Greinasafn fyrir flokkinn: Félagsstarf

Ef starf er tengt félagi þá er það félagsstarf

Sáningu lokið í kringum brautina, barnabrautin tilbúin og starfsmenn hafið vinnu í sumar

Frá sáningu í dag sem sprautuð var á þar til gerðum bíl

MotoMos hefur nýlega lokið sáningu í kringum alla brautina og fyrir vikið eru ALLIR ökumenn beðnir um að virða þær hjáleiðir sem búið er að gera í brautinni en ekki að æða út úr brautinni hvar sem þeim þóknast eða dettur í hug.  M.ö.o. bannað er að fara út úr brautinni nema á þar til gerðum stöðum.  Með þessari sáningu myndast binding í jarðveginn í kringum brautina og ætti að minnka allt ryk ásamt að svæðið verður fallegra á að horfa þegar grasið fer að spretta.  MotoMos hefur komið upp ágætis barnabraut sem er fín 65/85cc braut og ættu allir krakkar að geta skemmt sér vel í henni.  Vökvunarmál eru í brennidepli þessa dagana í þessari þurrkatíð og til þess að bæta það, að þá hefur félagið sett upp stórar brunaslöngur sem eiga að bæta upp á það sem á vantar í vökvun á brautinni.  Með þessu vonast félagið til að geta vökvað með góðu móti um 90-95% af brautinni.

Lesa áfram Sáningu lokið í kringum brautina, barnabrautin tilbúin og starfsmenn hafið vinnu í sumar

Ný braut AÍH var vígð á laugardaginn

Mynd af facebook síðu AíH
Allt á fullu í brautinni

Torfæruhjóladeild Akstursíþróttafélags Hafnarfjarðar (AÍH) opnaði um helgina nýja motocross braut í Hafnarfirði. Ekki hefur verið keppnismotocross braut í Hafnarfirði síðan brautin í Seldal lagðist af fyrir rúmum 20 árum. Þessi braut er þó ekki tilbúin fyrir keppni ennþá en má segja að hún sé æfingabraut ætluð öllum aldurshópum. Brautin er staðsett rétt við rallýcrossbrautina við Krýsuvíkurveginn (sem er ekki ýkja langt frá gömlu brautinni í Seldal) en hún er 700 metrar að lengd.
Fjölmenni mætti við opnunina og voru bæði byrjendur sem og margfaldir Íslandsmeistarar í hópnum, bæði fólk úr Firðinum og annarsstaðar að. Fólk þótti brautin almennt góð og bjartsýni réði ríkjum.
Í framtíðinni stendur til að lengja lokakafla brautarinnar og hún mun þá verða 950 metrar og nýr startkafli búinn til.

Brautin er opin sem hér segir: mánudaga og miðvikudaga 18-21, laugardaga 12-18.
Gjaldið er einfalt:  1.000 kr. fyrir alla nema 65cc og minni, frítt fyrir þá.

motocross.isóskar AÍH til hamingju með brautina.

Hér eru myndir frá opnunardeginum

MotoMos vökvuð hressilega á morgun – opnar kl.13

Ótrúlegt en satt, júní rétt byrjaður og þurrkur orðin eitt helsta vandamál í öllum brautum á suðvesturhorninu eins og er.  En þrátt fyrir það að þá ætlar MotoMos að reyna við að vökva brautina þokkaleg svo hægt verði að hjóla í einhverjum brautum hér á suðvesturhorninu í þessari blíðu.  Balli sprautari vökvaði í dag og ætlar að mæta aftur snemma í fyrramálið til að vökva á morgun hressilega rétt áður en við gerum ráð fyrir að opna svo hjólamenn geti hjólað við þokkalegar aðstæður.  Við ætlum nokkrir að mæta rúmlega 12 á morgun og týna úr brautinni steina, allir velkomnir að týna, og síðan mun Balli láta dæluna ganga eins og tankarnir þola og vökva eins mikið og hægt er.  Brautin verður svo opin fyrir fólk kl.13 og vonumst við til að sjá sem flesta þar sem ástand brauta er vægast sagt þurrt þessa daga og ekkert í kortunum sem segir að þetta sé að breytast á næstunni.

Að öðrum málum að frétta að þá mun MotoMos fá kurl til að setja í brautina og mun sú vinna hefjast í næstu viku.  Er það von MotoMos að með kurlinu verður auðveldara að viðalda raka í brautinni og breyti upplifun ökumanna við að keyra.  Þetta verkefni er langtíma verkefni en á næstum 3 – 5 árum að þá mun MotoMos setja um 60-70 rúmmetra af kurli á hverju ári í brautina í þeirri von að blöndun þess við núverandi efni geri brautina betri hvað raka og þurrk varðar.

Opnun AÍH motocross brautar

Næst komandi laugardag, 9. júní, kl. 12 verður AÍH motocross brautin við Krísuvíkurveg (Rallýcrossbrautin) opnuð. Um er að ræða um 700 metra langa æfingarbraut og verður frítt í brautina þann daginn. Einnig verða pylsur og gos. Endilega koma og láta sjá sig, skoða brautina og hitta hjólafólk.

Stjórn torfærudeildar AÍH.

Úr Hafnarfirðinum

Keppendalistinn á Klaustri

Ágætu keppendur.

Hér er listinn fyrir Klaustur eins og við höfum náð að skrúfa hann saman. Það hefur gengið töluvert á hvað varðar allra handa breytingar fram að þessu og algjörlega líklegt að eitthvað hafi skolast til.

Margir hafa látið fylgja góðar upplýsingar um meðkeppndur, allt of margir treysta á djúpt innsæi skráningardeildar og jafnvel hugsanalestur. Endilega farið nú yfir þennan lista sem fyrst og ef einhverjar athugasemdir eru,  þá senda strax auðskiljanlegar leiðréttigar á skráning@msisport.is

Setjið í subject póstsins:  Klausturlisti  svo pósturinn skili sér í réttar hendur.

Endilega notið fullt nafn á öllum aðilum og helst kennitölu. Engar langlokur um stöðuna – bara koma sér beint að efninu. Hver er hættur við, Hver flyst hvert o.s.frv. – og láta endilega fylgja hvernig endanlegt lið á að líta út.

Það er voðalega erfitt að átta sig á hver ætlar að gera hvað, þegar menn skrifa t.d.:

„Hæ! Ég er skráður með Didda í TVÍ en, Guddi er í mauki og er hættur við, svo að Silli sem ætlaði að keppa með Gunna pabba sínum, og er að fara til útlanda, tekur hans pláss en svo bætist Doddi í liðið (hann var skráður með Sjonna í fyrra!!) og þá erum við að spá í að vera bara í ÞRÍ.  Nema sko einn fari í JÁRN, þá verður það bara ég og mamma í AFKVÆMA  –  OK?“  😉

Kv. Skráningardeild VÍK

Lesa áfram Keppendalistinn á Klaustri