Greinasafn fyrir flokkinn: Félagsstarf

Ef starf er tengt félagi þá er það félagsstarf

Bolaöldusvæðið.

Garðar og co vilja koma eftirfarandi á framfæri:

Brautirnar er í pottþéttu ásigkomulagi og flott rakastig, slóðarnir er allir mjög góðir og veðrið er loksins orðið gott fyrir okkur hjólafólkið. Húsið er opið ef starfsmenn eru á svæðinu og þá er kaffið vanalega ekki langt undan. Brautirnar eru opnar í allan dag og um helgina. Nú er bara að rífa fram tugguna og hjóla af sér afturendann.

Brautarstjórn.

Akstur utanvega í kringum MotoMos er stranglega bannaður

MotoMos vill árétta að allur akstur fyrir utan svæði MotoMos sem er ekki á viðurkenndum vegum eða slóðum er stranglega bannaður.  Upp á síðkastið hafa borist miklar kvartanir hjá nágrönnum okkar og hafa einstaklingar verið að hjóla norðanmegin við brautina (nær Esjunni) öllum stundum og fyrir stuttu var umferð ökutækja á þessu svæði til rúmlega miðnættis.  Fyrir vikið er formleg kvörtun komin í gang í kerfið hjá bænum sem getur haft áhrif á starfsleyfi brautarinnar og sett framtíð hennar í hættu.  MotoMos er búið að eyða miklu púðri í svæðið og nemur fjárfestingin tugum milljóna síðustu árin og væri það einstaklega súrt í broti ef þeirri fjárfestingu yrði sópuð til hliðar með lokun brautarinnar einfaldlega þar sem nokkrir óforskammaðir aðilar virða hvorki lög né reglur og láta almenna skynsemi víkja til hliðar fyrir stundar gamani.  Þó ekki sé hægt að ætlast til að MotoMos beri ábyrgð á ökumönnum utan svæðisins, þá beinast allar kvartanir að þeirri starfsemi sem félagið stendur fyrir á svæðinu. Lesa áfram Akstur utanvega í kringum MotoMos er stranglega bannaður

Breytt dagskrá fyrir Suzuki bikarmótið á morgun

Það kom berlega í ljós smá annmarkar á dagskránni sem keyrt var eftir í fyrstu umferðinni í Suzuki bikarmótaröðinni og nú hefur það vonandi verið lagað.  Helstu breytingarnar eru að „Nýliðar/búðingar“ fá líka tímatöku/upphitun í brautinni og eru þeir fyrstir á dagskrá.  Dagskráin lengist lítillega en hún gerði það hvort sem er þar sem þess þurfti við á Selfossi.  Hér er svo dagskráin sjálf. Lesa áfram Breytt dagskrá fyrir Suzuki bikarmótið á morgun

Bolaöldubrautir OPNA KL 17:00 í dag!!!! Fullkomið rakastig.

Bolaöldubraut um miðnætti í gær.

Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á stóru brautinni,  biðjum við ofurfríska hjólara að taka a.m.k einn rólegann skoðunarhring áður en jólagjöfin er sett í botn. M.a sem gert var: dropppallur, lengdir pallar, lækkaðir pallar, fjarlægðir pallar, hólar, vúbbsar, öldur, brattari lendingar, breikkun.  Allskonar bull í gangi.

Unglinga / byrjenda-brautin hefur líka fengið gagngera yfirhalningu nú verður hún keyrð í öfuga átt. Þar viljum við biðja foreldra að gefa smá af tíma sínum, rétt á meðan krakkarnir hjóla, labba um brautina hreinsa steina og það sem til fellur. Best væri að hreinsa alla steina meðfram brautinni líka til að ekki komi upp óhapp við útaf akstur hjólakappanna.

Munið eftir miðunum, enginn miði eða árskort á hjóli er brottvísun og langt bann.

Brautarstjórn Lesa áfram Bolaöldubrautir OPNA KL 17:00 í dag!!!! Fullkomið rakastig.

Bolaöldubraut í frábæru standi, það er búið að rigna í dag.

Samkvæmt Aroni Berg, yfirmanni steinatýnslu og hreinsunarmála,  hefur ringt í brautina í dag. Einnig er hinn síglaði Robert Knasiak og fleyri góðir búnir að vera sveittir við að gera og græja slóðana með öflugum vinnuvélum. Það er búið að hreinsa brekkurnar úr og í Bruggaradalinn, mun hún vera fær öllum núna.  Einnig er búið að laga verstu vúbbsakalfana á neðra slóðasvæðinu. Nú er það bara fullt rör og lítið af bremsum.

Muna eftir miðunum þar sem nauðsynlegt er að fá peninga inn fyrir svona framkvæmdum.

Brauta og slóðanefndin.

Slóða-VINNUkvöld á morgun, miðvikudag!

Á morgun ætla þeir Róbert, Haukur og fleiri að taka til hendinni í slóðakerfinu og ma. að laga brekkurnar yfir í og upp úr Bruggaradalnum. Brekkurnar eru orðnar mjög grýttar og erfiðar og sérstaklega núna þegar allt er svona þurrt. Við ætlum því að leigja litla gröfu til að hreinsa grjótið úr slóðinni. Samhliða því væri virkilega vel þegið að fá hjálp við að raka og týna laust grjót úr brekkunum. Vinna hefst strax í fyrramálið en vinnukvöldið verður ca á milli 18 og 21 og öll aðstoð er vel þegin. Svæðið í Bruggaradalnum er virkilega skemmtilegt og frábært svæði fyrir byrjendur en brekkurnar eru ekki fyrir hvern sem er.

Lesa áfram Slóða-VINNUkvöld á morgun, miðvikudag!