Greinasafn fyrir flokkinn: Félagsstarf

Ef starf er tengt félagi þá er það félagsstarf

Brautarstarfsmenn á Klaustri

Undirbúningur fyrir Klausturskeppnina er í fullum gangi. Þeir sem hafa áhuga á að hjálpa til eru meira en lítið velkomnir.

Þeir sem eru áhugasamir um að verða brautarstarfsmenn (Race Police) geta sent póst á palli@emax.is og boðið sig fram. Æskilegt er að starfsmenn komi með sitt eigið faratæki til að nota. Allskonar faratæki eru hentug fyrir þessa starfsmenn, bæði fjórhjól, mótorhjól, trialhjól og jafnvel bara gönguskór.

 

Klaustursnámskeið

Nú býðst frábært tækifæri til að fínpússa tæknina fyrir Klaustur!
Laugardaginn 19. maí mun íslenska landsliðið í ISDE „Six Days“ 2012 halda þriggja tíma námskeið í Enduro tækni með það að markmiði að undirbúa keppendur fyrir Klausturskeppnina sem fer fram um aðra helgi.

Námskeiðið verður haldið á Bolaöldusvæðinu laugardaginn 19. maí á milli kl. 10:00 og 13:00, mæting er við húsið og haldið verður þaðan inn í Bruggaradal þar sem æfingin mun fara fram.

Farið verður um valin svæði sem henta til æfinga fyrir Klausturskeppnina með það í huga að undirbúa þáttakendur fyrir skemmtilegustu keppni ársins.

Meðal þess sem kennt verður:

  • Grunnstillingar á hjóli og ökumanni
  • Startæfingar
  • Beygjuæfingar
  • Bremsun
  • Sitja eða standa
  • Röttar
  • Fara upp/niður moldarbarð

Verð fyrir námskeiðið er 10 þúsund og munu þáttakendur fá ISDE 2012 Team Iceland bolinn við komu á Klaustur.   Allur ágóði rennur í fararsjóð liðsins, meira um keppnina og undirbúning liðsins síðar.

Áhugasamir vinsamlega sendið tölvupóst á agustbjornsson@gmail.com eða hafið samband í s 895 2123.

Lesa áfram Klaustursnámskeið

Útsýni yfir Bolaöldur

Einn félagsmaður í VÍK, Robert Knasiak, fékk vinkonu sína til að búa til svona stórglæsilega 3D mynd af motocrossbrautinni í Bolaöldu. Glæsilegt framtak.

Smellið á myndina til að sjá brautina í 3D

Ný bikarmótaröð að hefjast og ber hún nafnið Suzuki bikarmótaröðin – Glæsileg verðlaun í boði

Sett hefur verið á laggirnar ný bikarmótaröð í samvinnu við Suzuki umboðið á Íslandi sem verður í formi stigakeppni.  Keppt verður í þriggja móta röð og eru glæsileg aðalverðlaun í boði og má þar fyrst og fremst nefna keppnisstyrkur frá Suzuki fyrir allt árið 2013 ásamt því að veitt verða verðlaun í öllum mótunum frá Suzuki.  Til þess að eiga möguleika á þessum glæsilega aðalvinning þarf viðkomandi að vera efstur að stigum í Pro flokki í lok sumars.  Suzuki blæs til þessara mótaraðar í samvinnu við þrjá klúbba og eru það VÍFA upp á Akranesi, UMFS á Selfossi og MotoMos í Mosfellsbæ.  Fyrsta keppnin mun fara fram á Selfossi þann 17 maí næstkomandi og er verið að undirbúa opnun á skráningu á vef MSÍ.  Öll skráning mun fara í gegnum vef MSÍ, www.msisport.is, og þurfa keppendur að eiga senda til að geta tekið þátt þó með einni undantekningu.  Boðið verður upp á „Nýliðaflokk“ þar sem aðilar geta komið sem svo sannarlega hafa ekki keppt áður og fengið að taka þátt í því skyni að kynnast því hvernig er að keppa.  Fyrir viðkomandi er nóg að senda póst á eitt ákveðið netfnag og verður netfangið auglýst síðar.  Þessi flokkur verður ekki keyrður ef þátttaka verður undir tíu keppendur í hverri keppni en þetta er liður Suzuki og klúbbana í að reyna að fá nýliða til að prófa að keppa.  Lágmarksstærð hjóla í „Nýliðaflokkinn“ er 125cc tvígengis eða stærri og er keyrt í 2 x 10 mínútur plús tveir hringir.  Í stað þess að nota tímamæla í þessum flokki að þá verður talið.  Af öðrum flokkum er að frétta að keppt verður í MX kvenna ásamt 85cc og svo Pro flokk sem mun skiptast í A og B flokk.  

Lesa áfram Ný bikarmótaröð að hefjast og ber hún nafnið Suzuki bikarmótaröðin – Glæsileg verðlaun í boði

Endurokeppni að Flúðum 12 Maí

Nú þegar 1. umferð á Íslandsmótinu í Motocrossi er lokið þá er undirbúningur fyrir 1. umferð Enduro CC í fullum gangi hjá Enduronefnd Vík ásamt heimamönnum. Það er að mörgu að hyggja hjá okkur VÍK mönnum þennan mánuðinn, en klúbburinn stendur fyrir 3 keppnum í þessum mánuði.
Lokahönd á merkingu Brautarinnar að Flúðum verður lögð núna í vikunni og svo er bara eftir að semja við veðurguðina góðu um að sannkallað Flúðaveður verði á keppnisdag.
Landið sem keppt er í tilheyrir bæ sem heitir Reykjadalur og er um 7-8 km frá Flúðum.
Það er okkar von í stjórn VÍK að framtak þetta hjá Flúðastrákunum að fá þetta land undir keppnina verði gott innlegg í keppnishaldið í Enduro CC þar sem að gott keppnisland er forsenda þess að keppnirnar verði skemmtilegar og spennandi fyrir alla.
Við viljum minna fólk á að skrá sig tímanlega á msisport.is. Skráningarfresturinn er til 21:00 núna á þriðjudagskvöldið, annað kvöld, og við hvetjum sem flesta hjólara til að vera með í þessu. Þessi keppni er tilvalin upphitun fyrir þá fjölmörgu sem ætla að vera með á Klaustri 27. Maí.
Meðfylgjandi video sýnir hluta brautarinnar sem keppt er í að Flúðum.
Lesa áfram Endurokeppni að Flúðum 12 Maí

VÍFA kaupir traktor af VÍK

Ólafur Gíslason ( VÍK ) og Jóhann Pétur ( VÍFA ) að handsala kaupin á traktornum.

VÍFA klúbburinn á Akranesi hefur fest kaup á gamla taktornum sem VÍK átti. Traktorinn þurfti orðið töluvert viðhald og VÍK hafði ekki aðstöðu til að gera hann upp. En innan raða VÍFA eru grjótharðir viðgerðarmenn sem hafa legið í viðhaldi á traktornum undanfarið. Kaupin voru formlega hansöluð 1.Maí þar sem VÍFA hafði greitt traktorinn að fullu. Traktorinn hefur þegar verið í mikilli notkun í Akrabraut og komið sér vel. VÍK óskar VÍFA til hamingju með traktorinn og vonast til að hann reynist klúbbnum jafnvel og hann reyndist VÍK. Gamli taktorinn er gulls ígildi á Skaganum.