Svona létt yfirferð yfir helstu hluti sem þurfa að vera klárir á fimmtudaginn.
- Skrá sig í klúbb/Borga félagsgjaldið. VÍK eða einhvern annan klúbb
- Skrá sig á msisport.is kerfið. Nýskráningar fara fram á www.felix.is. Það tekur allt að einn dag að verða virkt þannig að það er best að gera þetta NÚNA
- Búa til lið! Tveggja manna? Þriggja manna? Eða bara að taka sóló?
- Tékka hvort kreditkortið sé í gildi og eitthvað sé eftir af heimildinni.
- Taka frá fimmtudagskvöldið klukkan 22! Þá byrjar skráningin á www.msisport.is
Svo hafið þið 12 vikur til að kaupa hjól og hjálm, merkja gallann, koma ykkur í form, æfa sig að keyra í sandi, panta gistingu og smyrja samlokur.