Greinasafn fyrir flokkinn: Félagsstarf

Ef starf er tengt félagi þá er það félagsstarf

Mikið að gerast á Selfossi

Motocrossdeild UMFS hefur gefið út nýtt fréttabréf. Þar eru m.a. kynntar fyrirhugaðar framkvæmdir á félagssvæði deildarinnar við Hrísmýri ásamt æfingaplani sumarsins, félagsgjöldum, brautargjöldum og keppnum. Fréttabréfið er sent á alla núverandi og fyrrverandi meðlimi deildarinnar og er einnig aðgengilegt á heimasíðu deildarinnar www.umfs.is/velhjol. Stjórn deildarinnar hvetur foreldra/forráðamenn barna sem eiga hjól eða hafa áhuga fyrir íþróttinni að kynna sér fréttabréfið, einnig hvetjum við hjólara á Suðurlandi sem ekki hafa tengst deildinni að kynna sér starfið og hafa samband ef áhugi vaknar.

Bolaalda 1. Apríl

Mynd tekin í Bolaöldubraut í dag. Brautin er ekki tilbúin til notkunar og því síður eru enduro slóðarnir nothæfir.

Vonandi verður hægt að fara með jarðýtu í MX brautina eftir ca 1/2 mánuð.

Slóðakerfið er LOKAÐ þangað til annað verður auglýst. Vinsamlegast virðið það.

Fyrir hvern er þetta gert?

Mynd: Halldór Magnússon
Frá Klaustri 2010

Vélhjólaíþróttaklúbburinn verður 34 ára á þessu ári. Í gegnum árin hafa margir lagt hönd á plóginn við uppbygginguna. Ekki bara þeir sem setið hafa í stjórn til hvers tíma, heldur ekki síður fjöldi annarra hjálparkokka, sem hafa verið tilbúnir að stökkva til þegar t.d. þarf að halda keppnir. Heldur færri mæta svo sem, þegar taka á til á klúbbsvæðinu, en sem betur fer þá hefur verið hægt að treysta á ákveðna aðila sem á óeigingjarnan hátt leggja bæði tíma og jafnvel eigið fé til uppbyggingar á félagsstarfinu. Við sjáum öll merki þessa í Bolaöldu, þar sem sprottið hefur upp hreint mögnuð aðstaða á bara fimm árum.
Næst á dagskrá hjá VÍK er hin árlega Klausturskeppni. Það er engin venjuleg keppni og margir hlakka til þess að geta brunað um á ný-preppuðu hjólinu sínu um þessa frábæru braut, sem þar er í boði. Vel heppnuð keppni og upplífgandi undirbúningsvinna í góðum hópi er einmitt það sem fær fólk til að mæta og leggja sitt að mörkum til félagsstarfsins. Enginn fer fram á borgun því í huga flestra er um sjálfsagt framlag til eigin skemmtunar að ræða. Allir gera sér grein fyrir þessu. Áhugamannafélag eins og VÍK byggir sinn framgang fyrst og fremst á vinnuframlagi félagsmanna og áhuga þeirra fyrir að búa til sína eigin skemmtun. Allir átta sig á því.
Eða hvað? Eru kannski ekki allir með þetta á hreinu?

Lesa áfram Fyrir hvern er þetta gert?

Félagsgjöld fyrir árið 2012 í MotoMos

Félagsgjöld fyrir árið 2012 ættu að birtast meðlimum MotoMos í heimabanka þeirra.  Gjaldið er 5.000 kr. fyrir einstakling og fjölskyldugjald er 8.000 kr.  Þar sem ekki er hægt að stofna nema eitt gjald í bankanum að þá þurfa þeir sem ætla að greiða fjölskyldgjald að hafa samband við Bryndísi í netfanginu motomos@internet.is og hún mun gefa upp upplýsingar um á hvaða reikning hægt er að leggja og þá senda kort um hæl á félagsmenn.  Nokkur hugur er í stjórn félagsins í ár og gerum við ráð fyrir að halda fyrstu bikarkeppnina í brautinni fljótlega þegar snjóa leysir og brautin verður klár.  Verður hún með óhefðbundnu sniði og boðið verður upp á nýjungar sem nánar verður auglýst.

Að lokum viljum við benda mönnum á að brautin er LOKUÐ vegna frosts í jörðu en okkur þykir ástæða að brýna það fyrir mönnum því einhverjar hafa nýlega haft fyrir því að fara í brautina í því ástandi sem hún er í dag og má sjá djúpa skurði eftir viðkomandi.  Fólk verður að sýna tíðarfarinu ákveðna þolinmæði og það er engum greiði gerður að æða af stað of snemma því allt viðhald verður margfalt dýrara og rakaskemmdirnar mun verri, sérstaklega ef það frystir aftur.  Þannig við biðjum ykkur að virða þær aðstæður sem eru og EKKI fara í brautina.  Við munum opna hana um leið og hægt verður, en fylgst er með brautinni til að kanna hvort og hvenær hægt verði að opna hana.

Fyrstu umferðinni í íscrossi frestað vegna óviðráðanlegra aðstæðna

Af óviðráðanlegum orsökum hefur fyrstu umferðinni í íscrossi verið frestað um óákveðin tíma.  Aðstæður eru mjög erfiðar til keppnishald og er með öllu ófært upp að Hafravatni og óvíst hvort þessar þrjár leiðir verði yfirhöfuð mokaðar fyrir helgi.  Þar fyrir utan er ekki forsvaranlegt að láta fólk ferðast landshluta á milli við þessar aðstæður á meðan færðin er eins og hún er.  MSÍ mun í samráði við klúbbana finna nýja dagsetningu við fyrsta hentugleika og mun sú skráning sem nú hefur átt sér stað gilda áfram.  Þeir sem hafa athugasemdir við það er bent á að hafa samband við MSÍ.  Vænta má upplýsinga um nýjan keppnisdag og hugsanlega nýjan keppnisstað fljótlega upp úr helgi.  Verður upplýsingum um framhaldið komið í loftið um leið og það er ljóst hvert framhaldið verður, þ.e. nýr keppnisdagur og hugsanlega nýr keppnisstaður.


Veðruspá fyrir Laugardag 28.01.12

Úrkomuspá kl 12 á hádegi Laugardag.

Samkvæmt veðurspá þá verður frábært veður til keppni núna á Laugardag. Nú er bara að klára skráningu fyrir kvöldið, græja hjólið, hita kakóið, smyrja brauðið og mæta með góða skapið.