Greinasafn fyrir flokkinn: Félagsstarf

Ef starf er tengt félagi þá er það félagsstarf

Bolaöldubraut

Brautin er nýrippuð og vökvunarkerfið er keyrt á fullum afköstum.

Brautarstjórn.

Klaustur eða ekki Klaustur

Eins og frægt er orðið, þá var keppninni á Klaustri 2011 á endanum aflýst.  Það var þó ekki gert fyrr en eftir tilraun til að bjarga henni. Rétt áður en að upprunalegum keppnisdegi kom, hófst gos í næsta nágrenni.  Ekki góð staða og gríðarlegt undirbúningsstarf virtist unnið fyrir „gíg“! En viti menn!  Gosið var stutt og eins og hendi væri veifað, gerði norðanáhlaup og askan sem allt ætlaði að gleypa, virtist að mestu fokin á haf út.  Aftur sást í tún og engi og ekki virtist vanta nema góða rigningu til að skola burt síðustu öskukornunum. Brúnin léttist á mönnum og vonin vaknaði um að bjarga mætti keppninni, enda nokkur þrýstingur frá vélhjólasamfélaginu um það.   Lesa áfram Klaustur eða ekki Klaustur

Klaustur 2011

Fundur með keppendum verður í húsnæði Ingvars Helgasonar að Sævarhöfða 2
110 Reykjavík á morgun, Þriðjudag 07.06.11, kl 18:30. – 20:00.

Keppendur fá keppnisnúmerin, reglur og upplýsingar um keppnissvæðið ofl. Þeir sem ekki eiga kost á að mæta á fundinn geta nálgast keppnisnúmerin í Moto að Rofabæ 7, 110 Reykjavík á opnunartíma fram að helgi. Einnig verða keppnisnúmer afhent við skoðun á keppnisstað.

Dagskrá keppnishelgarinnar verður birt hér á netinu á Miðvikudag.

Álfsnesbraut og Bolaalda

Opnunarartímar í dag og á morgun uppstigningardag.

Álfsnesbraut OPIN Miðvikudag. 14 -21.  Uppstigningardag. 10 – 18.

Bolaöldubrautir Lokaðar Miðvikudag. Uppstigningardag  opið 10 – 17.

Brautarstjórnir.

Slóðakerfið í Bolaöldum

Neðra slóðasvæði opið – þökk sé félagsmönnum

 Um 15 félagar mættu á slóðavinnukvöld í gær og gerðu það fært svo nú er neðra svæðið opið(svæðið vestan við Jósepsdalarveg), einnig er skemmtilegur hringur inní Jósepsdal opin.

 Athugið að það er búið að breyta sumum slóðunum svo það verður að hjóla þá í byrjun með opnum augum og fylgjast vel með hliðunum og í guðana bænum að virða lokanir.

Menn voru almennt ánægðir með breytta slóða og nefndu nokkrir að þetta væri hálfgerður klaustursfýlingur á þeim núna, ekki bara úppsaðir blastkaflar.

 Félagsmenn stóðu sig frábærlega við að grjóthreinsa slóðana og aðstoða við nýjar merkingar og sýndu það og sönnuðu að þetta verður auðvelt þegar margir vinna það saman.

 Nú er bara að byrja að hjóla og restin af slóðunum opnar næstu daga.

 Slóðanefnd, sem eru engir slóðar.

VINNUKVÖLD – SLÓÐARNIR OPNA EF ….

Í kvöld þriðjudag ætlum við að hafa vinnukvöld í slóðunum á neðra svæðinu. Við hefjum starfið klukkan 18:30, ef vel gengum og það verður góð mæting til að aðstoða þá gengur þetta hratt og vel. Það þarf  að hreinsa grjót úr slóðunum og laga merkingar þá verður hægt að opna slóðana í framhaldi af því. Einhverjum slóðum verður breytt sem reynir meira á hjólara og gerir þetta allt skemmtilegra.

 Nú reynir á félagamenn um það hvort þeir vilji fá opna slóða eða ekki!

Þetta þarf ekki að taka langan tíma ef margir mæta.