjórn.

Tilkynning frá MSÍ

af msisport.is

4. umferðin í Íslandsmótaröð MSÍ í Moto-Cross fer fram laugardaginn 21. júlí á Selfossi í nýrri glæsilegri braut. Keppendur athugið að það verður farinn skoðunarhringur fyrir hvert moto eins og aðstæður leyfa, mikilvægt að vera komnir tímanlega fyrir ræsingu, dagskrá verður eins og hún hefur verið en reynt verður að koma þessu að eins og við á.

Einnig eru keppendur minntir á að skrá sig tímanlega fyrir mót, samkvæmt reglum MSÍ rennur skráning út á þriðjudagskvöldi fyrir keppni kl. 21:00 og eru engar undantekningar á því. Það er mjög leiðinlegt að þurfa að vísa mönnum frá keppni vegna þessa en þegar skráning hefur staðið opin í margar vikur þá er lítið hægt að gera í málinu. Stjórn MSÍ tók málið fyrir í vikunni og mun þessi regla verða skoðuð á næsta þingi sambandsins og hugsanlegt að tekin verði upp aftur regla um að hægt verða að skrá sig eftir að skráning rennur út á hærra gjaldi en það myndi ekki koma til framkvæmdar fyrr en á næsta keppnistímabili.

Þrjú atvik hafa komið upp í sumar þar sem keppanda hefur verið vísað úr “moto” fyrir ógætilegan akstur við gult flagg eða þar sem verið var að hlúa að slösuðum keppanda í braut.

Keppendur eru minntir á að sýna varúð, hægja á sér og taka ekki framúr þar sem óhapp er í braut og þar sem gulum flöggum er veifað.

Það er á valdi keppnisstjóra hverju sinni hvernig hann tekur á eða metur aksturslag keppanda og hefur fullt vald til ákvörðunar refsingar við hæfi.

Glæsilegt vökvunarkerfi á Selfossi

Selfyssingar tóku í gærkvöld í notkun glæsilegt vökvunarkerfi. Fjórða umferðin í Íslandsmótinu í motocrossi fer einmitt fram þar á laugardaginn og mega allir 62 keppendurnir búast við toppaðstæðum. Brautin er opin til klukkan 4 í dag og svo lokuð fram að keppni.

Hér er mynd frá Facebook síðu þeirra

Þrjár byssur að störfum

Nýjustu fréttir úr Bolaöldu

Garðar segir brautina enn og aftur í toppstandi. Nú er skýjað og minni þurrkur en síðustu daga. Hann ætlar að vökva stanslaust í dag en slekkur svo á vökvunarkerfinu kl. 17. Hann ætlar að vinna í brautinni í dag, týna grjót og laga eins og hægt er þannig að kvöldið ætti að verða mjög gott. Miðarnir eru í Olís – have fun.

Bolaöldubraut nývökvuð og í toppstandi

Var að tékka á Bolaöldunni og þar er búið að vökva hressilega tvisvar sinnum í dag, logn og sólskin. Húsið er hreint og klárt en Aron kann ekki á kaffivélina ennþá. Þetta er brautin í dag!

Bolaöldusvæðið í flottu standi.

Garðar vill koma því á framfæri að brautir og slóðar eru í flottu standi.

Búið er að vinna í stóru brautinni í dag og grjóti komið sem lengst í burtu. Það er flottur raki í bæði brautum og slóðum enda hafa skýin verið að hlífa svæðinu fyrir sólinni undanfarna daga. Flott aðsókn var á svæðið í gær og verður brautin opin næstu daga. Einnig má hafa samband við Garðar í S:866 8467 til að ath með opnun á morgnana.

Brautirnar verða opnar alla virka daga frá 16:00 – 21:00, helgar 10:00 – 18:00  á meðan veðrið leyfir.

Brautarstjórn