Greinasafn fyrir flokkinn: Félagsstarf

Ef starf er tengt félagi þá er það félagsstarf

Bolaöldubraut í frábæru formi.

Brautin er í frábæru standi enda hafa veðurguðirnir og Garðar séð til þess að vökva og tæta upp brautina hressilega. Brautin var löguð með jarðýtu í síðustu viku og svo hefur Aron Berg, yfirmaður grjót og grashreinsistarfa, verið á fullu í því að snyrta bæði innan og utan brautar. Þeir félagar, Garðar og Aron, verða í grjóthreinsun fram eftir degi þannig að vinsamlegast farið varlega ef þið sjáið þess duglegu og hressu starfsmenn VÍK í brautinni.  Munið eftir miðunum Á HJÓLINU.

Brautarstjórn.

Enduro Skemmti- og styrktarkeppni VÍK og Hjartar Líklegs nk. laugardag 16. júlí

Síðasta sumar var haldin Enduro skemmtikeppni á vegum VÍK til að styðja við bakið á Hirti Líklegum þegar hjólinu var hans stolið. Afraksturinn af keppninni gerði honum kleift að endurnýja Huskann sinn. Á laugardaginn ætlum við að endurtaka leikinn en nú nýtur Blóðbankinn góðs af keppninni. Keppnin verður skemmtileg og fyrir alla, tveir keppa saman í liði sem dregið verður í á staðnum og keppnisfyrirkomulagið verður afslappað og skemmtilegt með óvæntum uppákomum. Nánari dagskrá er í mótun en við gerum ráð fyrir að keppni standi frá 14 til 16, hugmyndin er að bjóða upp á eitt og annað fleira fyrir krakka og jafnvel eitthvað gott í gogginn í lok dags. Skráning opnar hér á vefnum á næstu tímum – takið daginn frá! Meira síðar …
Uppfært! Skráning er hafin HÉR

Brautarsmíði í Hafnarfirði

Framkvæmdir á fullu

Gamall draumur Hafnfirðinga er að rætast um þessar mundir. Fyrsta motocrossbrautin er að rísa í bænum eftir 20 ára bið, en eftir því sem undirritaður man þá var síðast hafnfirsk braut í Seldal í kringum 1990. Nýja brautin er ekki langt þar undan en hún er við kunnulegt akstursíþróttasvæði, Rallycrossbrautina við Krísuvíkurveg. Að þessu sinni verður byrjað á að byggja braut fyrir 85cc hjól en vonandi fæst leyfi síðar fyrir braut í fullri stærð.

Til hamingju með nýju brautina AÍH og allir Hafnfirðingar!
Lesa áfram Brautarsmíði í Hafnarfirði

Myndir frá Álfsneskeppninni um liðna helgi.

Guðni F. og Bogga Óm. Voru með myndavélarnar á lofti á Laugardaginn. Slatti af myndum frá þeim eru komnar inn á vefalbúmið okkar. Þökkum þeim fyrir flottar myndir.

Myndir frá Guðna Hér.

Myndir frá Boggu Hér

Frést hefur af fleiri myndum:

Myndir frá MxSport hér

Myndir frá ERMX.is hér

Bikar-æfingakeppni í Álfsnesi

SKRÁNINGU LÝKUR KL 22:00 Í KVÖLD SUNNUDAG.

Bikar-æfingakeppni verður haldin í Álfsnesbraut Mánudaginn 27.06.11.     Skráning er hér. Skráningarfrestur til 22:00 Sunnudag 26.06.11.

Dagskrá er einföld, 85cc kk og kvk, kvennaflokkur, B flokkur,  40+ og 50+ flokkar keyra í 2 x 10 mín + tveir hringir. Unglinga, Mx2 og MxOpen keyra 2×15 mín + tveir hringir. Kostnaður er kr 3000 fyrir keppanda.

Skoðun frá 18:00 – 19:00.  1. Moto 19:15. Nánari dagskrá þegar fjöldi keppenda er staðfestur. Keppnisstjórn áskilur sér rétt til að sameina flokka í moto ef þurfa þykir. Keppendur / aðstandendur sjá um flöggun.

Nitró verður með sértilboð á leigusendum fyrir þá sem vilja prófa að taka þátt, 3000 kr fyrir fullorðna og 2000 kr fyrir yngri en 16 ára. Ath Nitro sér alfarið um leigusendana, hafið samband þangað til að fá upplýsingar.

Gaman saman.

Álfsnes

Brautin er opin í dag, Garðar mun vökva brautina eins og mögulegt er. Reynt verður að tína grjót úr brautinni í kvöld, það væri gaman ef hægt væri að fá aðstoð við það, ef 10 manns hjálpast til við að tína þá tekur þetta kannski 1/2 klst.

Sjáumst í Álfsnesi og tökum höndum saman um að gera brautina góða.