Greinasafn fyrir flokkinn: Félagsstarf

Ef starf er tengt félagi þá er það félagsstarf

Vaðanámskeið Slóðavina í kvöld

Straumvatn þverað

Allir sem eitthvað ferðast um hálendi Íslands hafa þurft að þvera ár. Hvort sem það hefur verið gangandi, akandi eða ríðandi.

Slóðavinir standa fyrir námskeiði þar sem fjallað verður um þverun straumvatns á mótorhjólum.

Námskeiðið skiptist í 4 hluta:
1. Uppruni og eðli – Fallvötn eru af nokkrum gerðum, þau hafa annað hvort augljós upptök eða óljós, og bera með sér mis mikið af efni til sjávar. Í þessu hluta verður fjallað um fallvötn út frá jarð-, land og veðurfræðilegum atriðum.
Sérstaklega verður fjallað um akstur um svæði þar sem fallvötn stjórna allri umferð um þau.
2. Búnaður – Nauðsynlegt er að taka með réttan búnað og geta brugðist við óvæntum atvikum, eins og þegar hjól fellur í vatn.
Lesa áfram Vaðanámskeið Slóðavina í kvöld

Vinnuferð á Klaustur.

Öflugar vinnukonur.

Það var öflugur hópur VÍKverja sem skundaði af stað eldsnemma á Sumardeginum fyrsta til að gera og græja aðstöðuna fyrir 6t keppnina á Klaustri. Unnið var við að setja upp niðuskipt skiptisvæði, merkja brautina, ásamt því að gera alla umgjörð betur úr garði.

Ábúendur á Ásgarði eiga mikið lof skilið því að þau eru öll af vilja gerð til að keppnin verði í framtíðinni ein sú besta skemmtun sem við hjólafók komum að. Þau eru að útbúa salernisaðstöðu, ( sem btw verður með heitu vatni ) tjaldstæði og fíneríi. Einnig hafa þau lagt mikla vinnu í að gera mýrina frægu þannig úr garði að það verði ekkert mál að rúnnta um hana. Við tókum prufuhring um brautina og sáum það að miðað við aðstæður nú þá verður þetta geðveikt í endaðan Maí. Þökkum frábærum félögum fyrir aðstoðina.

Stjórnin. Lesa áfram Vinnuferð á Klaustur.

Brautarsmíði í fullum gangi á Egilsstöðum

Allt á fullu á Egilsstöðum

Það er gaman að segja frá því að nú er verið að búa til motocross braut á Egilsstöðum. Gröfur og jarðýtur eru byrjaðar að móta brautina á nýju svæði sem AÍK Start hefur tekið á leigu.

Svæðið er 6 km. utan við bæinn á mjög góðum stað og verður brautin meðal annars notuð á unglingalandsmóti UMFÍ um verslunarmannahelgina.
Þetta verður framtíðarbraut sem verður í fullri stærð og með öllu sem til þarf til að halda keppnir og æfingar.

Kveðja,
Stebbi lyng
Ritari AíK Start

 

 
Lesa áfram Brautarsmíði í fullum gangi á Egilsstöðum

Keppnisdagatal uppfært

Keppnisdagatal MSÍ 2011 hefur verið uppfært og eru komnar inn kvartmílu- og sandspyrnukeppnir.

Breyting verður á Moto-Cross dagskrá 4. umferð sem vera átti 6. ágúst, þessi keppni færist fram um viku til 30. júlí. um Verslunarmannahelgi.

kv.
Kalli

Hér er tengill á dagatalið

Auglýsing fyrir Lottó

Lottó er 25 ára á árinu og í tilefni af því er Íslensk getspá að vinna að nýrri auglýsingarherferð. Ein auglýsingin hefst á því að maður fer inn í verslun og kaupir sér lottómiða og labbar síðan út á götu. Ætlunin er að fylla götuna af íþróttafólki á öllum aldri sem þakkar fyrir stuðninginn síðustu 25 ár.

Ákveðið hefur verið að fresta upptöku á lottó auglýsingunni vegna veðurs og verður hún því tekin upp laugardaginn 16. apríl.

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands leitar til íþróttafélaga innan ÍSÍ að safna saman hópi af íþróttafólki frá sínu félagi til þess að taka þátt í auglýsingunni. Markmiðið er að fá um 400 manns til að mæta.

Íþróttafólkið þarf að vera á staðnum í 4 – 6 klst, en stefnt er að því að upptakan fari fram frá 10:00 – 20:00 á þeim degi sem verður fyrir valinu. Lesa áfram Auglýsing fyrir Lottó

Krakkanámskeið VÍK í sumar

Krakkaæfingarnar sem VÍK stóð fyrir í fyrra munu halda áfram í sumar og verða með svipuðu fyrirkomulagi. Gulli og Helgi Már halda áfram með æfingarnar og eru bæði fyrrum nemendur velkomnir sem og nýjir. Hér eru nokkrir punktar um sumarið en nánari upplýsingar koma fljótlega.

  • Æfingar eru 2x í viku fyrir báða flokka kl 18:00 – 19:30 / Mánudaga og Miðvikudaga allt sumarið
  • Verð: 30.000.- á krakka (árskort innifalið). Sama verð í báðum flokkum.
  • Æfingar byrja 6. júní.
  • Alla fimmtudaga eftir Íslandsmót í MX er krakkakeppni í Bolöldu eða Álfsnesi, þá er brautin lokuð á meðan.

Skráning hefst í næstu viku hér á motocross.is.