Greinasafn fyrir flokkinn: Félagsstarf

Ef starf er tengt félagi þá er það félagsstarf

Nýju tollalögin túlkuð misjafnlega

Sverrir Jónsson skrifar athyglisverða grein í dag um nýju tollalögin á motosport.is.

Stefnir í hart við tollstjóraembættið – túlka nýtt frumvarp um vörugjöld og keppnistæki mjög þröngt

Fyrir skömmu fögnuðum við hjólamenn því mikið að loksins yrði tekið tillit til þess að motocrosshjól eru keppnistæki og niðurfelling fengist því á vörugjaldi.  En ekki var Adam lengi í paradís og nú hefur komið í ljós að tollstjóraembættið gerir allt sem í þeirra valdi stendur til þessa hanga á sinni stífni og sýnir þessu lítinn skilning.  Túlka þeir löggjöfina eins þrönga og þeir mögulega geta og líta þeir á að motocrosshjól séu ekki sérsmíðað keppnistæki þó svo að það sé skýrt tekið fram af framleiðanda að um sérhæft keppnistæki sé um að ræða sem eingöngu má aka á þar til gerðum, lokuðum, samþykktum keppnisbrautum.  Lesa áfram Nýju tollalögin túlkuð misjafnlega

Tryggingamál

ÍBR hefur unnið að því undanfarið að taka saman hvert er hægt að sækja endurgreiðslur vegna íþróttaslysa. Markmið með þessari vinnu var að hafa tiltækt á einum stað upplýsingar fyrir iðkendur og/eða forráðamenn þeirra því stundum getur þetta verið nokkuð flókið ferli. Ýmsir sérfróðir aðilar hafa lesið yfir efnið og þ.á.m. fulltrúar Menntamálaráðuneytisins og Sjúkratrygginga Íslands.

Lesa áfram Tryggingamál

Gylfi með motocross námskeið í sumar

Gylfi

Gylfi Freyr Guðmundsson, fyrrum Íslandsmeistari í motocrossi, verður með motocross námskeið í sumar. Skráning í námskeiðin er byrjuð, um að gera að drífa sig að skrá sig því að það komast aðeins 18 manns að.

Skráning fer fram á www.mxn.is

Afreksíþróttir og framhaldsskóli

Íþróttabandalag Reykjavíkur hefur í samstarfi við íþróttakennara framhaldskólanna í Reykjavík unnið fræðslubækling um afreksíþróttir og framhaldsskóla. Tilgangurinn er að upplýsa ungt íþróttafólk og foreldra þess um helstu þætti sem taka þarf tillit til svo að íþróttaiðkun og nám fari sem best saman. Þess má geta að bæklingurinn var yfirfarinn af Menntamálaráðuneytinu.

Bæklinginn má nálgast hér.

 

Íslenskt motocross komið á frímerki

Motocrossfrímerkið

Íslenskar akstursíþróttir eru þemað í frímerkjum sem gefin voru út í dag. Eitt frímerkjanna er með mynd af motocross sem er sannarlega skemmtilegt fyrir okkur motocrossfólkið. Motocross frímerkið skartar mynd af Gylfa Frey Guðmyndssyni #9 og Frey Torfasyni #210 í bakgrunni en ekki kemur fram hver tók myndina. Frímerkin hönnuð af Hlyni Ólafssyni. Frímerkin eru seld fjögur í pakka og kostar hvert merki 75 krónur. Í pakkanum með motocrossmerkinu eru tvö motocrossmerki og tvö rallýmerki.

Önnur frímerki sem komu út í dag eru

Lesa áfram Íslenskt motocross komið á frímerki

Selfyssingar með inniæfingar

Motocrossdeild UMFS hefur fengið leyfi hjá Hestamannafélaginu Sleipni til að prófa æfingar fyrir yngri kynslóðina (50-65cc) í reiðhöllinni þeirra. Jarðvegurinn í höllinni, sem er skeljasandur, er ekki orðinn nægilega þjappaður fyrir stærri hjólin en það verður skoðað síðar.

Fyrsta æfingin verður hugsanlega n.k. sunnudag en foreldrar á svæðinu skulu fylgjast með fréttum.

Heimasíða UMFS