Greinasafn fyrir flokkinn: Félagsstarf

Ef starf er tengt félagi þá er það félagsstarf

Klausturskeppninni frestað um óákveðinn tíma!

Fréttatilkynning vegna Klaustur 2011

Stjórn VÍK og MSÍ FRESTAR fyrirhugaðri Klausturskeppni 28. maí 2011.

Ný dagsetning á keppninni verður ákveðin þegar náttúruöflin ákveða að sleppa takinu á landinu.

Þessi ákvörðun er okkur þungbær en nauðsynleg.

Hvetjum alla þá sem hafa pantaða gistingu til að afboða komu sína á svæðið.

Stjórn VÍK og MSÍ

 

Bolaalda – Jósefsdalur.

MX Brautin opnar kl 10:00 á morgun, Laugardag, og er í flottu standi.

Jósefsdalurinn opnar á morgun, Laugardag, þrátt fyrir engan áhuga félagsmanna við að merkja upp slóða þar. Hér fyrir neðan er skammarræða frá einum úr enduronefndinni.

Munið eftir miðunum eða kortunum.

ATH nú þarf líka miða í slóðana. Lesa áfram Bolaalda – Jósefsdalur.

Brautarverðir og Starfsfólk á Klaustri

VÍK vantar sjálfboðaliða til að sinna brautargæslu og fleirra á Klausturskeppninni 28 Maí. Æskilegt er að hafa Enduro/Crosshjól eða fjórhjól til brúks og áhöld eins og bakpoka og sleggju.Einnig erum við með verkefni sem ekki krefjast þess að hjól séu brúkuð.

Þeir sem hafa áhuga á því að sinna brautargæslu á Klaustri ættu að setja sig í samband við Svavar á e-mail svavark@gmail.com

Slóðar í Bolaöldum.

SLÓÐARNIR ERU LOKAÐIR!!!!!

Í kvöld verður vinnukvöld í Jósefsdal. Þar verða merktir upp slóðar þannig að hægt sé að taka vel á því í æfingum fyrir Klaustur. Óskað er eftir aðstoð við slóðalagningu. Vinna hefst kl 18:00. Verkið ætti ekki að taka langan tíma enda hljótum við að fá góða aðstoð frá félagsmönnum og öðrum áhugasömum.

Ef vel verður tekið á því, á vinnukvöldi, ætti að vera hægt að opna Jósefsdalinn um helgina. Vinnuþjarkar gefi sig fram við Garðar S: 866 8467, eða Dóra Sveins S: 896 4965, á staðnum.

Slóðanefndin.

Annar Svíi á leiðinni

Svíar virðast ætla að fjölmenna á Klakann í sumar því bæst hefur í hópinn.

Fyrrum Evrópumeistarinn Mattias Nilson sem er að koma til landsinns að taka þátt í Klaustri og þjálfa nokkra áhugasama ökumenn.
Nilsson flakkar um Spán á hverju ári til að þjálfa fyrir Suzuki og er einn vinsælasti þjálfari Spánar og þess má geta að Eyþór Reynisson var hjá honum  í 2 mánuði í vetur.

Láttu þetta ekki fram hjá þér fara ef ú vilt bæta þig um annað level…

Lesa áfram Annar Svíi á leiðinni