Allir sem eitthvað ferðast um hálendi Íslands hafa þurft að þvera ár. Hvort sem það hefur verið gangandi, akandi eða ríðandi.
Slóðavinir standa fyrir námskeiði þar sem fjallað verður um þverun straumvatns á mótorhjólum.
Námskeiðið skiptist í 4 hluta:
1. Uppruni og eðli – Fallvötn eru af nokkrum gerðum, þau hafa annað hvort augljós upptök eða óljós, og bera með sér mis mikið af efni til sjávar. Í þessu hluta verður fjallað um fallvötn út frá jarð-, land og veðurfræðilegum atriðum.
Sérstaklega verður fjallað um akstur um svæði þar sem fallvötn stjórna allri umferð um þau.
2. Búnaður – Nauðsynlegt er að taka með réttan búnað og geta brugðist við óvæntum atvikum, eins og þegar hjól fellur í vatn.
Lesa áfram Vaðanámskeið Slóðavina í kvöld