Greinasafn fyrir flokkinn: Félagsstarf

Ef starf er tengt félagi þá er það félagsstarf

MX Bolaöldu 5.5.2012.

Þá er komið að því, keppnin er á morgun, Laugardag.

Til að allt gangi upp á keppnisdegi þarf ýmislegt að vera á hreinu.

Keppendum/ aðstandendum er skylt að skaffa mannesku í flöggun. Einungis er um að ræða flöggun tvisvar yfir daginn. Flöggunarpappírum er útdeilt við skoðun.

Hafa skráningarplötur/ skírteini og tryggingarpappíra  meðferðis í skoðun. Munið eftir því að í skoðun skal hjól vera í lagi, legur, plöst, handföng. Gott væri ef fólk er með keppnisreglur á hreinu sjá HÉR. Ekki má heldur gleyma góða skapinu. Ekki væri nú verra að keppendur prentuðu út þátttökuyfirlýsinguna og kæmu með hana útfyllta. Aldrei verður of oft minnt á að dagskrána er gott að hafa við hendina.

Síðan þurfa allir að vera tilbúnir í að aðstoða til að allt gangi eins og smurð vél. Ekki gleyma að hvetja keppendur það gefur svo mikið aukalega.

Gaman saman. Keppnisstjórn VÍK.

Vinnukvöld í Bolaöldu í kvöld kl. 18-21

Í kvöld verður vinnukvöld í Bolaöldunni og nú vantar okkur hjálp frá öllum sem vinnuvettlingi geta valdið. Það er margt sem þarf að laga og græja eftir veturinn og gera klárt fyrir keppnina á laugardaginn. Ýtan kemur á föstudag en það stendur ma. til að skrapa og mála og þrífa húsið, laga girðingar, hreinsa til, festa niður leiktækið, græja þvottaplanið, setja upp skilti, týna grjót, tengja vökvunarkerfið, hreinsa startplanið, merkja stökkpalla og margt margt fleira.
Allar hendur velkomnar, þetta er ansi mörg verkefni en klárast hratt ef margir mæta! Sjáumst 🙂

Árskort og opnunartímar

Ný verðskrá var samþykkt á stjórnarfundi í VÍK um daginn og lækka árskortin um 2000 krónur frá því í fyrra.
Sala árskortana hefst hér með (smellið á lesa meira) og þau gilda alla daga eftir auglýstum opnunartíma hér á síðunni. Verð fyrir stórt hjól er 22.000 krónur og verð fyrir lítið hjól er 10.000 krónur.
Kortin verða send í pósti til viðkomandi þannig munið að skrifa rétt heimilisfang eftir að hafa greitt. Þeir sem vilja nýta sér fjölskylduafsláttinn þurfa að hafa samband við birgir@prent.is
Nánari upplýsinar um brautirnar er að finna undir BRAUTIR í valmyndinni í hausnum hér á síðunni.

Verðskrá 2012:

  • Árskort stórt hjól 22.000 kr.
  • Árskort lítið hjól: 10.000
  • Dagskort í krossbraut fyrir félagsmenn: 1.200 kr.
  • Dagskort í endúróbraut fyrir félagsmenn: frítt
  • Dagskort í krossbraut fyrir utanfélagsmenn: 1.500 kr.
  • Dagskort í endúróbraut fyrir utanfélagsmenn: 1.000 kr.
  • Opnunartímar MX brauta í Bolaöldu:

  • Þriðjudagar 16-21
  • Fimmtudagar 16-21
  • Laugardagar 10-17
  • Sunnudagar 10-17
  • Opið mánudaga og miðvikudaga fyrir æfingahópa 16-21.
  • Endúróbrautir eru alltaf opnar.
  • Ef aðstæður leyfa geta menn mætt á öðrum tímum og hjólað með leyfi Garðars s. 866 8467
  • Nýjung: Límmiði á hjálma fylgir hverju félagsgjaldi – félagsmenn setja límmiða á hjálminn og fá frítt í alla slóða á Bolaöldusvæðinu.

    Lesa áfram Árskort og opnunartímar

    Bolaöldubrautir.

    Það var mikið fjör í brautunum í dag. Vökvunin í gær gerði það að verkum í dag að rakastigið var flott. En til að hægt sé að halda brautinni í góðu  standi verður hún LOKUÐ á morgun Mánudag. Opnum aftur kl 10.00 – 18:00 á þriðjudag. Miðvikudag Opið 15:00 til 21:00. LOKUÐ eftir það fram yfir mót á Laugardag.

    Vinnudagur verður í brautinni á Fimtudagskvöld. Þá þarf að taka til hendinni á svæðinu og líka að aðstoða við brautarlagfæringu. Nú er komið að því að allir hinir ritlipru bretti upp ermar, mæti á vinnukvöld og sýni kvernig á að gera þetta.

    Vinnukvöldið er frá kl 18:30 – 21:00.   Minnum á að skráning í keppnina rennur út á miðnætti annað kvöld.

    Sjáumst hress og kát. Lesa áfram Bolaöldubrautir.

    Uppfærð frétt – MotoMos opnar á sunnudag kl.15 en ekki í dag, laugardag

    MotoMos opnar kl.15 á morgun, sunnudag en ekki í dag þar sem mikið er búið að rigna í nótt og er allt á floti.

    Búið er að breyta brautinni nokkuð og er að mati þeirra sem unnið hafa í henni hreint út sagt geðveik. Lágmarksbreidd er nú í það minnsta 6 metrar í brautinni. Jafnframt kynnum við eftirfarandi opnunartíma í sumar sem fólk ber að virða.

    Mánudagar – frá kl.17-21
    Þriðjudagar – frá kl.17-21
    Miðvikudagar – frá kl.17-21
    Laugardagar – frá kl.13-18
    Sunnudagar – frá kl.13-18

    Miðar fæst í N1 í Mosfellsbæ og hægt er að kaupa árskort með að senda póst á motomos@internet.is. Vefmyndavélar fara upp á svæðið á næstu dögum til að fylgjast með umferð á svæðinu.

    Bolaöldubrautir og slóðar.

    Garðar er búinn að vera sveittur í að græja og gera brautirnar í fínt stand. Barnabrautin var græjuð í gær semog stóra brautin. Til allrar lukku ringdi svolítið í gær og rakastigið fínt eftir það. Vökvunarkerfið er ekki hægt að setja af stað fyrr en næturfost hættir, frís í öllum stútum.  Slóðarnir á neðra svæðinu eru flottir og er mjög gott að æfa sig í þeim fyrir Klausturskeppnina.

    Brauta og slóða nefndir.