Greinasafn fyrir flokkinn: Félagsstarf

Ef starf er tengt félagi þá er það félagsstarf

Bolaöldubraut Lokuð Þriðjudag 09.08.2011

Stóra brautin í Bolaöldum verður lokuð á morgun Þriðjudag. Unnið verður með jarðýtu í brautinni. Brautin opnar aftur á Miðvikudag kl 18:00.

Brautarstjórn

Opnunartímar Bolaöldubrauta

Breytingar á opnunartíma fram að MX Bolaöldu 2011. Brautin lokar 18.o8.2011.

  • Mánudagar      18 – 21.
  • Þriðjudagar      14 – 21.
  • Miðvikudagar  18 – 21.
  • Fimtudagar      14 – 21.
  • Föstudagar       18 – 21.
  • Laugardaga      10 – 18.
  • Sunnudaga        10 – 18.

Lokað verður einhvern dag, í næstu viku, vegna jarðýtuvinnu í brautinni. Fylgist með hér á netinu.

Endúróbrautin er alltaf opin.

Flöggun í 3. umferð Íslandsmótsins í MX – Sólbrekka

Á morgun, laugardaginn 23. júlí, fer fram 3. umferðin í Íslandsmótinu í Moto-Cross í Sólbrekkubraut. Sama fyrirkomulag verður varðandi flöggun og var í Álfsnes keppninni, þ.e. að keppendur muni sjá um flöggun á ákveðnum pöllum.  Sólbrekkubraut er hins vegar með mun fleiri flaggstaði en Álfsnes og því verður hver keppandi, annað hvort sjálfur eða einhver fyrir hans hönd, að flagga í 3 Moto-um. Við skoðun á morgun fær hver keppandi blað sem hefur að geyma upplýsingar um hvenær og á hvaða palli viðkomandi þarf að flagga. Eins er uppdráttur af brautinni, dagskráin sjálf og númer á Moto-um á blaðinu. Flaggstaðir sem merktir eru með svörtum hring eru þeir staðir sem keppendur munu flagga á.

Það er gífurlega mikilvægt að keppendur (eða aðstandendur fyrir þeirra hönd) sinni þessu hlutverki samviskusamlega. Keppnin getur ekki hafist fyrr en allar flaggara stöður eru mannaðar. Ekkert væl og höfum gaman að því að hjálpa til 🙂
Þegar öllu er á botninn hvolft þá þarf einhver að flagga þegar við erum sjálf að keppa…

Bestu kveðjur,
Keppnisstjórn

Unglingalandsmót UMFÍ um verslunarmannahelgina

Hákon B. Gunnarsson á flugi yfir Akureyri - verður hann á Egilsstöðum? Mynd fengin að láni hjá Sverri greifa - www.motosport.is

Austanmenn vilja minna á að sunnudaginn um verslunarmannahelgina fer fram Unglingalandsmót á Egilsstöðum. Keppt verður í motocrossi eins og síðastliðin ár og er keppnin opin öllum 12-18 ára. Mikil vinna hefur verið lögð í brautargerð á Egilsstöðum og verður gaman að sjá hvernig smíðin hefur tekist. Heimamenn lofa amk frábærri braut og stemningu. Skráningu í keppnina lýkur næstkomandi sunnudag 24. júlí en keppendur þurfa bæði að skrá sig á skráningarsíðu UMFÍ og á vef MSÍ, msisport.is.

Frábær skemmtikeppni!

Veðrið og aðstæður hreinlega léku við menn í Bolaöldu í dag. VÍK og Hjörtur Líklegur stóðu fyrir skemmtikeppni til styrktar Blóðbankanum og keppendum til skemmtunar. 30 manns skráðu sig til keppni og áttu frábæran dag. Dregið var í tveggja manna lið og reynt að jafna hraða liðanna með valinu og öðrum leiðum s.s. armbeygjum í tíma og ótíma. Keppt var á neðra svæðinu í 7,9 km langri braut. Sigurvegarar dagsins með 11 hringi voru Atli Már #669 og Ólafur Einarsson, Árni Gunnar keyrði einn og varð í öðru sæti og Ágúst H og Guðmundur Óli í því þriðja  en allir aðrir keppendur fengu verðlaun frá hinum ýmsu styrktaraðilum. Við þökkum keppendum og styrktaraðilum kærlega fyrir daginn. Nánari úrslit eru hér:

Myndir frá deginum HÉR.

Lesa áfram Frábær skemmtikeppni!

Verðlaun i skemmtikeppnina

Verðlaunin farin að taka a sig mynd
Síðustu daga hef ég verið að safna verðlaunum fyrir skemmtikeppnina sem er til styrktar Blóðbankanum (í vikunni varð mótorhjólaslys og þurfti sá sem í því lenti að taka út blóð í Blóðbankanum). Styrkjum gott málefni næstkomandi laugardag og hér er mynd af hluta af verðlaununum, en ýmislegt annað er í verðlaun sem ekki er á myndinni,  t.d. lambalæri frá markaðsráði lambakjöts og fl.
Liklegur