Stóra brautin í Bolaöldum verður lokuð á morgun Þriðjudag. Unnið verður með jarðýtu í brautinni. Brautin opnar aftur á Miðvikudag kl 18:00.
Brautarstjórn
Ef starf er tengt félagi þá er það félagsstarf
Stóra brautin í Bolaöldum verður lokuð á morgun Þriðjudag. Unnið verður með jarðýtu í brautinni. Brautin opnar aftur á Miðvikudag kl 18:00.
Brautarstjórn
Breytingar á opnunartíma fram að MX Bolaöldu 2011. Brautin lokar 18.o8.2011.
Lokað verður einhvern dag, í næstu viku, vegna jarðýtuvinnu í brautinni. Fylgist með hér á netinu.
Endúróbrautin er alltaf opin.
Á morgun, laugardaginn 23. júlí, fer fram 3. umferðin í Íslandsmótinu í Moto-Cross í Sólbrekkubraut. Sama fyrirkomulag verður varðandi flöggun og var í Álfsnes keppninni, þ.e. að keppendur muni sjá um flöggun á ákveðnum pöllum. Sólbrekkubraut er hins vegar með mun fleiri flaggstaði en Álfsnes og því verður hver keppandi, annað hvort sjálfur eða einhver fyrir hans hönd, að flagga í 3 Moto-um. Við skoðun á morgun fær hver keppandi blað sem hefur að geyma upplýsingar um hvenær og á hvaða palli viðkomandi þarf að flagga. Eins er uppdráttur af brautinni, dagskráin sjálf og númer á Moto-um á blaðinu. Flaggstaðir sem merktir eru með svörtum hring eru þeir staðir sem keppendur munu flagga á.
Bestu kveðjur,
Keppnisstjórn
Austanmenn vilja minna á að sunnudaginn um verslunarmannahelgina fer fram Unglingalandsmót á Egilsstöðum. Keppt verður í motocrossi eins og síðastliðin ár og er keppnin opin öllum 12-18 ára. Mikil vinna hefur verið lögð í brautargerð á Egilsstöðum og verður gaman að sjá hvernig smíðin hefur tekist. Heimamenn lofa amk frábærri braut og stemningu. Skráningu í keppnina lýkur næstkomandi sunnudag 24. júlí en keppendur þurfa bæði að skrá sig á skráningarsíðu UMFÍ og á vef MSÍ, msisport.is.
Veðrið og aðstæður hreinlega léku við menn í Bolaöldu í dag. VÍK og Hjörtur Líklegur stóðu fyrir skemmtikeppni til styrktar Blóðbankanum og keppendum til skemmtunar. 30 manns skráðu sig til keppni og áttu frábæran dag. Dregið var í tveggja manna lið og reynt að jafna hraða liðanna með valinu og öðrum leiðum s.s. armbeygjum í tíma og ótíma. Keppt var á neðra svæðinu í 7,9 km langri braut. Sigurvegarar dagsins með 11 hringi voru Atli Már #669 og Ólafur Einarsson, Árni Gunnar keyrði einn og varð í öðru sæti og Ágúst H og Guðmundur Óli í því þriðja en allir aðrir keppendur fengu verðlaun frá hinum ýmsu styrktaraðilum. Við þökkum keppendum og styrktaraðilum kærlega fyrir daginn. Nánari úrslit eru hér:
Síðustu daga hef ég verið að safna verðlaunum fyrir skemmtikeppnina sem er til styrktar Blóðbankanum (í vikunni varð mótorhjólaslys og þurfti sá sem í því lenti að taka út blóð í Blóðbankanum). Styrkjum gott málefni næstkomandi laugardag og hér er mynd af hluta af verðlaununum, en ýmislegt annað er í verðlaun sem ekki er á myndinni, t.d. lambalæri frá markaðsráði lambakjöts og fl.
Liklegur